Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 25
EFTIR
HUNTER DAVIES
NIÐURLAG
EINKARÉTTUR Á ISLANDI VIKAN
„En aðdáendaskarinn var um tíma orðinn hrein-
asta plága,“ segir Elsie. „Hamagangurinn var að verða
með öllu óþolandi. En nú er þetta miklu betra. Samt eiga
strákarnir enn í erfiðleikum vegna hinna ótrúlegu vin-
sælda þeirra. Eg hef séð Ringo sitja hér inni og bíða,
þar til dimmt yrði. Hann þorði ekki að fara út fyrir
hússins dyr meðan bjart var. Eg sá á svip hans, að
honum leið fjarska illa. En það verður eklci á allt
kosið í veröldinni, eða hvað?
Hér fáum við sem betur fer að vera í friði nú orðið.
Hér er kyrrlátt. Eg er því mjög mótfallin að láta á
mér bera. Þessir eilífu blaðasnápar fóru í taugarnar á
mér, og ég átti stundum bágt með að þola hnýsni og
frekju bláókunnugs fólks.“
Foreldrum allra Bítlanna er í nöp við blaðamenn,
jafnvel hr. og frú Harrison. Blaðamenn fá aldrei að
eiga viðtöl við þá. Ummæli þeirra hafa oft verið rang-
túlkuð og liafa orðið sonum þeirra til ills eins.
„Mér finnst þetta allt hafa verið mjög óraunverulegt,“
segir Elsie. „Síðustu fimrn árin hafa sannarlega verið
ævintýri likust. Bítlarnir hafa náð eins langt og liægt
er . En hvað verður um þá í framtíðinni? Eg hef enn
áhvggjur af Ringo. Eg hef áhyggjur af heilsu hans,
eftir allt það sem hann hefur þurft að ganga í gegnum.
Ég veit, að liann er nú fullorðinn maður, kvæntur og á
sín eigin börn. Samt. hef ég áhyggjur af honum.“
Sautjándi lcajli
BÍTLARNIR NÚ Á DÖGUM
'A' Jolin.
Áður en Jolm skildi við konu sína, Cyntiu, síðastlið-
ið sumar, bjó hann í stóru einbýlishúsi i Weybridge í
Surrey. Það kostaði 20 þúsund pund, og liann eyddi öðru
eins með því að breyta því og lagfæra eftir sínu höfði.
Hann viðurkennir, að hann hafi eytt alltof miklu í hús-
ið sitt, og líklega muni hann ekki geta selt það aftur
nema fyrir hálfvirði. Þau höfðu sérstakan garðyrkju-
mann, vinnukonu, sem hét Dot, og bílstjóra, sem hét
Anthony.
I þessu stóra og dýra húsi var hver stássstofan inn
af annarri. Allar voru þær bjartar og búnar dýrum hús-
gögnum; verkuðu eins og nýjar og ónotaðar, enda voru
þær sýnilega notaðar sem eins konar gangar, sem menn
gengu í gegnum, þegar farið var inn í húsið eða út úr
því. Fjölskyldan hélt til í lítilli stofu innst. Einn vegg-
ur hennar var allur úr gleri og vissi út í garðinn. John,
fyrrverandi kona hans, Cyntia, og sonur þeirra, Julian,
voru nær alltaf í þessari stofu eða eldhúsinu. Allur lúx-
usinn umhverfis þau virtist vera þeim óviðkomandi.
Cyntia eldaði matinn sjálf, en öðru hverju hitaði Jolm
te handa þeim á kvöldin. Einnig gætti hún Jidians
47. tbi. VIKAN 25