Vikan


Vikan - 19.12.1968, Síða 8

Vikan - 19.12.1968, Síða 8
Við hér á Vikunni vitum manna bezt, hversu Dýrlingurinn á miklum vinsasldum að fagna. Meðan hann birtist á sjónvarpsskerminum reglu- lega á hverju föstudagskvöldi, bár- ust Póstinum oft bréf, þar sem les- endur lýstu ánægju sinni á Roger Moore; óskuðu eftir, að greinar birt- ust um hann; báðu um heimilisfang hans og myndir af honum. Sama sagan hefur gerzt í hverju landinu á fætur öðru. Dýrlingurinn hefur unnið hug og hjörtu sjónvarps- áhorfenda. Þeir hafa kunnað vel við sig í ævintýraheimi hans, innan um fagrar konur og göfug vín, vit- granna lögreglufulltrúa og skugga- lega skúrka, sem enginn gat komið fyrir kattarnef, — nema auðvitað hinn eini og sanni Dýrlingur. Þegar vetrardagskrá íslenzka sjón- varpsins hófst í ár, kom I Ijós, að Dýrlingurinn hafði verið látinn víkja, ásamt fleiri góðum kunningj- um. Mótmæli og óánægjuraddir gerðu þegar í stað vart við sig. Sum- ir urðu svo reiðir, að þeir vildu helzt safna liði fyrir utan sjónvarps- húsið, hafa í frammi hark og hávaða með tilheyrandi mótmælaspjöldum, hrópum og köllum, eins og nú er í tízku um allan heim. En nú er Dýrlignurinn loksins kominn aftur öllum til óblandinnar ánægju. I tilefni af því er ekki úr vegi að r DYRLINGURINN ER KOMINN AFTUR leita nýjustu frétta af Roger Moore og Dýrlingnum hans hér í Sjónmál- inu. Það kemur fljótt í Ijós, að hans hefur að undanförnu verið getið í blöðum og tímaritum meira en venja er til. Ástæðan er sú, að Roger Moore hefur enn einu sinni lýst því yfir, að hann sé nú endanlega hætt- ur að leika Dýrlinginn sinn. Hann hefur eins og kunnugt er oft sagt þetta áður, en að þessu sinni virð- ist honum vera alvara. Hann hefur fyrir nokkru leikið í síðasta Dýr- lingsþætti sínum og hefur nú snúið sér að kvikmyndaleik. Þegar er haf- in taka kvikmyndarinnar Crossplot, en hún er fyrsta myndin af þremur, sem eigið fyrirtæki Rogers, Balmore Productions, framleiðir fyrir United Artists á næstu tveimur árum. Nýja myndin er í svipuðum dúr og þætt- irnir um Dýrlinginn: sakamálamynd með skoplegu ívafi og spennandi frá upphafi til enda. Hún verður frumsýnd í byrjun næsta árs. Við skulum rýna ofurlítið í við- tal við Roger Moore, sem birtist i nóvemberhefti Photoplay Film Monthly. Þar kemur í Ijós, að þættirnir um Dýrlinginn eru orðnir hátt á annað hundrað, svo að við getum liklega horft á hann eitt ár til viðbótar að minnsta kosti hér á landi. 80 lönd hafa sýnt eða eru að sýna Dýrling- inn, þar á meðal nokkur Austan- tjaldslönd. í Bandaríkjunum er um þessar mundir verið að sýna hann í litsjónvarpi. — Ég á Dýrlingnum mikið að þakka, segir Roger Moore. Hann hefur verið mér einstaklega góður í þau sjö ár, sem ég hef leikið hann. Þó verð ég að játa, að mér hefur stundum fundizt glorían hans ofur- lítið þröng um höfuðið á mér! Ég sá mér ekki annað fært en hætta við hann. Ég var orðinn leiður á honum og farinn að slá slöku við. Þegar maður leikur sama hlutverk- ið samfleytt í sjö ár í hverjum þætt- inum á fætur öðrum, — þá hlýtur þetta að verða sama tuggan upp aftur og aftur. Mér fannst ég ekki fá nein tækifæri að glíma við sem leik- ari. Það var orðið sálardrepandi fyr- ir mig að leika Dýrlinginn. Ég hef alltaf haft meiri áhuga á kvikmyndum en sjónvarpi, en ég hef ekki fengið tíma né tækifæri til að leika í kvikmynd nú [ sjö ár. Dýr- lingurinn var svo vinsæll, að við höfðum ekki undan að framleiða myndir um hann. Hann var heimtu- frekur og kröfuharður og tók allan tíma minn. Nýja hlutverkið, sem ég er að leika í Crossplot, er ekki ósvipað Dýrlingnum. Sumum kann að þykja einkennilegt, að ég skyldi ekki velja mér hlutverk, sem er gjörólíkt Dýr- lingnum, fyrst ég var orðinn svona þreyttur á honum. En ég valdi hinn kostinn að vand- lega athuguðu máli. Það er Dýr- lingnum að þakka, að ég er orðinn heimsfrægur. Þess vegna er líklegt, að fólk komi til að sjá nýju kvik- myndina mína, af því að því geðj- aðist vel að mér í hlutverki Dýr- lingsins. Ég ákvað því að vera svo- lítið líkur Dýrlingnum í kvikmynd- 8 VIKAN 50-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.