Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 47
MÓDELSAMTÖKIN VIKAN OG HEIMILIÐ telur víst, að lesendur hafi áhuga á að sjá það fólk, sem hefur það að atvinnu á íslandi, að sitja fyrir við ljósmyndatökur og sýna föt fyrir tízkuverzlanirnar. Ekki er nú þjóðfélagið orðið það stórt, að þetta fólk geti lifað af þessu eingöngu, langt frá því, en það hefur þó stofnað með sér samtök til að gæta hagsmuna sinna og auðveida um leið viðskiptamönn- unum að ná sambandi við rétta aðila við slík tækifæri. Áður þurfti til dæmis kaupmaður, sem hugsaði sér að fá stúlku til að sýna eða sitja fyrir til að auglýsa vöru sýna, að leggja hugann í bleyti og finna stúlku með heppilegt útlit fyrir það, sem þarna var um að ræða. Síðan kom að því, að ná sambandi við stúlkuna, sem þá stundum var hætt þessu starfi, var upptekin þá stund- ina, sem um var að ræða eða jafnvel fjarverandi á ferðalagi eða í starfi er- lendis. Hófst þá leitin á nýjan leik með allri þessari fyrirhöfn. en nú horfir þetta öðruvísi við. Formaður samtakanna, sem er Pálína Jónmundsdóttir, annast nú alla milligöngu, bæði sýningarfólkinu og viðskiptavinunum til mik- illa hagsbóta. Félagið hefur sett lágmarkstexta fyrir ýmis verk, sem mér fannst nú sízt of hár, þegar tekið er tillit til alls þess undirbúnings, sem þarf fyrir svona starf, hárgreiðslu og snyrtingu, æfingar, ferðir fram og aftur og þvílíkt, auk kunnáttunnar, auðvitað. þar í'leira komið til en áður er upptalið, t. d. sambönd við aðra sambærilega aðila erlendis. lJað hefur t. d. komiö til orða, að Eileen Ford, sem stendur fyrir einhverju þekktasta tízkusýningar- og fyrirsætuumboði í Bandaríkjun- um, komi hingað í vor. Það hefur vakið athygli hennar, að óvenjulega marg- ar stúlkur frá þetta fámennri þjóð eins og Islendingar eru, hafa komizt mjög langt í tízkuheiminum, og langar hana til að litast hér um og þá e. t. v. velja einhverjar stúlkur, sem henni sýndist hafa útlit og hæfileika til frekari starfa á þessum vettvangi. Þær stúlkur þyrftu ekki endilega að vera með- limir Módelsamtakanna, en þau samtök mundu sjálfsagt hafa þarna alla milli- göngu. Eileen Ford þekkir þar að auki íslenzkar sýningarstúlkur af eigin raun og vita sjálfsagt margir, að það er einmitt á hennar vegum, sem María Guð- mundsdóttir starfar núna. Módelsamtökin þekkja líka vel til góðra skóla í þessum efnum erlendis. Pálína Jónmundsdóttir var t. d. á hinum þekkta skóla Lucy Clayton í Ijondon, en auk kennslugreina, sem beinlínis snerta starfið, svo sem að hrevfa sig og snyrta o. s. frv., er þar lögð mikil áherzla á ýmsar greinar, sem óbeint koma starfinu við, svo sem almennar umgengnisvenjur og háttvísa framkomu við allar kringumstæður, sömuleiðis listasögu, því að eins og allir vita, eru fötin nátengd tíðarandanum og um leið sögunni. Pálína lærði þar að auki snyrt- ingu í ca. 2 mánuði hjá fyrirtækinu Helena Rubenstein, því að þótt sú grein sé kennd á tízkuskólum, getur sýningarstúlka aldrei vitað of mikið um snyrt- ingu, þarf að geta framkallað réttan blæ viðeigandi þeim fötum, sem hún ber, og svo þarf hún líka að kunna að fara rétt með það útlit, sem skaparinn hefur úthlutað henni. Það væri t. d. ekki gott að nota röng krem á húðina og verða þannig hrukkótt á fáum árum, svo að nokkuð sé nefnt. kynna lesendum VIKUNNAR. Hún var fyrst hér á Tízkuskólanum og síðar , 1 m Ekki gátu allir félagsmenn verið viðstaddir, þegar þessi mynd var tekin, en þegar þau á myndinni hafa verið kynnt, tel ég nöfn þeirra, sem fjarverandi eru. í fremri röð eru þessi talin frá vinstri: 1. RAGNIIEIÐUR PÉTURSDÓTTIR, sem töluvert hefur sýnt hér undanfarið, en hefur lært í Tízkuskóla Andreu. í vor er hún á förum til London, þar sem hún hyggst stunda nám við Lucy Clayton skólann, en sem stendur vinn- ur hún sem afgreiðslustúlka í lyfjabúð. 2. SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR hefur sýnt á vegum Módelsamtakanna, en starfar við skrifstofustörf hér 1 Reykjavík. 3. SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR er útskrifuð úr Tízkuskólanum og hefur sýnt og verið ljósmyndafyrirsæta gegnum Módelsamtökin. Hún er gift í Reykjavík. 4. IIENNY IIERMANNSDÓTTIR er danskennari og kynnti sér ýmislegt varð- andi starf sýningarstúlkna við tízkuskóla í Danmörku, þar sem hún var við danskennaranám. Hún hefur sýnt bæði í Danmörku og á íslandi. 5. IIELGA VALSDÓTTIR lærði í Tízkuskóla Andreu og hefur sýnt hér. Hún er húsfreyja í Reykjavík. 6. ÖRN VALSSON er danskennari og hefur verið eftirsóttur í sambandi við tízkusýningar í mörg ár. í aftari röð eru þessar: 7. GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR lærði í Tízkuskólanum, er húsmóðir og hef- ur sýnt hér í Reykjavík, einnig eftirsótt ljósmyndafyrirsæta. 8. ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR lauk prófi frá London School of Charm, þeirri deild, sem útskrifar sýningarstúlkur, en sá skóli hefur líka deild fyrir þær, sem aðeins hugsa til þess, að bæta framkomu sína í einkalífinu. Hún hefur sýnt hér, en er þar að auki bæði húsmóðir og skrifstofustúlka. 9. PÁLÍNA JÓNMUNDSDÓTTIR, formaður samtakanna, sem varla þarf að Svona samtök eru þessu fólki hentug eins og öðrum starfshópum og getur kennari við hann. Erlendis lærði hún á skóla Lucy Clayton og sýndi síðan víða um heim á vegum frægra tízkuhúsa. 10. UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR, danskennari, var hér á Tízkuskólanum og á Mannequinskolen í Kaupmapnahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda tízku- sýninga í Reykjavík. 11. IIELGA MÖLLER, danskennari, kynnti sér starfið við tízkuskóla í Kaup- mannahöfn og hefur sýnt þar og hér í Reykjavík og munu margir sjónvarps- notendur kannast vel við hana, en þar hefur hún sýnt bæði dans og komið fram í auglýsingurn. Þeir sem ekki eru með á myndinni eru þessi: 12. ÖRN IIAUKSSON, en hann er annar af þeim tveimur karlmönnum, sem eru meðlimir Módelsamtakanna. Hann hefur oft sýnt hér í Reykjavík. 13. BERGLJÓT IIALLDÓRSDÓTTIR var á Modeling School Lisu Forette í Bandaríkjunum og hefur sýnt þar á vegum Patrica Stevens og í sjónvarpinu þar í landi. Hún vinnur núna á rannsóknarstofu Landspítalans og hefur tekið þátt í sýningum Módelsamtakanna. 14. EDDA ÓLAFSDÓTTIR lærði í Tízkuskólanum og hefur sýnt hér í mörg ár, en er annars húsmóðir. 15. SIF IIULD lærði í Danmörku og hefur sýnt þar oft, en er húsmóðir hér. 16. RANNVEIG ÓLAFSDÓTTIR lærði í Tízkuskólanum, er danskennari og hefur oft sýnt hér í Reykjavík. Fleiri hafa verið í samtökunum, en hafa hætt vegna anna eða af öðrum ástæð- um. Það er skemmtilegt fyrir VIKUNA að birta þessa mynd, því að flestar af þeim stúlkum, sem unnið hafa við tízkusýningar og sem ljósmyndafyrirsætur, bæði hér og erlendis við góðan orðstír hafa komið fyrst fram á vegum VIK- UNNAR. -jír 47. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.