Vikan


Vikan - 19.12.1968, Page 21

Vikan - 19.12.1968, Page 21
Ekki hefur annað hjónaband þótt sæta meiri tíðindum í seinni tíö en þegar þau Onassis útvegsmaður og Jacque- iine Kennedy gengu í það heilaga. Skoðanir manna hafa verið allmjög skiptar um þá ráðstöfun, sem kunnugt er, og þykir mörgum sem Jackie hefði getað verið smekk- legri í mannvalinu. Hjónabandið svipti hana í eitt skipti fyrir öll píslarvættiskórónunni, sem bandaríska þjóðin og heimurinn í heild sæmdi hana - en sjálfsagt hefur aum- ingja konan verið búin að fá nóg af því þreytandi og leiði- gjarna hefðartákni. í* i Hér er Jackie heldur en ekki hress í bragði að baða sig í sjónum við Skorpí- ónsey, sem spúsi hennar á eins og hún leggur sig. Þar á hún að geta fengið frið fyrir forvitnum hlaðamönnum og öðrum, því að eyjarinnar er vandlega gætt af varðmönnum Onassisar, og ef þeir duga ekki, getur hann kallað gríska flotann og flugherinn á vettvang. Þessi sterkefnaði útgerðarmaður er nefnilega einn trygg- ustu vina herforingjastjórnarinnar marg- umtöluðu. Ilinar myndirnar á síðunni eru úr brúð- kaupsveizlunni. Á þeim er ekki að sjá að hörn hinnar fyrrverandi frú Kennedy séu mjög lukkuleg yfir þessum tímamótum. Á efstu myndinni er Jackie greinilega að telja um fyrir dóttur sinni, og til hægri viðrar Onassis sig árangurslaust upp við stjúpson sinn. John-John litli er dapur og þrjózkur — myndar sig jafnvel til að reka út úr sér tunguna.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.