Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 22
FJORDI HLUTf
Onassis sneri sér fIjótlega aftur
að viðskiptalífinu, og hann tók Tinu
með sér til Evrópu, síðast á árinu.
Þegar þau komu úr þeirri ferð voru
þau mikið með Stavros Niarchos
skipaeiganda. Þeir höfðu mörg sam-
eiginleg áhugamál, og svo æxlað-
ist það þannig til að systir Tinu,
Eugenie varð hrifin af vini mágs
síns. Tina var mjög ánægð með það.
„Pabbi" Livanos sagði ekkert en
Onassis virtist mjög ánægður með
þetta samband. Samt fór það ein-
hvern veginn þannig að Niarchos
hafði Onassis grunaðan um að spilla
fyrir því að hann fengi stúlkuna.
Síðar meir, þegar báðir þessir
skipaeigendur voru orðnir heims-
frægir menn, var fólk oft undrandi
yfir óvild, sem ríkti milli þeirra, en
það eina sem fréttist um það, var
að þessi óvild byrjaði einmitt um
það leyti, sem Niarchos var að biðla
til Eugenie. Niarchos hélt að Onass-
is vildi ekki fá sig fyrir svila. Syst-
urnar urðu aldrei varar við neitt, og
síðast á árinu 1947 kvæntist Niar-
chos Eugenie Livanos. Um það leyti
hafði Tina öðrum hnöppum að
hneppa. 30. apríl árið 1948 eign-
aðist hún soninn Alexander, á fæð-
ingadeild i New York.
Nokkru síðar hitti Onassis tvær
manneskjur, sem síðar meir áttu
eftir að hafa mikil áhrif á líf hans.
Annar var Paul Getty. Onassis hafði,
þegar fundum þeirra bar saman,
flutt olíu landa á milli fyrir Getty
í mörg ár, en þeir minntust ekki á
viðskipti, þegar þeir hittust. Þeim
varð fljótt vel til vina. Og aðdáun
Onassis á Getty óx með árunum,
ekki vegna þess að auðæfi Gettys
urðu æ meiri, heldur vegna þess að
Onassis leit upp til Gettys, sagði
hann vera ótrúlega fróðan mann,
engu líkara en að hann væri mann-
legt lexikon. Onassis dáði aldrei
menn sem voru ríkari en hann, þeim
fækkaði reyndar óðum, en vinir
hans höfðu grun um að hann jafn-
vel öfundaði þá sem betur voru að
sér.
Hin manneskjan var Greta Garbo,
og hann minnti hana á það, þegar
þau voru nábúar í New York.
— Þér voruð vanar að lúta höfði
og líta ekki ó nokkurn mann, sagði
hann við hana. — Ég held að þér
hafið aldrei tekið eftir mér. En þótt
Greta Garbo væri þóttafull, var hún
þó eftirtektarsöm, og hún skjallaði
Onassis með því að segja að hún
hefði alltaf veitt honum athygli. Þau
urðu góðir vinir, og hann bauð
henni til hallarinnar, sem hann var
nýbúinn að kaupa, Chateau de la
Cros við Miðjarðarhafið. Þegar þau
voru á löngum gönguferðum um
eignina komst Onassis að því að
Greta var ekki síður hrifin af Hell-
as og hafinu en hann sjálfur. Þau
komust að því að þau voru fædd
með fárra daga millibili og ýmis-
legt annað, sem þau áttu sameigin-
legt. Onassis naut þess að sjá þessa
leyndardómsfullu konu leysa frá
skjóðunni, og vera eins og heima-
manneskja á heimili hans. Hún söng
sænskar þjóðvísur, dansaði og synti,
eins og hitt fólkið, en skyndilega
gat hún breytt algerlega um, orðið
leyndardómsfull og innilokuð.
Þegar hinn ungi Aristo Onassis
yfirgaf Hellas, til að ryðja sér braut
í annarri heimsálfu, hafði hann
staðið við borðstokkinn á skipinu
og horft með hrifningu í land til
Monte Carlo, en þegar hann sneri
aftur, árið 1952, var þessi bær svip-
ur hjá sjón. Tvær heimsstyrjaldir og
allt það los, sem fylgdi í kjölfar
þeirra, hafði fyrirgert skemmtana-
lífi aðalsins og auðmannanna.
Prinsinn af Monaco, afkomandi
Grimaldiættarinnar, sem hafði ráð-
ið ríkjum þar í sjö hundruð ár, var
ekki alltof vel settur. Vegna þess
að Monte Carlo var ekki lengur
megnug þess að draga að sér
skemmtiferðafólk, hafði prinsinn
Rainier III, sem var greindur, en
frekar hlédrægur piparsveinn, ekki
möguleika á því að koma fótum
undir þetta litla ríki sitt. En Onass-
is, sem sá að þarna voru miklir
möguleikar fyrir hendi, fór að hugsa
sitt. Hann sá í anda Monte Carlo
vakna af Þyrnirósusvefni, og til
þess að það gæti orðið þurfti að
stækka höfnina, svo hún gæti rúm-
að stóru farþegaskipin, eins og
Queen Mary, og draga þannig að
sér ferðastraum, alls staðar að úr
heiminum. Við Miðjarðarhafið var
engin höfn sem hæfði slíkum skip-
um, verzlunarhafnirnar, sem voru
nógu stórar voru fullar af kolareyk
og olíustybbu. Onassis sá í hugan-
um glæsileg risaskip og lystisnekkj-
ur, þar sem farþegarnir gætu farið
í land og skroppið, jafnvel til Par-
ísar, Lundúna og Rómaborgar. Hann
var fljótur að reikna það út að þótt
ferðamenn notuðu ekki nema 25
dollara á dag, var hægt að reikna
með 50.000 dollara ógóða daglega.
Um leið gerði hann sér Ijóst að
breytingar á höfninni og annar að-
búnaður myndi kosta að minnsta
kosti 30 milljónir dollara, en On-
Þessi mynd var tekin áður en On-
assis fór frá Monte Carlo. „Christ-
ina" er stærsta skipið.
assis var ekki hræddur við að heyra
slíkar upphæðir nefndar.
Fyrst keypti Onassis gamla
„Sportklúbbinn" við Avenue d'
Ostende, og þar hafði hann aðset-
ursstað sinn í Evrópu. Þetta var
þokkaleg bygging með útsýni yfir
höfnina, og þegar fyrirtækin sem
átti flest hótelin, skemmtigarða og
spilabanka í Monte Carlo voru ekk-
ert fyrir það að hleypa ókunnugum
inn hjá sér, þá keypti hann hluta-
bréf í þessum fyrirtækjum, gegn-
um kauphöllina í París. Þannig fór
hann að því að ná yfirhöndinni í
þeim fyrirtækjum, sem hann kærði
sig um, svo það leið ekki á löngu
þar til allar dyr opnuðust fyrir hon-
um.
Onassis hafði mjög gaman af
þessari kaupsýslu, og hann var bú-
inn að koma sér vel fyrir, þegar
hann fékk boð frá prinsinum. Hon-
um fannst það forvitnilegt að kynn-
ast Rainier fursta og það sama var
að segja um prinsinn, sem á einn
hátt var orðinn meðeigandi Onass-
is í flestum fyrirtækjum, sem ein-
hvers voru virði.
Samfundir þeirra fóru mjög vel
fram. Þeir virtust kunna mjög vel
hvor við annan, strax við fyrstu
sýn. Þeir töluðu um Rivieruna, fagr-
ar konur og lystisnekkjur og loks-
ins leiddu þeir talið að peninga-
málunum. Þeir voru sammála um
að taka saman höndum til að reisa
Monte Carlo við. Síðar, ef einhver
spurði Onassis um það hvort hann
væri orðinn vinur furstans, svaraði
hann stuttaralega: — Ég þekki prins-
inn. En maður verður ekki vinur
konungborins fólks með því einu
að segjast vera vinur þess. Slíkt
Onassis með Mariu Callas og fyrr-
verandi eiginmanni hennar.
fólk verður sjálft að segja til um
það.
Rainier prins hlustaði með
ánægju á ráðleggingar „gullna
Grikkjans". Og þegar Onassis stakk
upp á að hann setti peninga í það
að byggja upp þetta litla rfki, við-
urkenndi Rainier að forstjóri spila-
bankans væri að reyna að fá millj-
ón dollara lán hjá frönskum bönk-
um til þess, þá sagði Onassis: —
Þess er ekki þörf. Ég legg fram
þessa milljón.
Þetta Monte Carlo ævintýri
breytti tilveru Onassis. Hann var
ekki lengur einkapersóna. Upplýs-
ingabækurnar „Hver er maðurinn"
um allan heim gáfu upplýsingar um
hann. Onassis varð heimsfrægur, og
fékk viðurnefnið „Maðurinn sem
keypti spilabankann f Monte Carlo",
og það nafn festist lengi við hann.
22 VTTCAN 47- tbl