Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 45
r~------------------------------------------------------n Séra Friðrik Frfðriksson SALMAR-KVÆDI SÖNGVAR Fyrsta raunverulega Ijóðasafn sem gefið hef- ir verið út eftir séra Frið- rik. — Formáli eftir séra Sigurjón Guðjónsson. Fæst hjá bóksölum. Verð krónur 350.00. BÖKAGERÐIN LILJA V_______________________________________________________) frammi í stafni. Lenny hreyfði sig ekki og leit ekki við. Tunglið spegl- aðist í sundinu sem við lágum’ó, silfrið dansaði í óhreinu vatninu, sem hafði lifnað við tilkomu báts- ins okkar. Spurningarnar voru til, en ósagð- ar og hraðbóturinn þagnaði. Nú var þögnin alger, ekkert heyrðist nema hl jóðið í stórri farþegaþotu, sem klauf himininn fró austri til vesturs og þegar þotan hljóðnaði, lifnaði hraðbóturinn við aftur. Vélin gekk hægt, hljóðið var fjarlægt í fyrstu, kom svo nær og nær — svo fór leitarljós eins og fingur yfir mar- hálmsgerðið. Okkur varð illt við, þv[ okkur fannst við vera nakin og varnarlaus fyrir þessu Ijósi; þó vissi ég að við vorum ósýnileg og þangað til Mon- tez fyndi sér leið inn í sundið okk- ar værum við jafn örugg hér og margar mílur í burtu. Hann fór framhjá okkur, svo hægði mótorinn alveg ó sér. Nú gekk hann í hægagangi. — Camber! Hann hafði slökkt leitarljósið og það hve rödd hans var nærri í myrkrinu var ógnvekjandi. Ég brá fingri á vör. Lenny sneri höfðinu hægt og leit ó mig. Ég snerti aftur varirnar og hristi höfuðið. — Camber! hrópaði hann. — Þú heyrir til mín! Hlustaðu nú! Polly starði líka ó mig, stóreyg. Ég kreisti fram bros og hélt enn fingri á vör. — Hlustaðu nú ó mig, Camber, kallaði Montez. — Þú mótt lótast vera dauður ef þú vilt, en þú heyr- ir til mín. Það lítur út fyrir að ég hafi vanmetið þig og það er það versta, sem maður getur gert, að vanmeta andstæðinga slna. Jæja, gert er gert. Þetta hefur verið slæm nótt, en úr því mó bæta. Ég vil komast að samkomulagi við þig. Svo þagnaði hann og beið. Það var góð aðferð og sálfræðilega rétt, því ég fann næstum ómótstæðilega löngun til að ræða þetta nónar. Ég þurfti ó öllu mínu viljaþreki að halda til að þegja. — Allt í lagi, Camber. — Mér heyrist að þú sért ekki í skapi til að hlusta. En hér kemur mitt til- boð. Gefðu mér lykilinn. Ég skal gefa þér tíu þúsund dollara, sem ég hef ó mér. Látum liðið vera gleymt, ef Lenny er í bátnum hjó þér skal ég sættast við hana. Ef þú vilt hana máttu eiga hana. Ég skal ekki skipta mér af því. Alísa starði á mig, andlitið hart eins og gríma. — Camber! Ég bíð svars! Þó byrjaði Polly að gróta og Alísa laut yfir hana, gældi við hana og reyndi að hugga hana. — Camberl Ég er ekki lamb að leika við — það hefur mörgum orð- ið dýrkeypt reynsla. Ég heyri ! barninu og veit að þið eruð þarna. Camber, svarið, takk! Polly hætti að skæla. Alísa var að hvfsla einhverju að henni. Lenny horfði ekki lengur á mig. Hún hall- aði sér út yfir stafninn ó bótnum, hvíldi hökuna ó handlegg sér og horfði ó eitthvað sem hún sá í myrkrinu. — Gott og vel Camber — hlust- aðu nú. Bóturinn þinn getur ekki keppt við minn. Ég er vopnaður og ég hef tilgang. Ég er ekki fyrir hótanir, en ef þú neyðir mig, svífst ég einskis. Skilurðu? Ef þú efast um hæfileika mína eða getu, róð- legg ég þér að ráðfæra þig við Lenny. Ég býð þér góðan og sann- gjarnan samning. Tekurðu tilboðinu. Hann þagnaði við. Eftir hæfilega bið herti hann ó vélinni og lagði af stað til suðurs. Framhald í næsta blaði. Hvar söngur ómar... Framhald af bls. 17 aðsóknarmet í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma (sýningar alls um hundrað) og Dýrin í Hálsaskógi, sem sviðsett var í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Það má því segja að samband Egners við ís- lenzka leikhúsgesti sé engu ónán- ara en við landa hans sjálfs. Að endingu má geta þess að með aðalhlutverkin í Síkátum söngvurum fara þau Bessi Bjarnason (Andrés), Jón Júlíus- son (Sívert), Margrét Guð- mundsdóttir (Kari), Árni Tryggvason (trompetleikarinn) og Valur Gíslason (bóndinn) og Bör Börsson (lögreglustjóri). dþ. PIRA-SYSTEM HIN FRÁBÆRA N?JA HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ÖDYR Það er ekki margt, sein hefur lækkað í verði ;ið undanförnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Ódýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnalierbergi, í vinnuherbergi, í lnisbóndaherbergið. Sjáið myndina hér; þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Rorðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæðnr geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar eru lausn nútímans. HÚS OG SKIP hf. Ármiila 5 — Sími 84415—84416. 47. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.