Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 37

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 37
inni ert að spyrja mig um, Ali- son? sagði Ruth blátt áfram. — Ég er að spurja þig- um Barböru. Hún er þarna. Mér er sama, en . . . Hún þagnaði. Ruth var of jarðbundin til að hún gæti skilið þetta. En Ruth sagði hljóðlega. — Já, hún var hrifin af þessari klukku. Afi ól okkur upp, hann var oftast á sjónum. Foreldrar okkar voru bæði látin. O, nei . . þetta var ekki svo slæmt, en Barbara hafði alltaf einhverja öryggisleysistilfinningu. Henni fannst alltaf eitthvert öryggi i því þegar afi var heima og vatt upp klukkuna. Alison sagði ekkert og Ruth hélt áfram. — Ég veit hvað þú ert að hugsa, — þetta með rós- irnar til dæmis. Þú veizt sjálf að þetta er ósköp eðlilegt. Val er barn ennþá og hún man vel eftir móður sinni. — Ég fer ekki fram á að þau gleymi Barböru, sagði Alison. — En þau leggja sig svo fram um að láta alla hluti minna á hana, rétt eins og hún væri ennþá lif- andi, og mér finnst að . Henni létti mikið, þegar hún var búin að segja þetta, en hún gat varla búizt við að systir Barböru gæti skilið þetta, en Ruth sagði: — Barbara hélt því svo fast fram að þau myndu gleyma henni, að það var orðin þráhyggja. Hún var ekkert lík þér eða mér, og ekki heldur Luke og Val; við erum öll fólk sem veit hvert það er að fara og hvernig við ætlum að komast þangað. Val og Luke skyggðu á hana. Þau eru bæði greind og dugleg. Barbara var feimin og hljóðlát. elskuleg og blíðlynd, en hún var ekkert sérstaklega glæsileg eða fær til verka. Hún átti erfitt með að halda lífi i blómum og hún var ekkert myndarleg húsmóðir. Hún var ein af þeim manneskjum, sem lítið bar á í lífinu, og hún vissi það. Hún óskaði einskis nema að hafa Luke og Val hjá sér innan fjögra veggja. Þau Luke voru hamingjusöm, og síðustu vikurnar gerði hún allt til að Luke og Val gleymdu henni ekki, en hún óskaði þess innilega að hann yrði hamingjusamur á ný. Það getur verið að ég hefði skil- ið hve mikið Barbara lagði upp úr þessu, ef ég væri svolítið lík- ari henni. Er þetta nokkuð svar við spurningum þínum? __ Flestum, sagði Alison. __ Komdu aftur við tækifæri, sagði Ruth hressileg, — hvenær sem þú vilt Þegar Alison kom heim til sín var enginn andvari. Eins og ósjálfrátt snerti hún bjöllu- strenginn. Þetta verður föst venja okkar allra innan skamms, hugsaði hún með sér. Það var einkennilegt að Barbara skyldi vera svona óörugg, hún sem hafði Luke og Val Þessi hendi heldur á pakka sérstaklega gerðum til þess að vernda og halda hinum sérstæða keim gæða tóbaksins sem notað er í Philip Morris Multifilter sígaretturnar , <&%***• IIIAE H DBIIH UBH8 Hðfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. SÍSast er dregið var hlaut verðlaunin: Trausti Ólafsson, Urðargötu 7, Patreksfirði. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili Örkin er á bls. 47. tw. VIKAN 87

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.