Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 5
r. mommu. Maður hugsar ekki um foreldra sína á þann hátt, eða hvað finnst þér? Nú er svo komið, að strákurinn minn heimsæk- ir mig næstum aldrei, og hringir miklu sjaldnar til mín en áður. Ég er hér um bil viss um, að það er bara út af foreldrum mínum. — Kæri Póstur, gefðu mér nú gott ráð. Stína. Enginn maður er frjáls, sem á sér fjölskyldu, stend- ur einhvers staðar. En það er laukrétt athugað hjá þér, að börn eiga að taka foreldrum sínum eins og þeir eru, en hugsa ekki um, hvort þeir séu leiðin- legir eða skemmtilegir. Þeir eru foreldrar manns, hvað sem öllu líður, og ná- tengdari manni en nokkr- ar aðrar manneskjur. Okk- ur finnst hegðun stráksins þíns svolítið einkennileg. Ef honum er annt um þig í raun og veru, þá spáum við því, að hann sætti sig við foreldra þína smátt og smátt. AÐ VERÐA RITHÖFUNDUR Kæri Póstur! Það sem mig langar til að spyrja þig um er svo- lítið einkennilegt. Mig hef- ur lengi langað til að skrifa þér, en ég hef aldr- ei þorað það, fyrr en núna. Kannski er spurningin svo heimskuleg, að hún er ekki svaraverð, en ég læt hana samt gossa: Mig langar til að verða rithöfundur. — Hvaða menntun er heppi- legust til þess starfs? Er hægt að læra að verða rit- höfundur erlendis? Fyrir- gefðu vélritunina. Ég er ekki búinn að læra al- mennilega á ritvél ennþá. Með von um svar fljótt. Einn 13 ára. f Ameríku geta menn lært hvað sem er, meira að segja líka að verða rithöf- undar. Þar er hægt að taka háskólagráöu í ritmennsku, að því er sagt er. En menn eru ekki orðnir rithöfund- ar, þótt þeir hafi krækt sér í slíkt próf. Til þess þarf guðsgáfu og óhemju- mikla vinnu og þjálfun, sem fæst einna helzt með lífsreynslu og lestri góðra bóka. ALLT NEMA EKKI NORÐURLÖNDIN Elsku, hjartans, bezta Vika! v_______________________- Þú ert nú alltaf svo ynd- islega skilningsgóð og hjálpfús. Nú er þetta ekk- ert vandamál, sem ég ætla að biðja þig að leysa, held- ur eru það upplýsingar, sem mig langar til að fá. Ég veit, að þú ert engin upplýsingaþjónusta, eins og margir virðast halda. En af því að ég hef nú les- ið Póstinn undanfarin þrjú ár og séð allt það mögu- lega og ómögulega, sem fólk skrifar þér um og bið- ur þig að leysa, þá ætla ég að vera svo djörf að biðja þig að birta fyrir mig heiti og heimilisfang blaða í Englandi, Þýzkalandi, Bandaríkjunum eða hvar sem er í heiminum (nema á Norðurlöndunum). Þessi blöð þurfa að vera með því marki brennd, að þau birti óskir um pennavini. Ég veit, að það á ekki vel við að segja „heimilisföng“ blaða, en það er eina orð- ið sem ég man eftir í svip- inn um aðsetur einhvers, nema adressa, en það held ég að sé ekki góð íslenzka. Elsku, góða Vika! Gerðu þetta fyrir mig eins fljótt og þú mögulega getur, og segðu mér líka hvort það kostar eitthvað að senda nafnið sitt til birtingar í slíkum blöðum. Ein pennaglöð. Við tökum ofan fyrir virðingu þinni gagnvart móðurmálinu, en höfum hins vegar áhyggjur af andúð þinni á frændum vorum á Norðurlöndunum. Okkur er kunnugt um, að í Þýzkalandi starfar klúbb- ur, sem hefur eingöngu með bréfasviðskipti og pennavini að gera. Þetta er alþjóðlegur klúbbur og hefur á boðstólum penna- vini frá hundrað löndum, svo að þú ættir að fá úr nógu að moða, ef þú skrif ar honum. Nafn hans og lieimilisfang er svohljóð- andi: Correspondence Club Hermes, Berlin 11, Box 17, Germany. HOOVER Heimsbekkt vörumerki Hoover þvottavélar 8 gerSir Hoover kæliskópar 5 gerSir Hoover ryksugur 8 gerðir Hoover bónvélar 2 gerSir Hoover rafmagnsofnar 3 gerSir Hoover straujórn 3 gerSir Hoover uppþvottavélar Hoover hórþurrkur Hoover hrærivélar Hoover teppaburstar Hoover eldavélahimnar Hoover vörurnar fóst í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavik, sími 14376. EinkaumboS: MAGNÚS KJARAN UmboSs- & heildverzlun 50. tbi. yiKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.