Vikan


Vikan - 19.12.1968, Síða 13

Vikan - 19.12.1968, Síða 13
og leit til vínar síns. „Það er ekk- ert skemmtilegt að vera í návist minni um þessar mundir. í dag ætla ég að fara mínar eigin leið- ir.“ „Ef þú vilt, að ég fari með þér. ... “ „Þú veizt, að ég vil það ekki.“ Hann sneri sér við og starði á stjörnuna, sem blikaði á himn- inum. „Veiztu ekki, að ekkert er eins leiðinlegt í öllum heiminum og ógæfan,“ sagði hann. „Ógæfan gerir mann einmana. Ég kæri mig jafnvel ekki um félagsskap sjálfs mín á þessari stundu, en ég kemst ekki hjá honum. Jafn- vel þótt ég ætti svarinn fjand- mann, mundi ég ekki kjósa að taka hann með í þá ferð, sem ég á nú fyrir höndum.“ „En hvað ætlarðu að gera?“ spurði Marius. Hann var allt í einu orðinn hræddur, þegar hann sá örvæntinguna í augum vinar síns. „Ganga.“ „Þú 'vilt þá ekki. .. .“ „Nei, auðvitað vil ég það ekki.“ svaraði Antonius gremjulega. „Heldurðu kannski, að ég ætli að láta mig falla á sverð mitt eða fleygja mér í hafið? Nei, mér dettur ekki í hug að grípa til svo gamals og úrelts bragðs. Þú getur verið rólegur þess vegna. Ég ætla aðeins að ganga og ganga, þar til ég hef lagt hverja einustu sorglega hugsun að velli. Ég kem seint heim til að sofa. Á morgun vil ég ekki heyra á þetta minnzt. Þá verður það gleymt að fullu og öllu.“ Um leið og hann gekk frá bál- inu, leit hann urn öxl og hróp- aði: „Leo er dáinn. Ef til vill er á þessari stundu verið að ferja hann yfir undirheimafljótið. En ég er enginn Orfeus, sem get heimt hann úr helju. Guðirnir veri lofaðir fyrir það, að líklega líður honum nú betur en honum leið í þessum heimi.“ Framhald á bls. 45 50. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.