Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 14
ferskjum, ananas og koktailberjum
eða vínberjum. Einnig er fallegt að
skreyta hana með hnetukjörnum.
Sveskjukaka.
200 gr hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 1
hnífsoddur negull, 125 gr sykur,
150 gr smjörlíki, 2 egg.
Hveitið er sáldrað með lyftidufti
og kryddi, sykurinn settur saman
við og smjörlíkið skorið í með
hníf. Vætt með eggjunum. Hnoðað
fljótt saman. Kælt. Deiginu er
skipt í tvennt. Annar helmingur-
inn flattur út og látinn í vel smurt
mót, í botninn og upp með börm-
unum.
Sveskjumaukinu smurt þar yfir.
Þ»að, sem eftir er af deiginu, er
breitt út og skorið í strimla með
kleinujárni, sem fléttaðir eru yfir
og meðfram börmum mótsins. —
Penslað með eggi. Bakað við ca.
225 gráður í 30—40 mín.
Góð jólakaka.
200 gr smjörlíki, 200 gr sykur, 3
egg, 400 gr hveiti, 2y2 tesk. lyfti-
duft, 1—2 dl mjólk. Rifið hýði og
safi úr einni sítrónu, 75 gr rúsín-
ur, (kúrenur og súkkat ef vill).
Smjörlíkið er hrært lint og síð-
an með sykrinum þar til það er
létt og ljóst. Eggjunum hrært í,
einu og einu. Hveitið er sáldrað
með lyftiduftinu og hrært saman
ásamt mjólkinni. Síðast er sítrónu-
safinn ásamt rifna hýðinu og rús-
ínunum hrært saman við. — Bak-
14 VIJCAN 47 tbl
að í vel smurðu móti við ca. 175
gráður í um það bil 1 klst.
Súkkulaðikaka.
180 gr smjörlíki, 250 gr sykur,
1 matsk. vaniljusykur (eða 1 tesk.
vaniljudropar), 4 egg, 50 gr kakaó,
150 gr fínt sáldruð brauðmylsna,
150 gr hveiti, 2*2 tesk. lyftiduft, 2
dl sterkt, kalt kaffi.
Smjörlíkið er hrært lint og síð-
an með sykri og eggjarauðum,
einni og einni í senn. Brauðmylsn-
an hrærð þar í ásamt hveitinu,
sem áður er sáldrað með kakaói,
lyftidufti og vaniljusykri. Síðast
er stífþeyttum hvítunum blandað
saman við. Mótið er smurt og
stráð í það brauðmylsnu (bezt að
nota djúpt mót með lausum börm-
um). Deiginu hellt þar 1 og bak-
að við 200 - 250 gráður. Þegar kak-
an er köld er hún skorin í þrjú
lög, sem eru lögð saman með aprí-
kósumauki eða þeyttum rjóma.
1 matsk. af palminfeiti er brædd
og hálfkæld. Þar saman við er
hrært 80 gr af flórsykri og iy2
matsk. kakaói, ásamt 2—3 dropum
af heitu vatni. Smurt yfir kökuna.
Skreytt með söxuðum möndlum og
koktailberjum.
II rærð terta.
200 gr smjörlíki, 200 gr sykur, 3
—4 egg, 250 gr hveiti, ?,\'2 tesk.
lyftiduft.
Deigið er hrært á venjulegan
hátt. Skipt í 3—4 tertumót. Bakað-
ar ljósbrúnar við góðan hita. Þeg-
ar kökumar eru kaldar eru þær
lagðar saman með góðu mauki,
bezt er jarðarberjamauk.
Hnoðuð terta.
Yz kg hveiti, 250 gr smjörlíki, 250
gr sykur, 2 egg, V/2 tesk. hjartar-
salt.
Deigið er hnoðað fljótt saman
og kælt (sé það sundurlaust er
sett dálítil mjólk saman við). Flatt
út á plötunni í kringlóttar eða fer-
kantaðar kökur. Bakað við góðan
hita og teknar strax af plötunni.
Lagðar saman með góðu mauki,
bezt er sveskjumauk. Báðar tert-
urnar þarf að geyma í vel lokuð-
um kössum.
Fylltar kökur, (linsur).
250 gr hveiti, 150 gr smjörlíki,
50 gr sykur, 2 eggjarauður.
KREMIÐ: 2 eggjarauður, 1 mat-
sk. sykur, 1 matsk. kartöflumjöl,
3 dl mjólk, 1 tesk. vanilja.
Deigið er hnoðað og kælt, með-
an kremið er búið til. Eggjarauð-
an er hrærð með sykrinum. Kart-
öflumjöli og mjólk hrært saman
við. Látið í pott og hitað við hæg-
an hita þar til það þykknar, hrært
stöðugt í á meðan. Kælt og hrært
í öðru hvoru. Vaniljan látin í. —
Mótin eru smurð og deigið flatt út,
skorið eftir mótum. 1—2 tesk. af
kreminu sett í hvert mót og
kringlótt kaka sem búin er til úr
deiginu lögð yfir, brúnunum þrýst
vel saman. Linsurnar eru bakaðar
við meðalhita ca. 20 mín. Úr upp-
skriítinni eru 18—20 linsur.
í þetta deig má einnig láta
möndlufyllingu.
120 gr möndlur, 120 gr sykur, 85
gr smjör, 2 egg.
Möndlurnar eru afhýddar og
hakkaðar í möndlukvörn eða sax-
aðar smátt með hníf. Smjörið er
hrært og eggin þeytt með sykrin-
um. Öllu blandað saman. í staðinn
fyrir að hylja fyllinguna er fallegt
að skera deigið í strimla og leggja
yfir.
Hafrakex.
250 gr haframjöl, 125 gr hveiti,
1 tesk. hjartarsalt, 50 gr smjörlíki,
125 gr sykur, iy4 dl mjólk.
Hveiti, sykur og hjartarsalt er
sáldrað saman við haframjölið.
Smjörlíkið mulið í og vætt í með
mjólkinni. Hnoðað. Flatt út frem-
ur þunnt. Bakað við meðalhita þar
til brúnir kökunnar eru gulbrúnar.
Ostakex.
120 gr hveiti, \2 tesk. lyftiduft,
100 gr smjör eða smjörlíki, 1 eggja-
rauða, 120 gr rifinn ostur, \'2 mat-
sk. rjómi, salt á hnífsoddi (paprika
ef vill).
Hnoðað deig. Flatt út og mótað
með kringlóttu móti eða glasi.
Kökunum er raðað á smurða plötu
og penslaðar með eggi. Bakaðar
við mikinn hita. Beztar nýbakaðar
með súpum, einnig er gott að
sprauta á þær ostakremi og hafa
þær með súpum, kaffi eða te.
ICleinur.
V2 kg hveiti, 125 gr sykur, 50 gr
smjörlíki (brætt), 1 egg (stórt), 2
tesk. lyftiduft, 1V2 tesk. hjartar-
salt 1 tesk. kardemommur. ca. y4
1 mjólk (gott er að hafa súrmjólk).
Hveitið er sáldrað með lyftiefn-
um og kardemommunum. Sykur-
inn settur saman við og smjörlík-
ið mulið í. Vætt í með mjólkinni,
sem gott er að sé súr. Hnoðað.
Deigið á að vera fremur linhnoð-
að annars er hætt við að klein-
urnar verði seigar. Flatt út frem-
ur þykkt, skorið með kleinujárni
í 4 -5 cm lengjur og síðan á ská
í 6—7 cm búta, rifa skorin í miðju
hvers búts og kleinunni snúið við,
steiktar í jurtafeiti eða tólg sem
hituð er í potti (bezt járnpotti)
þar til sýður í kringum eldspýtu
(brennisteinslausa endanum er
stungið í feitina). Kleinurnar eru
settar niður í, nokkrar í einu eft-
ir stærð pottsins og eiga að fljóta
upp samstundis, annars er feitin
ekki nógu heit. Bakaðar báðum
megin og færðar upp á pappír sem
dregur til sín fitu. Geymdar í loft-
þéttum kassa.
Sjálfsagður siður er að hafa
hlemm við hendina þegar steikt
er í fljótandi feiti, ef kviknar í
pottinum.
Eplaskífur.
1 bolli hveiti, 2 tesk. lyftiduft,
35 gr smjörlíki, 75 gr púðursykur,
2 egg, \'2 tesk. kardemommur, y4
tesk. salt, ca. y4 1 mjólk (bezt að
nokkuð af henni sé súrt), rúsínur
og eplabitar.
Hveitið er sáldrað með lyftiduft-
inu. Smjörlíkið brætt og hrært
með sykrinum og eggjunum.
Hveitinu hrært þar í smátt og
smátt ásamt kryddi og mjólk, rús-
ínunum bætt þar í, þeim rná
sleppa og eru oft látnir eplabitar
í skífurnar um leið og þær eru
bakaðar í eplaskífupönnu. Athug-
ið að eplaskífur verða beztar séu
þær bakaðar við hægan hita.
Bornar fram nýbakaðar með epla-
eða aldinmauki.
Ostabakki.
Á flestum heimilum eru til ein
eða fleiri ostategundir sem má
auðveldlega framreiða á fljótlegan
hátt t. d. með því að raða því á
fat eða bakka. Sé bakkinn ekki
fallegur er auðvelt að klæða hann
með málmpappír, einnig er ostur
oft borinn fram í brotinni serví-
ettu en ef bakkinn er t. d. úr tré
eða stáli skal því sleppt og í stað-
inn vafið utan um oststykkin ef
þau eru ekki 1 sérstökum umbúð-