Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 6
B Ú S L w 0 Ð LUXOR LUXOR LUXOR SJÓNVÖRP Háþróuð sænsk gæðavara sem hefur sannað ágæti sitt við íslenzkar að- stæður og áunnið sér vinsældir. Fjöl- margar gerðir og stærðir í nýtízku útliti. PÓSTSENDUM MYNDIR OG VERÐ- LISTA. B Ú S L w 0 Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — S(MI 18520 I h- ^TjÓSAÚRVAL: Loftljós Veggljós Standlampar Borðlampar og ýmsar gjafavörur. HEIMIUSTÆKI: Frystikistur Frystiskápar Kæliskápar Eldavélar og fleira. VERZLUNARTÆKI: Djúpfrystir Kæliborð Kælihillur Kæliklefar í þrem stærðum og fleira. Sendum gegn póstkröfu. RAFTÆKJAVERZLUN Guðiónsson - Suðurveri - Sími 37637 Stigahlíð 45 KLUKKNA- HLJÖMUR ÚR FJARSKA Af mannlegri forvitni eingöngu hef ég lesið hinn nýja draumráðningaþátt ykkar í Vikunni. Ég hef aldrei verið mikill drauma- maður og löngum vitnað til hinnar frægu setningar: „Eigi er mark at draum- um.“ Þó hefur mig dreymt stöku sinnum, en sjaldan hefur mér fundizt vera vit í „vitleysunni“. Högum mínum er þannig háttað, að ég ligg rúmfastur og hef gert það núna bráðum í heilt ár. Ég les mikið og venzlafólk mitt hefur ekki við að bera til mín bækur og lesefni. Vikuna fæ ég alltaf reglulega. Hún hefur stytt mér margar stundir. Nú vildi svo til um dag- Lnn, að mig dreymdi aldr- ei þessu vant draum, sem ég hef ekki getað gleymt. Þess vegna ætla ég að gamni mínu að lofa ykkur að heyra hann. Ég er staddur vestur í bæ, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Mér finnst ég vera ungur drengur og er að leika mér á bernsku- slóðum mínum. Þess má geta ef það skyldi hafa einhverja þýðingu, að allt er gjörbreytt á þessum slóðum núna. Það er búið að rífa gamla húsið okkar og byggja þar nýtízkulegt stórhýsi. Ég sit við grind- verkið og er að leika mér. Þá heyri ég allt í einu daufan klukknahljóm. Fyrst held ég, að um mis- heyrn sé að ræða. En það er ekki um að villast. Ég heyri greinilega í kirkju- klukkum, en það er eins og þeir hljómi úr miklum fjarska. Mér þykir þetta undarlegt og hleyp inn til móður minnar og segi henni frá þessu. „Þetta er misheyrn hjá þér,“ segir hún. „Þú getur ekki hafa heyrt í klukk- um. Klukkan er ekki nema klukkan sex, sem þeir ka- þólsku hringja klukkunum í Landakoti." Ég fer aftur út og er leiður yfir þvi, að móðir mín skyldi ekki trúa mér. Þá heyri ég enn þennan sama, daufa klukknahljóm. Ég hleyp aftur inn og segi talsvert önugur við móður mína: „Víst er verið að hringja einhvers staðar. Ég heyrði það aftur núna.“ „Láttu ekki svona,“ seg- ir hún og er orðin reið. „Þetta hlýtur að vera ein- hver misheyrn hjá þér.“ Ég vil ekki sætta mig við þessi málalok og bið móð- ur mína að koma með mér út og vita, hvort hún heyri ekki klukknahljóminn lika. Hún gerir það. Við stöndum tvö við grind- verkið. Og viti menn! Við heyrum bæði skýrt og greinilega klukknahljóm úr fjarska. Móðir mín brosir og segir: „Guði sé lof! Þetta er rétt hjá þér. Þeir eru að hringja." Hún lagði sérstaka á- herzlu á ,,þeir“. Að svo búnu vaknaði ég. Með beztu kveðjum og von um skjóta afgreiðslu. P.S. Móðir mín lézt fyrir nokkrum árum. S. V. P. Þetta er mjög góður og hagstæður draumur. Það er enginn vafi á því, að hann táknar umbót á hög- um þínum. Og þar sem þú hefur legið rúmfastur lengi, getur hann táknað, að þú komist loksins á fæt- ur aftur og fáir fulla heilsu. Þegar menn dreym- ir bernsku sína boðar það mikla hamingju og við get- um ekki séð, að þaö breyti neinu, þótt bernskuslóðir þínar séu nú orðnar gjör- breyttar. Ef eitthvað er að marka drauma, muntu eiga bjartari daga í vændum. GENGIÐ í KIRKJU Kæra Vika! Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa þér og mig lang- ar til að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi í nótt. Hann er svona: Ég er að ganga í kirkju ásamt systur minni. Kirkj- 6 VIKAN 47-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.