Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 9
Loksins hillir undir þá langþráðu stund, er Akureyringar geta sezt við sjónvarpstækin sín og séð eitthvað annað en stillimyndina. Stefnt er að því, að sjónvarpið nái til Norð- urlands fyrir jól, og sérstök dagskrá er þeg- ar tilbúin til að fagna þeim degi. Hún er að sjálfsögðu helguð Akureyri og Norður- landi. „Vor Akureyri" nefnist skemmtiþáttur með hinni vinsælu hljómsveit Ingimars Ey- dal, og stjórnaði Andrés Indriðason upptöku hans. Þátturinn er tekinn á ýmsum stöðum á Akureyri, Ráðhústorginu til dæmis og víð- ar. Þetta er í fyrsta skipti, sem sjónvarpið tekur skemmtiþátt eingöngu á kvikmynda- filmu, en eklci á myndsegulband í stúdíói eins og oftast hefur verið. Hljómsveit Ingimars Eydal er þegar orðin kunn sj ónvarpsnotendum hér sunnanlands af mörgum góðum þáttum, sem hún hefur flutt. En nú gefst heimamönnum loksins tækifæri til að sjá sína ágætu hljómsveit á skermin- um. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur í hin- um nýja þætti sínum vinsæl dægurlög, bæði gömul og ný, og söngvarar eru sem fyrr Þor- valdur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir. Textinn við inngangslag þáttarins er gerður af Kristjáni frá Djúpalæk og hendir hann góðlátlegt gaman að höfuðstað Norðurlands og íbúum hans. Fyrsta erindið er þannig: Vor Akureyri er öðrum meiri með útgerð, dráttarbraut og Sjallans paradís. Við höfum Lindu, við höfum KEA og heilsudrykkinn Thule, Amaro og SÍS. Þá hefur sjónvarpið látið gera þrjá aðra þætti um Akureyri, sem teknir voru undir stjórn Magnúsar Bjarnfreðssonar. Sá fyrsti er yfirlitsþáttur um bæinn, og verður hann væntanlega fluttur kvöldið, sem sjónvarpið sést fyrir norðan. Annar þátturinn mun fjalla um skáldahúsin þrjú, Nonnahúsið, hús Matt- híasar Jocumssonar og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Þriðji þátturinn verður um iðnaðinn á Akureyri. Einnig er líklegt, að Stundin okkar flytji efni frá Akureyri, og sitthvað fleira verður ugglaust á boðstólum til þess að gera Norð- lendingum fyrsta sjónvarpskvöldið sem ánægjulegast. ☆ Kvikmyndatökumaðurinn liggur í grasinu og tekur atriði, sem fer fram rétt við flugvöllinn á Akur- eyri. (Ljósmyndir: A. I.). Helena Eyjólfs- dóttir hvílir sig á milli atriða. Þorvaldur og Helena syngja hið vinsæla, danska lag „Lille sommerfugl“. Þótt þau standi við fuglabúr má ekki halda, að þau viti ekki, að sommerfugl þýðir fiörildi á dönsku. 47. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.