Vikan


Vikan - 19.12.1968, Side 7

Vikan - 19.12.1968, Side 7
erfingja). Mér fannst ég búa á háalofti heima hjá foreldrum mínum (loftið er ekki manngengt) og átti dreng og stúlku, sem voru svipuð á stærð og bæði í eins peysum, annað í bleikri en hitt í blárri (alveg eins og ég var að prjóna). MEÐ GULT BLÖM í HNAPPAGATINU Heil sértu Vika og til hamingju með 30 ára af- mælið þitt! Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mér þykir afar einkennilegur, þ. e. miðað við aðra drauma, sem mig hefur dreymt. Ég óska þess að heyra álit þitt á draumnum, sem er á þessa leið: Ég hélt á mjög falleg- um, litlum blómvendi, sem gerður var úr ýms- um fallegum blómum, en þau voru öll gul. Ég virti vöndinn vel fyrir mér. Þá kom til mín ungur maður, sem ég þekkti mjög vel einu sinni. Hann sleit eitt blómið úr vendinum og stakk því í hnappagatið á jakkanum sínum. Lengri varð draumurinn ekki. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Dísa í draumalandi. Gult blóm í draumi táknar yfirleitt öfund og illdeilur, en þrátt fyrir það ráðum við draum þinn þannig: Þessi ungi maður ber enn hlýjan hug til þín og þú til hans. Þið eruð bæði vansæl og óham- ingjusöm, síðan slitnaði upp úr sambandi ykkar. Hvort þið hittizt aftur verður hins vegar ekki ráðið af þessum draumi að okkar áliti. AÐ DETTA NIÐUR STIGA Mig dreymdi fyrir nokkrum árum draum, sem mig hefur lengi lang- að til að biðja um ráðn- ingu á. Mér fannst vera stríð hér á landi og maðurinn minn vera að heiman. (Ég átti von á barni og var að prjóna dálítið sérkenni- lega peysu á tilvonandi Allt í einu detta bæði börnin niður stigann af loftinu og annan stiga enn þá lengra niður. Um leið verð ég föst í opinu efst. Það líður góð stund. Þá kallar mamma mín: „Þau hafa ekkert meitt sig!“ Þá losna ég um leið. Síðan hlaupum við öll og höldum saman höndum, maðurinn minn og ég og börnin á milli okkar. Sól- in var svo sterk og heit og grasið allt í kring sterk- grænt. Við hlupum svo hratt, að fæturnir snertu ekki jörðina. Mér fannst alveg eins og við værum öll komin til himna. Með fyrirfram þökk. B. S. Þessi draumur er tví- mælalaust fyrir erfiðleik- um. sem þú hefur miklar áhyggjur af. En þér tekst að sigrast á þeim og síðasti hluti draumsins getur ekki táknað annað en bjarta daga og hamingjuríka. HRINGUR OG TJÖRN Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi nýlega. Mér er hann svo minnisstæður, að ég hugsa varla um annað. Hann byrjaði þannig, að mér fannst ég standa á ganginum í skólanum, sem ég er í. Mér fannst bekkj- arsystur mínar koma gangandi eftir ganginum til mín. Mér fannst ég vera með breiðan trúlof- unarhring á hægri hendi og annan hring fyrir fram- an hann, sem var með skjannahvítri perlu. Mér fannst stelpurnar vera að skoða hringinn. Þær tóku hann af mér og þá sá ég, að það var mynstur á hon- um. Látlausasta og falleg- asta mynstrið fannst mér snúa upp, en það ljótara Framhald á bls. 28. SJALFVIRK ÞVOTTAVéL 5 KG. SJALFVIRK ÞVOTTAVÉL 4 KG. KÆLISKAPAR fimm stærðir afborgunarskilmalar Snorrabraut 44 - ReykjavíK Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470 — so. tbi. vikAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.