Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 11
MUNDU MIG RÚDD ÚR FORTÍÐINNI, KREFJANDI, OBÆRILEG ... SMÁSAGA EFTIR MANLEY-TUCKER Golan var rétt aðeins nóg til að rlraga úr óþolandi hita sumardagsins; Alison Jenn- ings var þakklát fyrir það, þegar hún gekk heim frá borg- inni. Hún var hávaxin, tíguleg kona, ennþá grönn, þótt hún væri orðin þrjátíu og sex ára. Hárið var mj úkt og dökkt og augun grá. Hún hafði leitað allan eftir- miðdaginn að efni sem henni líkaði í kjólinn, sem hún ætlaði að sauma fyrir uppskeruballið. Alison teiknaði og saumaði fötin sín sjálf, alltaf af frábærri smekkvísi. Þetta ball var líka mjög þýðingarmikið fyrir hana, hún varð að taka sig vel út, vegna þess að nábúarnir myndu horfa á hana og segja: — Þarna er seinni kona Luke Jennings.... Flest af þessu fólki mundi eftir Barböru, hugsaði hún; fyrri konu Lukes, sem dó fyrir þrem árum. Það var mynd af henni í svefn- herbergi Valerie. Alison hugsaði til hinnar fjórtán ára gömlu stjúpdóttur sinnar og andvarpaði. Myndin var innrömmuð og sýndi smávaxna konu í baðfötum, hár- ið var mjög ljóst og vindblásið, og hún var mjög hamingjusöm á svipinn. Alison hugsaði með sér: — Ég hefi aldrei verið afskipt þegar þau tala um Barböru, það er ekki það sem veldur mér ó- þæginda....... Alison hafði verið gift Luke í tvo mánuði. Hún hafði aldrei hugsað til hjónabands, og var mjög ánægð með íbúðina sína í borginni, hafði góð laun, frelsi og átti hóp góðra vina. Hún var ánægð með vinnu sína, sem einkaritari forstjórans við eitt stærsta byggingafyrirtækið í borginni; — en svo var það að Luke kom inn á skrifstofuna til hennar. Hann þurfti að láta lag- færa húsið sitt. Alison var hon- um hjálpleg, ekki eingöngu vegna þess að það var starf hennar, heldur vegna þess að henni féll vel við manninn, sem var ein- staklega aðlaðandi, um fertugt, og ljómaði af lífsþrótti, var ber- sýnilega búinn að taka gleði sína aftur.... Þegar Alison opnaði hliðið, við stóra, þægilega húsið sitt, reyndi hún að minna sjálfa sig á það að hún hefði engin vandamál, ekki einu sinni Valerie. Og þó .... Hún vissi hvað myndi koma yf- ir hana um leið og hún opnaði útidyrnar. Það var þessi hlægi- lega þráhyggja, sem hefði verið mjög skiljanleg hjá unglingum, en ekki þroskaðri konu, sem var mjög hamingjusöm í hjónaband- inu. | Andvarinn smaug inn um dyrnar og hreyfði kínversku bjöllurnar, svo þær gáfu frá sér silfurskæran hljóm, eins og sleg- ið væri í kristal. Golan hreyfði strenginn og bjöllurnar slógust við málmhring, sem var að miðj- búnaður var sniðugur, hugsaði hún með sér. Barbara hafði keypt þessar bjöllui' „fyrir húsið“. Alison lagði á borð fyrir tvo í sólskýlinu, sem Luke hafði látið gera bak við húsið. Ef til vill hafði það ekki verið hyggilegt af henni að setjast að í húsi, sem byggt var fyrir aðra konu, því þótt persónulegir hlutir Barböru væru farnir og húsið lagfært að nýju, þá var eins og andi hennar væri allsstaðar, ekki aðeins í bjöllunum, sem stöðugt hljóm- uðu, ef einhver umgangur var. Klukkuna vantaði kortér í fimm, þegar Valerie kom heim; Derek Farley fylgdi henni að hliðinu. Alison, sem sá til þeirra, hugsaði með sér: — Það verða alltaf einhverjir til að fylgja Val heim, fi-á unglingaskólanum, menntaskólanum, dansleikjunum. Því Valerie, sem kom þarna hlaupandi, í rauðköflóttum lér- eftskjól og rauðum skólajakka, hafði engin vandamál í sambandi við bólur, offitu eða annað sem unglingar þurfa oft að berjast við. Hún var hávaxin, hafði fall- egar hreyfingar og dökkt, fallegt yfirlit, eins og faðir hennar. Hún var allaf efst í sínum bekk, og var ákveðin í því að verða lækn- ir. Val kom inn í anddyrið, fleygði jakkanum og hattinum á stól og ýfði upp í hárinu. — Er teið til- búið, eða hefi ég tíma til að fara í þægilegri föt? spurði hún. — Eftir tíu mínútur, sagði AIi- son. Úr eldhúsdyrunum horfði Val á stjúpu sína skera næfurþunn- ar brauðsneiðar. — Fékkstu efni í kjólinn? — Já, það er í dagstofunni. Farðu og skoðaðu það. — Það er fínt, Valerie var komin í gættina eftir andartak. Svo hljóp hún blístrandi upp á loft, til að fara í stuttbuxur og peysu. Alison heyrði hana koma aftur niður stigann og nema staðar á leiðinni. Á veggnum við stigapallinn hékk gömul klukka, í þungrnn eikarkassa. Hún var eins og gólf- klukka, sem hefir verið söguð í sundur í miðjunni. Eftir smá- stund myndi hún slá fimm dimm slög. Val myndi hlusta, telja slög- in, — og ímynd Barböru tæki á sig mynd, í líkamsstærð, já jafn- vel stærri. Barbara hafði mikið dálæti á þessarri klukku, hún hafði erft hana eftir afa sinn, og farið með hana til allra úrsmiða í bænum, þangað til hún fann einn sem gat gert við hana. Og svo hafði Barbara komið heim með klukkrma, glöð og hlæjandi, eins og barn, og minnzt þeirra tíma, þegar afi hennar var á lífi. Alison hafði heyrt þessa sögu, oft og mörgum sinnum, bæði frá Luke og Val. Og hún greip sjálfa sig í því að telja slögin, eins og Barbara hafði gert. Klukkan sló. Andartaki síðar hljóp Val niður þrepin, sem eftir um strengnum. Þessi einfaldi út- voru. Hún snerti strenginn með bjöllunum til að heyra hljóminn. Húsið fylltist af hljóðum, sem tilheyrðu móður hennar, hugsaði Alison, — hversvegna kvelur þetta mig svona mikið? Luke kom seint heim frá vinnu. Hann kom með líf og birtu, faðm- aði Alison og kyssti hana. Hún lokaði augunum, og óskaði þess að hún gæti líka lokað eyrun- um til að heyra ekki bjölluhljóm- inn. — Hvernig hefur þér liðið í dag, vinur minn? spurði hún. •— Vel, sagði hann og dæsti ánægjulega. — Ég er með nokkra verðmæta samninga í töskunni. Eigum við ekki að koma út í kvöld og halda upp á það? Hún horfði hugsandi á hann, svo hristi hún höfuðið. — Við skulum halda upp á það hér heima, þú ert þreyttur, Lúke. — Allt í lagi, ég er með kampa- vínsflösku í bílnum. Hvað áttu til að borða? — Eitthvað gott og svalandi. Val kom niður stigann og hall- aði sér yfir handriðið. — Pabbi, getum við ekki lát- ið gera sundlaug í garðinum? — Við gætum kannski gert það sjálf, sagði Luke og stakk timg- unni út í kinnina. — Því ekki það. Pabbi Súz- önnu er að búa til sundlaug. — Pabbi Súzönnu á líka geysi- stóran garð, sagði hann góðlát- lega. — Hvað viltu að ég geri? Byrji strax á því að rífa upp trén og rósarunnana? — Ó, nei! sagði Val, skelfingu lostin. — Mamma plantaði þess- um rósarunnum, gulu rósunum fyrir mig, þegar ég varð fimm ára, og rauðu rósunum, þegar þú varðst meðeigandi í fyrhtækinu. Bleiku rósunum plantaði hún, þegar hún vann tíu pundin. Manstu það ekki? Mundu, mundu! Alison hafði heyrt sögu rósarunnanna svo oft að hún kunni hana utan að. Þetta var auðvitað og eðlilegt, þegar þess var minnst að Barbara hafði búið þarna með Luke og Val í tólf ár. Hún hlýtur að hafa verið dásamleg vera, hugsaði Alison, svo glaðlynd og kát, og hug- myndarík. Andi sem var nær- staddur við hljóminn í bjöllun- um, klukkusláttinn og heyrði til blómhnöppunum á rósarunnun- um, og allt gerði þetta það að verkum að mér finnst ég ekki vera húsmóðir á mínu eigin heimili, hugsaði Alison. Það var hlægilegt að finna það að hendur hennar skulfu. — Svo voru það helgisiðirnir með lamp- ann, hugsaði hún, — ég skil það ekki ennþá. Skyldi ég nokkurn tíma skilja það? Val fór til Súzönnu eftir teið. Ég er heppin, hugsaði Alison — að eiga stjúpdóttur sem þykir vænt um mig. Framhald á bls. 32. 47. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.