Vikan


Vikan - 19.12.1968, Síða 34

Vikan - 19.12.1968, Síða 34
óánægju sínn i ljós með því að kvaka hátt, meðan þær syntu burtu og skildu eftir sig sibreikkandi kjölfar á spegilsléttum vatnsfletinum. Angelique andvarpaði öfundsjúk og starði út á svalt vatnið, en hún stóð kyrr hjá hryssunni, fórnarlamb skyldunnar. Og þar fann Joffrey de Peyrac hana, þegar hann kom niður að vatnsbakkanum skömmu seinna. 2. KAFLI Hann hélt enn á sextanlinum, sem hann hafði notað til að finna, hvar þau væru niðurkomin. Hann rétti sjómanni frá Bordeaux, Octave Malaprade, sextantinn, en Octave hafði komið með honum, haldandi á ferðaskrifborði greifans. Það var af leðri gjört, og í því voru skriffæri og pergament. Octave settist á stein og gekk frá áhaldinu, sem honum hafði verið trúað fyrir, í þessu ágæta skrifpúlti. Angelique virti eiginmann sinn fyrir sér, þar sem hann skálmaði fram í skærri sólarbirtunni, sem var jafnvel enn sterkari hér en annars stað- ar, af því vatnsboröið endurspeglaði hana. Hann virtist næstum enn hærri og þreknari en venjulega. 1 þessu undrafagra umhver.fi, þar sem allt var eins og deyft og óraunverulegt af hitanum, skar hann sig úr umhverfinu, harður og raunverulegur. Hann arkaði um þetta heillandi land, eins og hann gerði sér ekki grein fyrir þeirri röskun, sem hann olli á ró þess. Þetta algera skeytingarleysi jafnvel blundaði óvinátta umhverfisns, sem Angelque var svo næm fyrir, sýndist fara gersamlega ifram hjá honum. Fjörumölin marraði undir fótum hans, þegar hann gekk yfir hana þungum skrefum. — Hann haltrar ofurlítið ennþá, hugsaði Angelique. — Um borð í Gouldsboro varð þess minna vart, vegna hreyfinga skipsins. En á þurru landi má vel greina það. — Hvers vegna ljóma augu þín svona allt i einu? spurði Joffrey de Peyrac. — Ég var að veita því athygli, að þú stingur enn ögn við. — Og ertu ánægð með það? —■ Jahá! — Konur eru skrýtin dýr! Eftir allt, sem ég hef lagt að mér til að láta þig fá eiginmanninn aflui í bæriiegu ástandi, saknar þú aðeins þess, sem einu sinni var. Það er nánast tortryggilegt. Ég gæti jafnvel trúað þér til að vella því fyrir þér, hvort hér sé ekki um að ræða tilflutning á persónuleika.... Það eru margar athyglisverðar sögur sagðar um slíkt á iöngum vetrarkvöldum, heima í Frakklandi. Það er aldrei auðvelt að leika hlutverk mannsins, sem vakinn er upp frá dauðum! Það endar með því, að ég fer að óska eftir klumbufæ-tinum mínum aft.ur! — Það er bara það, að ég elskaði þig eins og þú varst þá. — Og þú ert ekki alveg viss um. að þú elskir mig eins og ég er núna? spurði hann og glotti skelmislega. Svo sneri hann sér að Mopuntook. og heilsaði honum, án þess að bíða eftir svari Angelique. Hann vottaði indiánahöfðingjanum alltaf mikla virðingu. Hann hafði tekið ofan höfuðfatið og sólin varpaði .málmkenndum gljáa á þykkt hár hans. Stálbirtu stafaði af Þétthrokknu, dæmigerðu Gaskonahárinu, sem enn var næstum hrafnsvart þótt ofurlítið bryddaði á silfri við gagn- augun. Suðrænn uppruni hans, með blöndu af spænsku og serknesku blóði, gerði andlitið jafn dökkt og útitékið og andlit Indiánans, sem hann var að tala viö. Yfir kinnbeinunum var fölari rák, þar sem hann bar stundum griímu. Loðnar augabrúnirnar voru fyrirmannlegar yfir fránum augunum, en vangasvipurinn var meitlaður, hann rauf ekkert nema nautnalegur munnurinn, varirnar fremur framstæðar, 'ögrandi og lokkandi. Varirnar voru sterkar og þykkar, mjúklegar eins og fínt silki, ofur- lítið bleikari en andlitið í heifd. Þær titruðu, þær herptust eða að- skildust yfir glitrandi hvitum tönnum. Það var eins og þær lifðu sínu eigin lifi í þessu sérkennilega andliti, þar sem hver eining sameinaðist um að veita öllu yfirbragðinu aristókratiskan blæ. Hann hafði hátt og gáfulegt enni, mjúklega dregnar augnabrúnalínur mikillar ættgöfgi, og það var eldur í dökkum augunum. Hann hafði sterklegt nef og höku, þessir andlitshlutar minntu á sigurvegara, ekki þann, sem bíður lægra hlut, manninn úr fjöliunum, manninn, sem vanur er að halda höfðinu hátt, horfa á örninn teygja vængi sina; mitt milli þessara einkenna var munnurinn, ofurlítið márískur útlits, valdsmannslegur, krefjandi, jafn- vel þegar hann var þögull og óræður á svip, munnur jarðnesks manns, merki um efnishyggju þrátt fyrir allt æðra yfirbragð. Það var svona munnur, sem hinir íórnu myndhöggvarar gæddu guðamyndir sínar, án þess að gera sér ljóst, að með því túlkuðu meitlar þeirra alla þá hold- legu fýsn, sem einkenndi hina elztu menningu Miðjarðarhafsins, Oftast, þegar Angelique horfði á þennan lifandi og viðkvæma munn, fylltist hún lítt viðráðanlegri löngun til að leggja hann. að sínum. Þannig var henni nú farið, þegar hún horfði á hann standa þarna og ræða við Indiánahöfðingjann með bendingum og nokkrum orðum. Svo sneri hann sér við og horfði yfir á hinn vatnsbakkann, eins og hann væri að reyna að ráða í eitthvert leyndarmál þessa ónumda lands. Eitt andartak virtist hann mjög annars hugar, ef til vill óánægður með orðaskipti þeirra. Hann var djúpt hugsi, og varir hans titruðu. Angelique starði á hann, og hjarta hennar tók að slá örar. Hún þráði að finna þessar varir við sínar, fyrst mýkt þeirra, en siðan ástriðu- þunga. Hún gleypti hann með augunum. Ifann var sveittur á enninu og nokkrir svitadropar runnu ofan yfir gagnaugun og örið á kinnbeininu, þótt hann léti sem hann tæki ekki eftir því. Angelique langaði mest til að þurrka svitann af þessu andliti, en hún þorði það ekki. Það var enn eitt og annað, sem hún gat ómögu- lega fengið sig til að gera, eins konar ótti hélt aftur af henni. Hún minnti sig á að hann hefði lengi lifað án konu sér við hlið; án þess að nokkur ragaðist í honum. Að hann hefði vanizt töluverðu tilfinninga- legu og kynferðislegu frelsi. Myndi honum ekki finnast dagleg um- hyggja eiginkonu uppáþrengjandi? Hér, jafnvel fremur en um borð i skipinu skynjaði hún sjálfstæði manns síns. Það geislaði af honum eins og baugur. Hann hafði lifað mörgum lífum. 34 VTKAN 50-tbl'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.