Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 48
Framhald af bls. 6 an er þegar orðin nær fullsetin. Við systurnar göngum inn eftir kirkjugólfinu. Við sjáum hjón sitja á bekk ásamt syni sínum, sem er orðinn fullorðinn. Móðir hans gefur mér brosandi merki um að setjast hjá syni hennar. Ég geri það. Hann leggur hend- urnar utan um axlir mér. Mér finnst við vera sæl og ánægð og foreldrar hans líka. Fólkið í kirkjunni leit yfirleitt mjög ánægt til okkar. Sumt virtist þó vera hálf undrandi. Jæja, viltu nú ráða þennan draum fyrir mig. Ég bíð mjög spennt eftir að heyra, hvernig þú ræður hann. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir skemmtilegt blað. S. K. Þessi draumur en nokkuð góð- ur. Að ganga til kirkju getur að vísu boðað einhver vandræði og mótlæti, en það getur líka tákn- að breytingu á högum manns. Við mundum heldur veðja á það í þessu tilviki. Kannski táknar draumurinn, að þú munir giftast innan skamms. Alla vega er hann fyrir góðu. PYRAMÍDARNIR Kæri draumaþáttur! Ég ætla nú ekki að fara að þreyta þig með langdregnum lýsingum á draumi, sem mig dreymdi um daginn, enda er hann ekkert skemmtilegur. En ég verð að segja, að margir af þeim draumum, sem þú hefur birt hafa verið vel sagðir og sumir alveg furðulegir og gam- an að lesa þá. Ég ætla að reyna að ráða þennan draum minn sjálf á sama hátt og ég hef ráð- ið alla aðra drauma, sem mig hefur dreymt. Mig langar aðeins að spyrja þig að einu atriði, sem allt byggist á varðandi þennan draum minn: Hvað í ósköpunum getur það táknað, þegar mann dreymir pýramídana í Egypta- landi? Með beztu kveðju. E. S. Að dreyma þessi furðulegu mannvirki eru fyrir sérlega góðu. Dreymandinn mun vaxa að virðingu og frægð. Fólk mun sækjast eftir að kynnast honum. ★ DAGLEGT5 HEILSUFAR ST ic: Framhald af bls. 7 litasymfonía náttúrunnar ljómar í allri sinni dýrð, en skapið á það til að falla um nokkrar gráð- ur, ef ský dregur fyrir sólu, eða þoka grúfir yfir landinu. . . Lesandi spyr: Ég hefi ofnæmi fyrir pensillíni, og mér hefir dottið nokkuð í hug í því sambandi: Þegar kýr er sprautuð með pensillíni (ég hefi heyrt að það sé algengt), getur þá ekki verið að pensillín- ið berist með mjólk úr þeirri kú? Hvernig fer fyrir þeim sem hafa ofnæmi fyrir lyfinu, ef þeir drekka þá mjólk? Hefir verið hugsað út í það? P.T. Þetta hefir verið þaulhugsað og prófað. Það er satt að mjólk úr kú sem hefir verið sprautuð með pensillíni eða öðrum fúka- lyfjum, er menguð lyfinu, og magnið fer eftir því magni sem sprautað er í kúna. En sú mjólk sem við neytum er fyrst og fremst úr mörg- um kúm, og svo fer mjólkin í gegnum marga liði hreinsunar, að mjög litlir möguleikar eru fyr- ir því að þess gæti nokkuð. Og svo er annað; það þarf miklu meira magn af Iyfinu ef þess er neytt gegnum munninn, heldur en ef því er sprautað inn í vöðva. Þetta er því aðeins hugsanleg- ur möguleiki, en möguleiki fyr- ir því að verða veikur við að neyta mjólkurinnar, er eiginlega ekki fyrir hendi. ☆ Æíttatfacmnaf P’ramhald af bls. 21 Það var næstum orðið dimmt, þegar hann gægðist fram og hlust- aði. Það heyrðist ekki nokkuð hljóð! Stiginn og stigapallurinn voru í hálfrökkri.... en þegar hann leit upp kom hann auga á svart- klædda veru. Honum fannst hjartað stöðvast. Hver gat þetta verið? 48 VIKAN 47- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.