Vikan


Vikan - 19.12.1968, Side 6

Vikan - 19.12.1968, Side 6
BUSAHOLD 1 ^ 1 \ \ 11111 1| i- n f ) il 1 LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 r r\ /i/öi •\ = 1_ ISKARTGRIPIR1 uwTr Modelskart^ - SIG Hverfi Lai jripur er gj MAB ( sgötu 16a. jgaveg 70. öf sem ekki gleymist. IG PÁLMI - Sími 21355 og Sími 24910. / ríi DAGLEGT* HEILSUFAR *T I LYFJAEITRUN SMÁBARNA Það kemur oft fyrir að börn fá allskonar eitrun vegna þess að þau ná í og gleypa lyf, sem ekki eru geymd á nógu öruggum stað. Börn geta ekki greint á milli hvort um lyfjatöfl- ur, óskaðlegar töflur eða sælgæti er að ræða, og það er árátta hjá þeim að troða öllu upp í sig, jafnvel þótt það sé síður en svo gott á bragðið. Það er því ástæða að leggja stöðugt áherzlu á það, sérstaklega á heimil- um þar sem óvita börn eru, að geyma öll lyf, töflur, dropa og lyfjablöndur, á það öruggum stað að úti- lokað sé að þörn nái til þeirra. Sama er að segja um önnur efni, sem notuð eru til heimilisins, eins og alls konar lútarefni, salmiak, sóda, óleskjað kalk, ediks- sýru, saltsýru, blettavatn, skordýraeitur o.fl., o.fl. Það er heldur ekki úr vegi að minna á það að margar tegundir af skraut- jurtum eru stórhættulegar og geta orsakað alvarlegar eitranir, svo ekki sé talað um exem og útbrot. Það er, því miður, svo algengt að börn nái í lyf og önnur efni, sem geta orðið þeim skaðleg, jafnvel lífs- hættuleg, svo það er ekki úr vegi að telja hér upp nokkur slík efni, og hvern- ig brugðið skuli við, ef ó- happ ber að. Acetyl-salicylsýra er að- alefnið í margskonar töfl- um, t.d. aspirin og magnyl, sem daglega eru notaðar við höfuðverk, gikt og alls- konar verkjum. Slíkar töfl- ur á yfirleitt ekki að nota handa börnum undir þriggja ára, en í sérstökum tilfellum má gefa börnum 3 6 ára hálfa töflu við og við, ef þörf krefur. Stærri skammtar geta orsakað eitranir, sem lýsa sér m.a. þannig að þörnin verða slöpp, líkamshiti lækkar, þau verða óróleg og geta jafnvel misst meðvitund og eiga örðugt um andadrátt. Ef hægt er nógu snemma að koma einni teskeið af matarsóda í vatni í barn, sem hefur fengið salicyl- eitrun, þá hjálpar það venjulega. Það er líka ráð að fá barnið til að kasta upp, með því að stinga fingrum niður í kok þess, en það má alls ekki gera ef oarnið er meðvitundarlaust þá er í öllum tilfellum ör- uggast að koma barninu á sjúkrahús, eða undir lækn- ishendur. Járntöflur: Ung börn þola tiltölulega lítið magn af járni. Ef ástæða er til að halda að barn hafi gleypt járntöflur (sem oft eru sykurhúðaðar), verður tafarlaust að ná í lækni, jafnvel þótt tekizt hafi að láta barnið kasta upp. Svefnlyf: Allskonar svefntöflur og róandi lyf eru orðin mjög algeng og mikið notuð, því miður oft í óhófi og að ástæðulausu. Ef slík lyf eru á glámbekk og börn komast í þau, koma áhrifin mjög fljótt í ljós, og þarf ekki mikið magn til. Barnið verður mjög fljótt syfjað og sofnar, svefninn getur orðið að meðvitund- leysi. Ef skjótt er brugðið við, þ.e.a.s. áður en þarnið nær því að sofna, er von um að hægt sé að minnka hættuna með því að láta þarnið kasta upp. Ef barnið er meðvitund- arlaust, og það verður það á skammri stund, verður tafarlaust að koma því á sjúkrahús til magaskolun- ar og súrefnisgjafar, það verður að fá lyf sem örva hjartslátt og andardrátt og oft er nauðsynlegt að gefa blóð og saltvatn. Á leið til sjúkrahússins er mjög nauðsynlegt að barnið fái öndunaræfingar. Hóstalyfjablanda, sem ætluð er fullorðnum, getur valdið slysum, ef börn drekka hana. Slík lyf inni- halda oftast „sterk“ efni, sem eru hættuleg börnum. Jafnvel hóstalyf, sem eru ætluð börnum, verður að taka með gát, og passa að barnið fái ekki stærri skammt en læknir hefir ákveðið. Ef barnið tekur of mikið, þá er ráðið það sama og áður hefir verið nefnt, nefnilega að láta barnið Framhald á bls. 28. G VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.