Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 39
og átti ást þeirra beggja. Það var ekki laust við að Alison fyndi til meðaumkunar. Val hafði sagt henni að móðir henn- ar hefði keypt bjöllurnar nokkru áður en hún dó. Hún hafði teið tilbúið, þegar Val kom heim. — Ef það verður heitara þá dey ég, sagði Val. — Mig lang- ar ekki í te. — Ég bjó til ís, sagði Alison, og ég setti stól undir tréð. Þar er mestur skuggi. Hún horfði á stjúpdóttur sína, hún var ör- ugglega ein af þeim sem vissi hvert hún ætlaði og sennilega kæmist hún heilu og höldnu upp í efsta stigaþrepið. — Val, sagði hún. — Mér þykir leiðinlegt að ég skyldi taka rósirnar hennar mömmu þinnar. — Ó, það er allt í lagi, taut- aði Val klaufalega. — Henni þótti sérstaklega gaman að hafa gula rós í lampakúlunni, og, ja — sjáðu til, ég vil ekki að hún haldi að við gleymum henni. — Auðvitað ekki, sagði Ali- son. Val tók pésa, sem lá á eld- húsborðinu. — Hvað er þetta. „Hvernig á að gera garðtjarn- ir“? — Mér datt þetta bara í hug, sagði Alison, og hugsaði með sér að nú væri bezt að fara var- lega. — Mig hefir alltaf lang- að til að hafa svona tjörn, og hún færi vel í horninu við lilju- runnana, ef við settum í hana fallega steina. — Já og fiska og blóm, sagði Val, sem var orðin spennt á svipinn. — Það væri miklu skemmtilegra en að eyða svæði undir sundlaug, sem aldrei yrði stærri en pollur. Getum við ekki haft gosbrunn? Ég skal svei mér hjálpa til að grafa. Já við getum vel haft gosbrunn! Já, við getum, öll þrjú, við tökum ekkert frá Barböru fyrir því, hugsaði Alison með sér, — og hún tekur ekkert frá mér! Þegar Luke kom heim, var hann þreytulegur. Alison tók á móti honum í anddyrinu, vafði örmum inn háls hans og kyssti hann, og hún sá að þreytusvip- urinn hvarf. Val heyrði hann koma og hún þaut niður stigann. — Pabbi, við ætlum að búa til garðtjörn, þú veizt, — með steinum og gos- brunni! Ég ætla að hjálpa til við að grafa. Er það ekki stór- kostlegt? Luke leit út eins og hann hefði orðið fyrir sprengjuregni. Alison horfði á Val og sagði: — Hvernig væri að gefa honum að borða, áður en við ráðumst á hann? Ég er með sérstaklega góðan mat, svo það ætti að mýkja hann vel Svo skaltu þjarma að honum. Val hTó, greip pésana, sem lágu á borðinu og hljóp út í garðinn. •» -vs-*- - Luke horfði á konu sína og sagði, áður en hann kyssti hana: — Ég elska þig Alison, ég elska þig mjög, mjög mikið . . ☆ Onassis Framhald af bls. 23 leyfi til að skjóta hval fyrir útlend hvalveiðifélög. Einn þessara manna var Lars Andersen, meistaraskyttan, sem var búinn að eiga í erjum við ríkisstjórn Noregs síðan árið 1945, og var argentínskur ríkisborgari. Hann var fluttur heim til fæðingarstaðar síns, Sandefjord í Noregi. Onassis varð æðislega reiður. Hann fór yfir kærurnar, lið fyrir lið, og hélt því fram að þetta væri róg- burður. Hann hélt því líka fram að Norðmenn hefðu sjálfir selt lýsi undir umsömdu lágmarksverði. Onassis, sem líka hafði lent ( alls konar vandræðum með þennan hvalveiðiflota sinn, var búinn að fá nóg. Hann seldi Japönum flotann fyrir það mikið verð að hann fékk tvær og hálfa milljón dollara meira en hann hafði búizt við. Þar með endaði hvalveiðaævintýri Onassis. Nú fóru líka í hönd erfiðir tímar fyrir hvalveiðiútgerðina, og einn af samstarfsmönnum Onassis sagði síð- ar að Onassis hefði fundið það á sér, eins og venjulega , En norska hvalveiðasambandið lét ekki þar við sitja. Aður en On- assis náði því að afhenda flotann til Japana, lögðu þeir hald á bræðsluskipið „Olympic Challenge", og kröfðust 665.000 dollara skaða- bóta fyrir ólöglegar hvalveiðar. Onassis kom með reikning upp á 3 milljónir dollara í skaða- bætur fyrir löghaldið og tapið sem af því hlauzt, og lagði löghald á bræðsluskipið „Kosmos", sem And- ers Jahre var eigandi að. Eftir mik- inn málarekstur komu lögfræðingar sér saman um að lækka norsku kröfuna niður í 420.000 dollara, og mótkröfu Onassis niður í 65.000 dollara. Skipin voru bæði látin laus, og þar með var málið úr sögunni. Dag nokkurn kom hópur kvik- myndatökumanna frá Hollywood, til að taka kvikmynd í Monte Carlo. Aðalhlutverkin léku Gary Grant og hin fagra Grace Kelly. Tina þekkti Grant frá fyrri tíð og bauð honum ásamt leikkonunni til hádegisverð- ar. Ari var utan við sig, þegar hann kom inn og sagði við Grace Kelly: — Vinnið þér eitthvað við kvik- myndir? Tina kippti í hann og sagði á grísku: — Láttu ekki svona kjána- lega, hún er fræg leikkona. Næsta sinn, sem Grace Kelly kom til Suð- ur-Frakklands, og þá til að taka þátt í kvikmyndahátiðinni í Cannes, kom hún aftur við í Monte Carlo. Af- leiðingar þeirrar heimsóknar eru kunnari en frá þurfi að segja. — Blaðaljósmyndari frá Paris Match spurði Rainier fursta hvort Grace Kelly gæti ekki fengið að skoða höllina. Furstinn sagði það vera vel- komið og bauðst til að sýna hana sjálfur. Þetta voru fyrstu kynni furst- ans og hinnar fögru leikkonu, og áður en árið 1955 var liðið, hafði Rainier fursti beðið um hönd henn- ar. Fram að þessu hafði allt verið með friði milli furstans og Onassis, eftir því sem þeir segja sjálfir, en í viðtali við ameríska vikublaðið Look, gagnrýndi furstinn Onassis. Onassis svaraði um hæl og spurði blaðamanninn hvort ungi maðurinn hefði nú talað af sér aftur. Rainier hafði m. a. sagt að Monte Carlo væri farin að minna æ meir á „Monte Greco". Það hafði verið nokkur mein- ingamunur milli starfsmanna furst- ans og Onassis um uppbyggingu Monte Carlo, en fólk, sem þóttist vita betur sagði, að lystisnekkjan „Christina" færi í taugarnar á furst- anum, snekkja furstans „Deo Juv- ante" var frekar Ktil, samanborið við hina glæsilegu „Christina". Svo fundu blöðin það út að aðrar or- sakir væru líka til kuldans, sem ríkti á milli þessara tveggja fjöl- skyldna: þegar kvikmyndastjarnan yrði prinsessa, yrði Tina ekki leng- ur fyrsta dama Monte Carlo. En Onassis gaf Grace Kelly dem- antsarmband og höfuðdjásn með rúbínum og demöntum, og tank- skipið „Olympic Maritim" í brúðar- gjöf. Höfuðdjásnið sendi hann nafnlaust. — Grace er dásamleg stúlka, sagði Onassis við rithöfund- inn Art Buchwald. — Og furstinn hefur verið einmana fram að þessu. Hann hefur búið einn í höll sinni, eingöngu með þjónustufólki. Þegar klukkurnar hringdu til brúðkaups i Monaco, var innan um allan hinn skrautlega klædda skara einn maður sem var í venjulegum kvöldklæðnaði, án heiðursmerkja, og það var Ari Onassis. I byrjun ársins 1957 var Onassis í nokkra daga í húsi sínu í Aþenu. Þá var hann boðinn til hádegis- verðar með forsætisráðherranum Constantin Karamanlis. Landið þarfnaðist f járhagslegrar aðstoðar og forsætisráðherrann vildi reyna hvort hinir auðugu Grikkir, sem bjuggu erlendis, gætu ekki lagt eitthvað af mörkum. Áður en þeir höfðu lokið við annan réttinn, sagði forsætisráðherrann blátt áfram: — Gætuð þér ekki hugsað yður að yfirtaka TAE, gríska flugfélagið? Onassis, sem hafði mikið notað flugvélar til ferðalaga, hafði aldrei dottið ! hug að eignast flugvélar. 47. tbi- VTKAN S!)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.