Vikan


Vikan - 19.12.1968, Page 40

Vikan - 19.12.1968, Page 40
En Silas streittist á móti og stóð kyrr. Það voru ekki hestar, að hans dómi. Mér heyrðist þú segja, að þú ætlaðir að nota hann til reiðar, sagði Bartolin hasðnislega. Einmitt, sagði Silas. En nú var Bartolin loks meira en nóg boðið. Átti hann að láta því- líkan strákpjakk standa þarna og beinlínis setja sér kostina. Ef hann hélt, að maður gæti komizt upp á lag með að sitja annan eins villing og þá blökku þá skjátlaðist hon- um. Hún mundi samstundis setja hann af sér, hann fengi ekki einu sinni ráðrúm til að komast á bak. Hugsunin laust hann eins og eld- ing. Þú getur fengið hana, sagði hann. Þetta kom Silasi gersamlega á óvart, hann snerist á berum hæl og hvessti augun á manninn. Fengið hana hvernig? Fyrir ekki neitt, glotti Bartolin. Hryssan er þín, ef þú getur riðið henni nátthagann á enda og til baka aftur. Silas virti hann fyrir sér með tor- tryggni. Reyndi að verða þess vís- ari, hvað á bak við lægi. Maður eins og Bartolin lét ekki bezta hross- ið sitt af hendi fyrir ekki neitt, hann vildi áreiðanlega fá eitthvað fyrir snúð sinn. Hrossakaupmaðurinn breytti um tón. Það var ógnun í röddinni. En dettir þú af baki, verður þú að vinna hjá mér kauplaust í tvö ár að minnsta kosti. Gengurðu að því? Hve oft má ég reyna? spurði SiI- as. Einu sinni. Silas þorði naumast að draga andann. Eignast hest. Þú færð auðvitað að éta, bætti Bartolin við, og kannski tréskó fyrir veturinn. — En ekkert kaup. Jæja? Bartolin gerðist óþolinmóð- ur, þegar Silas lét á svari standa. Sitjir þú hestinn, þá áttu hann, dett- ir þú af baki, á ég þig. — Og það gildir líka, ef þú kemst alls ekki á bak, bætti hann ísmeygilega við. — Þorirðu? Já, sagði Silas og dró djúpt and- ann. Bartolin brosti hróðugur. Kaup- laus hestastrákur í tvö ár, það var ekki svo afleitt. Hann leysti án taf- ar hryssuna, sem vingsaði hausnum og ranghvolfdi í sér augunum. Silas fylgdist með hverri hreyfingu henn- ar af óskiptri athygli, hann trúði því varla enn. Ókeypis hestur — aðeins fyrir að ríða honum fram og aftur um nátthagann. Bartolin gerði það með vilja að minnast hvorki á reiðver né ístöð, og þegar drengurinn minntist ekki á það að fyrra bragði, þóttist hann hiklaust mega af því ráða, að dreng- urinn hefði ekki hugmynd um hvernig maður sæti hest. Hann kunni ekki einu sinni skil á einföld- ustu atriðum. Það var eitthvað, sem skríkti af tilhlökkun innst inni í bel- jakanum. Og það fór öldungis eins og hann 40 VIKAN 50-tbl- hafði gert ráð fyrir, hryssan tók að ausa og krafsa með hófunum um leið og hún kom út undir bert loft í sólskinið. Hvað eftir annað reyndi hún að slíta sig af honum. Silas varaðist gaumgæfilega að koma of nálægt henni og lét Bartolin einan um að teyma hana yfir auða svæð- ið og í gegnum hliðið, sem hann lokaði vandlega á eftir sér. Folarnir og trippin í girðingunni komu nær og horfðu forvitnilega á gestinn, en þegar þau sáu hve óstýrilátur hann var, námu þau stað- ar í hnapp í miðjum haganum. Silas tók eftir því. Bartolin tók eftir því líka og hugs- aðí sem svo, að þetta stóð kynni sig, þegar það fengi svo göfuga heimsókn. Folarnir dirfðust ekki að koma nær. Jæja, sagði Bartolin við Silas, komdu þá hingað. Silas kom og tók í múlinn eins og Bartolin sýndi honum. Hefurðu náð taki? spurði maður- inn. Já, sagði drengurinn. Og of þú kemst ekki á bak af jafnsléttu þá teymdu hana bara út að girðingunni og stígðu upp á ein- hvern stólpann, sagði Bartolin. Silas kinkaði kolli, jú, það skildi hann mætavel. Bartolin hló í laumi þar eð hann vissi, að það var með öllu útilokað, að hryssan léti slíkan strákpjakk teyma sig lengri eða skemmri spöl. Hún mundi slíta sig af honum á augabragði og taka til fótanna, það var einmitt þess vegna, að þetta átti að fara fram innan girðingar- innar, það var ekki ætlun hans að eiga það á hættu að missa hryssuna út í buskann. Hefurðu taumhald á henni? Drengurinn kinkaði kolli og skipti um hönd á múlnum og studdi hinni við makka hryssunnar. Því var víst öfugt farið, hugsaði Bartolin, en hann um það. Svo sleppti Bartolin tökunum og hörfaði í skyndi út að hliðinu. Jafnskjótt og hryssan sá, að hún og drengurinn voru ein orðin, reis hún upp á afturfæturna, svo að Sil- as lyftist allhátt frá jörðu. Þar hékk hann. Bartolin gafst naumast tími til að átta sig á því hvernig drengur- inn ýtti sér frá hryssunni með hend- inni, sem hann þrýsti að herðakambi hennar. Hann stóð því skáhallt út í loftið, en hékk ekki beint niður. Fyrir bragðið lenti hann ekki und- ir framhófunum, þegar hún skellti honum niður, og lyfti hátt afturend- anum. Sei-sei, hugsaði Bartolin hæðnis- lega. Hryssan endurtók þetta bragð sitt, en Silas sleppti samt ekki tökunum, og þegar það bar ekki árangur, breytti hún um aðferð og stökk út á hlið til að geta troðið hann þannig undir hófum. Bartolin til mikillar undrunar hafði drengurinn enn fast tak á múlnum samtímis því, að hann vék sér undan hverri árás hryssunnar. Því hefði hann aldrei trúað. Hryssan bersýnilega ekki heldur, því að hún tók allt í einu til fót- anna og fór á hröðu brokki með- fram girðingunni og hugðist hlaupa hann af sér, og þegar það dugði ekki heldur, herti hún sprettinn með felmtur í augum, var bersýnilega farin að óttast þessa furðulegu mannveru, sem hún gat ekki losað sig við. Bartolin bjóst við, að nú mundi drengurinn þá og þegar missa tök- in, en hann hljóp léttfættur við hlið hryssunnar, og var ýmist sem hann svifi eða hann snart jörðina í löng- um skrefum. Undarlegur skratti, hugsaði hrossakaupmaðurinn öldungis dol- fallinn og tók sér stöðu við hliðið, að hryssan stykki þar þó ekki yfir í bakaleiðinni. En aldrei hafði hann séð neitt þessu líkt. Silas hélt enn tökunum. Og fjandakornið, sem strákurinn var auk þess móðari en það, að hann gat masað við hryssuna og skellt í góm. Eða ekki gat hann bet- ur heyrt, þegar Silas bar framhjá í sjö mílna stökkum. En hann átti að sitja hryssuna, hugsaði Bartolin með sér, hann átti að sitja á baki henni allan nátthag- ann á enda og aftur til baka, ann- ars var það ekki gilt. Það var ekki nóg að hlaupa við hlið henni — og ekki var hann farinn að sjá hvern- ig stráknum tækist að fá þessa ótemju til að stanza, svo að hann gæti komizt á bak. En naumast hafði sá góði Barto- lin lokið þeirri hugsun, þegar Silas tók furðuhátt stökk upp með síðu hryssunnar og kom öðrum fætinum yfir bakið á henni. Þannig hékk hann, þegar skepnan, skelfdari en nokkru sinni fyrr, geystist áfram á harðastökki, hæ-hó hvernig hann hékk og sveiflaðist upp og niður, slóst við síðuna á hryssunni — Bartolin gleymdi að draga andann við slíka sjón. Og trippin, sem hingað til höfðu haldið sig dauðhrædd í einum hóp í miðjum nátthaganum og einungis þorað að hringsnúast og tvístfga, skildu þennan stökksprett sem áskor- un um að taka þátt í leiknum. Ólm og hrædd í senn æddu þau á eftir hryssunni með dynjandi hófataki, svo að grundin nötraði. Bartolin stóð úti við hliðið og japlaði óttasleginn á visk úr úfnu skegginu. Þetta fór allt gersamlega á annan veg en hann hafði gert ráð fyrir, og nú bjóst hann við þvf að sjá sundurtraðkaðan líkama drengs- ins liggja í slóð trippahópsins þá og þegar. Aldrei hafði honum til hug- ar komið neitt viðlfka fráleitt og það, sem við bar fyrir augum hans, og það gat aldrei farið vel, drengur- inn gat ekki sloppið við byltu og meiðsli, og hann, Bartolin, átti þess /------------------------------------------ Við viljum minna á að áramótafagnaður vei’ður haldinn á gamlárskvöld eins og undanfarin ár, aSgangseyrir kr. 25.00, og verður tekið á móti borðpöntunum alla daga nema miðvikudaga í skrifstofu hússins frá kl. 5-7. Ennfremur verður opið nýársdagskvöld til kl. 2 og annan í nýári til kl. 1. Við óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og góðs nýárs. íjöqhu. V________y V________ y

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.