Vikan


Vikan - 19.12.1968, Page 23

Vikan - 19.12.1968, Page 23
tveir mánuðir síðan .... síðan .... Michael, ég held að ég eigi von á barni..... Hann saup hveljur og gat ekki komið upp nokkru orði fyrir til- finningabálinu sem hvolfdist yfir hann. — Þykir þér fyrir því? spurði Fleur. — Þykir fyrir því? Guð minn góður. . . . Fleur . . . hvort mér þyki fyrir því.... — Nú, þá er allt gott og blessað, mér þykir sannarlega ekki fyrir þvi heldur. Góða nótt.... Hún var horfin. Michael stóð sem steinrunninn og fann fyrir þeirri dásamlegu tilfinningu að nú væri hann loksins búinn að fá fótfestu i lífinu. Barn.... Hann reif gluggatjöldin til hliðar og horfði út í myrkrið. Lífið var loksins búið að fá gildi, nú var lífið þess virði að lifa því. Lítið barn! Hvílík hamingja. Hann tók skyndilega ákvörðun, gekk fram í anddyrið og fór í hlýjan yfirfrakka. Þegar hann kom út á götuna, veifaði hann í spítunni. Andlit hans var magurt og tekið, augun þreyluleg. Michael hallaði sér inn um gluggann. — Hvert ertu að fara, Wilfrid? — Til fjandans! — Wilfrid, mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt.... Viltu ekki rétta mér hönd þína að skilnaði? Þeir tókust þéttingsfast í hendur, og i því var blásið til burt- ferðar. Allt í einu stóð Wilfrid upp, rétti hendina upp í farangurs- netið. Upp úr tösku sinni tók hann pakka, sem hann rétti Michael. — Hérna hefirðu þetta fáránlega bull, síðasta handritið mitt, sagði hann. — Gefðu það út ef þú vilt. Við sjáumst vonandi einhverntíma síðar. Lestin tók af stað Michael stóð kyrr um hríð og horfði á eftir henni, virti fyrir sér manninn, sem stóð hreyfingalaus við klefa- gluggann. Hver vagninn af öðrum rann út af stöðinni. Hann stakk pakkanum í vasann. Fleur og' Michael Mont. fyrsta leigubílinn sem ók framhjá. Cork Street, — eins fljótt og hægt er. Sú hugarfró sem færðist yfir hann meðan hann sat í skröltandi bílnum, var honum nærri því ofraun. Fjölskylda.....Framhald.... Hann hefði aldrei verið þess megnugur að halda Fleur fastri, en barnið hennar myndi gera það, og þá — þá gæti verið að hans tími rynni upp. Það var ljós i gluggunum hjá Wilfrid. Þjónninn hans opnaði. — Er herra Desert heima? — Nei, herrann er á leið til Austurlanda. Lestin fer frá Padding- ton um miðnættið. Ef til vill gætuð þér ennþá.... — Þetta hefir verið skyndileg ákvörðun, sagði Michael undrandi. — Hann hefir ekki.... En þakka yður fyrir, ég reyni að ná í hann í lestinni. Það voru átta mínútur þar til lestin átti að fara. Michael gekk hægt eftir brautarpailinum og kom auga á Wilfrid í horni klefa á fyrsta farrými. Hann var með sígarettu í munninum, en var ekki búinn að kveikja í henni, loðkragann hafði hann brett upp að eyr- um og horfði á dagblað, sem hann var ekki einu sinni farinn að opna. Michael nam staðar og virti hann fyrir sér, — hjartað ham- aðist í brjósti hans. Svo kveikti hann á eldspýtu, gekk nokkur skref fram og sagði: — Vantar þig ekki eld, Wilfrid? Desert leit upp. — Þakka þér fyrir, sagði hann og tók við eld- Nú ætlaði hann að hraða sér heim til Fleur. Þannig var gangur lífsins. Eins dauði er annars brauð. Hann strauk með hendinni um augu sér og fann, sér til undrunar að þau voru vot af tárum. Fleur hafði lengi tekizt að dylja það sem Michael kallaði í glensi „ellefta baróninn". Hún bjó sig undir rólegan og heilsusamlegan meðgöngutíma, en síðdegis einn daginn, þegar Michael kom heim í fylgd með tengdaföður sínum, leið henni ekki eins vel og venjulega. Michael Jeitaði hana uppi og fann hana í svefnherberginu. — Faðir þinn er hérna Fleur. Við vorum að koma frá bankan- um. Hann var svo elskulegur að tylla svolítið undir framtíð okkar með fimmtíu pundum til viðbótar. Það má því segja að ellefti barón- inn verði ekki alveg á flæðiskeri. Föður þinn langar til að tala um þetta við þig. Fleur var óróleg. — Ef þessi hiti heldur áfram, verður þetta erfið fæðing. Þú mátt ekki hafa áhyggjur af því, ástin mín litla. — Eftir nokkra daga koma ábyggilega þrumur. Michael......... — Já, ástin mín? — Mér finnst að ég hafi ekki áhuga á nokkrum hlut núna, það er skrýtin tilfinning. ... — Það er vegna hitans...... — Nei, ég held það sé vegna þess að ég er orðin þreytt á þessari bið. Það er allt tilbúið til að taka á móti barninu, og nú finnst mér ailt eitthvað svo tómlegt. Ein mannvera getur varla skipt svo miklu máli í heiminum ....? Framhald á bls. 43 50. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.