Vikan


Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 36

Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 36
Flókinn maður, þrátt fyrir allan einfaldleik ytra borðsins. Og hún várð að ryðja sér rúm í þessum flókna, margbreytilega huga. 1 þessu geislandi ljósi, sá hún hann eins og hann var. Maðurinn sem hafði náð hátindi tilveru sinnar, nú var hann styrkastur, nú hafði hann mesta möguleikana og mestu reynsluna að baki. Hann var fullkominn, samanþjappaður persónuleiki, maður sem átti ekki óvissu til, skapgerðin mótuð af ævintýralífi, stríði, dauða, þjáningu og ástríðu. Þegar hann stóð svona hreyfingarlaus varð andardráttur hans vart groindur. Hún sá enga hreyfingu á bringu hans, mittið bifaðist ekki undir reyrðu, breiðu leourbeltinu og han.n var uggvænlega rósamlegur á svipinn. Hún minntist þess ekki að hafa nokkru sinni á árum áður séð þessa likingu með honum og stórum kaltardýrum, sem liggja grafkyrr áöur en þau stökkva. En á árum áður hafði aldrei flögrað að henni að virða hann fyrir sér, að grandskoða við hann hvert atriði að undanskildu örinu, sem henn.i fannst í fyrstu svo skelfilegt. Þessvegna hafði hún svo fljótt gleymt andlitslagi lians eftir að hann var horfinn. Skelfingar fiðrildi hafði hún verið á þessurn dögum! Lífið hafði kennt henni að lesa í andlit fólks að viröa fyrii sér andlitsdrætti þess, að skynja hugsanirnar eftir svipbrigðunum. Þegar maður á lifið undir hugsanagan.gi annarra, lærist þetta fljótlega. Einu sinni haíði hún eytt tveimur árum ævinnar við hlið þessa manns, en hún hafði aldrei virt hann fyrir sér eins og nú Hún grandskoðaði hann. Henni fannst það næstum enn meira knýjandi en hún hefði ósk- að. I-Ireyfingar hans. beiting raddarinnar, sem hún var hvorttveggja farin að kannast við aftur, bæði heillaði hana og gerði hana óvissa; hún gat hvorki útskýrt né staðizt þessi viðbrögð. En kannske var ekkert að útskýra. Hér var aðeins um að ræða yfirþyrmandi oð eðlilegt að- dráttarafl, sem dregur konuna í áttina til hins útvalda maka hennar. Hjartsláttur hennar jókst, þegar hann kom nær. Henni var þökk að því, að hann veitti henni athygli. Hún var kv.íðafull þegar hann sneri frá henni, en framar öllu öðru hafði hún ekki vanizt þeirri tilhugsun að hún myndi ekki glata honum aftur, að hún þyrfti ekki að bíða hans. — Hvað ég elska þig, þú maður sem ég óttast! Hún stóð og virti hann fyrir sér hreyfingarlaus. Eftir að hafa rætt stut.tlega við Mopuntook lyfti hann sjónaukanum að augum sér og virti fyrir sér umhverfið, svo braut hann sjónaukann saman aftur, rétti Malaprade hann og sneri sér aftur að Angelique. Með óbrigðuili kurteisi tók hann um hendur hennar, bar þær að vör- um sér og kyssti blíðlega hola lófana. Hann gerði þetta snöggt og eins og flóttalega með samsærissvip í hlýjum augunum, sem allt í einu höfðu fyllzt mikiíli blíðu, þegar þau hvíldu á henni. — Þessar dáfögru hen.dur eru ekki eins sárar og þær voru i gær, á ég að skilja það sem svo að reiðskjóti þinn sé orðinn hlýðnari? — Já, raunar. Hún er að temjast. Ég er ekki lengur aum í úlnliðnum af að halda henni. — Ég trúði þér fyrir henni vegna þess að ég vissi hve sterk Þú ert. Þú ert sú eina sem hefðir getað ráðið við hana. Ég hef sjálfur tamið 36 VIKAN 50-tbl’ fola, sem er af sama kyni og hún. Við eigum tvö önnur ensk hross, en afgangurinn er frá Mexikó. — Hæfir þetta land hrossum? spurði hún og lét eftir sér að láta kvíð- ann heyrast. — Það mundi hæfa þeim! Hvar sem maðurinn lifir verður hestur- inn lifca að vera. Það er einn af hornsteinum traustrar menningar. Fluttu ekki Húnarnir hesta með sér? Sigraði ekki Alexander mikili Indland á hestbaki. Og hvað um Arabana í Afriku? Og Irokana í Suður- Ameríku. Mopuntook hafði gengið burtu. Nú kom hann aftur með svo- litið meira vatn og bauð Honorine að drekka enn úr þessari sömu, vafa- sömu kyrnu. Barnið skeytti engu um hreinlætið en hló og gerði að gamni sínu við Indiánann, eins og þau skildu hvort annað. Svo buslaði hún í vatrtinu og skvetti á þenn.an stolta höfðingja, en hann tók það í engu illa upp, heldur kraup við vatnsborðið og hélt áfram að þvaðra vingjarnlega við barnið. Jofírey de Peyrac hafði tekið eina af pístólum sínum og var að hlaða hana. Handhreyfingarnar báru með sér að hann hafði langa og örugga æíingu í þessu. — Eru þínar lika hlaðnar? — Já, ég yfirfór þær i morgun og skipti um púður í hvellhettunum, þvi rakinn hafði spillt þvi. — Gott. Á þessum slóðum er alltaf hollast að hafa byssurnar reiðu- búnar. — En þetta virðist gersamlega ósnortið land og villidýrin myndu ftemur snauta i burtu en ráðast á okkur. — Það eru ekki bara villidýrin, sem ég er að hugsa um. Og þetta með ósnorta landið getur verið villandi. Hann skipti um umræðuefni: — E'nginn af þessum tíu hestum, sem við fluttum með okkur frá strördinni hafa dáið. Það er sigur út af fyrir sig og við getum prisað okkur sæl með hvað vel ferðin hefur gengið. Svona ferðalag hefur eng- inn vogað að leggja upp í að fara yfir landið, í stað þess að fylgja ánum. — Ég veit það. Nicholas Perrot sagði mér það En ég hef þegar gert mér Ijóst að hestarnir eru ekki hér til að bera okkur, heldur erum við öllu fremur til að koma þeim heilu og höldnu á ákvörðunarstaðinn. Og á sama hátt eru Indiánarnir ekki okkur til verndar. Við erum að vernda þá. — Rétt er það. Metallakkarnir óttast að rekast á Iroka, en stríðs- mennirnir eru á ráfi um lendur Metallakkanna um sumarmánuðina. Þeir hafa sjálfir leitað verndar undir múskettunum okkar og ófúsir samþykktu þeir í staðinn að bera hluta af farangrinum. Raunár eru það konur þeirra sem sjá um burðinni. Þetta er ekki eins og sú Afríka sem hú þekkir, ástin mín. krökk af þrælum Hvítir menn eru hér á sín- um eigin spýtum. Þeir eru sinir eigin húsbændur, en þeir éru einnig sín'r eigin þjónar. - En það eru svartir þrælar í ensku nýlendunum í súðrT' — Já. en ekki norðri. Og það er meðal annars þessvegna sem ég valdi norðurhlutann.....Og einnig vegna gull og silfurnámanna, bætti hann v:ö að skyndingu, eins og hann hefði skyndilega minnzt þess hver væri hinn raunverulegi grundvöllur fyrir vali hans. Þrælahald hefur sína kcsti — sérstaklega fyrir þrælahaldarana. —- Mér þvkir það leitt, ástin mín, sagði han.n og skipti aftur um um- ræðuefni. að geta ekki veitt þér öll þau þægindi, sem ég hefði kosið vegna skorts á heimilishjálp. En við verðum að komast af án þjóna cg þræla. Því Indiánarnir eru sízt af öllu þrælslundaðir. Ef Indíáni er neyddur til að vinna fyrir hvitan mann deyr hann. Framhald i næsta blaði. Svarti hesturinn Framhald af bls. 19. Varst það þú, sem ýlfraðir svona úti á fIjótinu? Ýlfraði? Silas opnaði augun með erfiðismunum. Já, á stundum var það líkast því, að le'kið væri á flautu, fullyrti Ba-tol'n og vildi ekki leyfa honum að sofna strax. Silas kinkaði kolli lítið eitt. Var það flauta? spurði Bartolin enn. Já, sagði Silas. En það lét samt annarlega í eyr- um, það var ekki líkt neinni venju- legri tónlist? Það er líka þess vegna, að Philip nær ekki sverðinu upp aftur. Hann heirntar ciltaf, að ég leiki eitthvað, sam fólk kannast við. Hvað bar þá til, að þú lékst þann- ig um borð í bátnum? Þá finnur maður ekki eins til svengdarinnar, umlaði Silas, og augu hans lokuðust. Þarna sat hann og svaf eins og steinn. Hrossakaupmaðurinn lagði lófann að barmi hans, svo að hann valt út af í hálminn. Hann fann, að það var eitthvað aflangt og hart viðkomu innan undir treyjunni. Það hlaut að vera flautan. Hestarnir frammi kröfsuðu af óþolinmæði, og Bartolin reis hlióð- lega á fætur og gekk fram til þeirra og hugsaði sem svo, að það væri sannarlega undarlegur drengut, sem kominn var. 2 Silas vinnur veðmál. Þeqar Silas kom fram í dyrnar að e'nkahíbýlum hrossakauomannsins síðla dags, virtist hann glaðvakandi og hinn hressasti. Hann svipaðist um í hesthúsinú skærum augum, og Bartolin komst ekki hjá að veita at- hyqli áhuga hans'á hestunum. En það voru nú líka margir hest- ar þarna inni þessa dagana, hugs- aði hann, staðið á hverium bás að kalla, og það var glæsileg sión að líta yfir röðina enda á milli i þessu langa hesthúsi. Bartolin mátti með réttu vera hreykinn. En hirðingin var líka erf- itt starf. Jæja, nú ertu ólikt hressari að sjá, sagði hann, þegar Silas kom nær. Nú er líka ekkert eftir, svaraði drengurinn ánægjulega og strauk magann. Ekkert eftir af hverju? Rödd hrossa.kaupmannsins var þrungin ugg og kvíða. Af matnum, svaraði Silas. .hrein-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.