Vikan


Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 22

Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 22
ÚRDRÁTTUR ÚR SÖGU JOHNS GALS- WORTHY 12. HLUTI. Michael Mont skaut upp í Cork Street af hreinni tilviljun. Hann átti erindi í Piccadilly, og rölti svo áfram og áttaði sig ekki fyrr en hann var kominn að götuhorninu, rétt hjá ibúð Wilfrids. — Ég nenni ekki upp til hans, sagði hann við sjálfan sig. Það eru tíu möguleikar gegn einum á því að hann sé heima, og þótt hann sé heima, þá förum við bara að jagast. Hann gekk því hægt í áttina að Bond Street. Lítil og grönn kona mjög kvik á fæti kom fyrir götuhorn og hafði nærri rekizt á hann. — Ó, eruð það þér? hrópaði hún upp yfir sig. — Þér eruð eigin- maður Fleur, er það ekki. Ég heiti June Forsyte, ég er frænka hennar. En vitið þér hvað, ég er hérumbil viss um að ég sá hana rétt í þessu .... June veifaði hendinni. — Þarna, rétt á móti sýn- ingarsalnum. Hún hvarf inn í þetta hús, og hún benti aftur. — Það var eiginlega ergilegt að ég náði elfki í hana, ég hefði viljað tala við hana. Inn í þetta hús? Michael rótaði í vösum sínum eftir sígarettu- veskinu, meðan June athugaði andlit. hans nánar. — Eruð þið Fleur ekki hamingjusóm? spurði hún ófeimin. — Ég vona það sannarlega. Hún var trúlofuð litla bróðui mínum, hélt hún svo áfram, án þess að gruna að þetta var algert rothögg fyrir Michael. — Litli bróðir yðar? Hver er hann? — Þekkið þér hann ekki, þekkið þér ekki Jon? spurði June undrandi. — Jon Forsyte.... Hann var auðvitað allt of ungur, og það var Fleur raunar líka. Þau voru mjög ástfangin, en fengu ekki að eigast, vegna fjölskylduvandamála. En þetta er nú svo löngu liðið. Ég var reyndar í brúðkaupi ykkar. Ja, ég vona sannar- lega að þið séuð hamingjusöm. Michael hlustaði viðutan á malið í henni, meðan hann gekk spölkorn með henni, og kvaddi hana eins fljótt og háttvísin leyfði. Svo hélt hann leiðar sinnar, gleymdi að kveikja í sígarettunni, var reyndar dofinn, eins og eftir rothögg. Fleur í heimsókn hjá Wilfrid, — einmitt á þessu augnabliki. Ó, góði guð! Og svo litli bróðir þessarar kjaftakerlingar. Michael mundi nú hvað Fleur hafði sagt, þegar hann bað hennar í fyrsta sinn: — Komdu aftur, þegar útséð er um það að ég fái ekki vilja mínum framgengt.... En hún hafði aldrei talað beinlínis um Jon. Var það af tillitssemi, eða vildi hún hafa það út af fyir sig? En það hafði svo sem ekki skipt miklu máli, hann hefði rlls ekki viljað missa hana .... Vikur liðu og Michael var farinn að líkjast sjálfum sér á ný, en hann var ekki eins frjálslegur í fasi og hæglátari en ella. Eitt kvöldið kom hann að konu sinni, þar sem hún sat í rökkrinu fyrir framan arininn í dagstofunni, með litla Pekinghundinn þeirra í kjöltunni. Hann settist í sófann, og fann þá, sér til skelfingar, að hendur hans titruðu og svitinn spratt út á enni hans. Fleur rétti úr sér og starði á hann. Hversvegna sagði hún ekkert? Hversvegna sat hún hér ein í rökkrinu? Við vitum bæði að nú er allt búið á milli okkar, hugsaði hann örvæntingarfullur. Ó, guð, hjálpaðu mér til að haga mér þannig að ég verði mér ekki til skammar! Á næsta augnabliki heyrði hann sína eigin rödd: Wilfrid Desert og Fleur Forsyte. — Mig langar til að spyrja þig um nokkuð, Fleur, og ég bið þig að svara mér alveg hreinskilnislega. Viltu gera það? — Það skal ég gera. — Ég veit að þú elskaðir mig ekki, þegar við giftum okkur, og ég held að þú elskir mig ekki heldur núna. Viltu að ég hverfi úr lííi þínu? Það var mjög löng þögn. — Nei, sagði Fleur að lokum. — Er það einlæg meining þín? Og hversvegna? — Vegna þess að ég vil það ekki. Hún sneri sér að honum og rétti hendurnar biðjandi í áttina til hans. — Ó, Michael, þú mátt ekki kvelja mig í kvöld, heyrirðu það? Ég er í mikilli þörf fyrir hughreystingu og blíðu. Hún vissi alltaf nákvæmlega hvernig hún átti að haga orðum sínum. Michael færði sig til hennar og faðmaði hana að sér. En eftir andartak tók hann viðbragð. Þetta var engin huggun fyrir hann sjálfan. Hvað átti hún við, þegar hún bað um huggun? Var það vegna þess að hún fékk ekki að njóta ástar Jon Forsytes, eða var það vegna þess að hún gat ekki lengur leikið sér að Wilfrid? Michael sleppti henni og stóð upp. Fleur stóð líka upp, með hundinn í fanginu, andlit hennar var fölt, en hún var róleg. — Á ég að segja þér eitt Michael? sagði hún. — Nú eru liðnir 22 VTKAN “• tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.