Vikan


Vikan - 19.12.1968, Síða 43

Vikan - 19.12.1968, Síða 43
lí)S5cttflc»mat Framhald af bls. 23. Michael fannst angistin læsast um sig. — Þetta máttu ekki segja Fleur, þetta eru bara geðhrif. — Er nýja bókin hans Wilfrids komin út? spurði Fleur. — Hún kemur út á morgun.... — Mér þykir fyrir því að hafa vald^ð þér áhyggjum, cn þó vildi ég ógjarnan missa af honum. Hefir hann aldrei skrifað? — Nei. — Jæja, þá hefir hann komizt yfir þetta. Ekkert varir að eilífu. Michael tók hönd hennar og færði hana upp að vörum sér. — Segðu pabba að ég komi niður eftir andartak, við skulum fá okkur te. Ó, drottinn minn, live mér er heitt.... Soames ákvað að koma við í Green Street og heilsa upp á Wini- fred systur sína. Hann þráði skyndilega hina friðsælu gömlu daga, hina öruggu tilveru í foreldrahúsum. Winifred var nú sú eina sem minnti hann á gömlu, góðu daganna. Hún var svo trygg, hún tók engum breytingum, þótt hún reyndi alltaf að fylgja tízkunni. Þegar hann kom til hennar var hún í nýjum kjól, sem honum fannst heldur unglegur fyrir hennar aldur. Hún var að drekka kín- verskt te, sem greinilega smakkaðist henni ekki sem bezt. En við því var ekkert að gera, það var í tízku núna að drekka kínverskt te.... — Viltu ekki borða með mér, Soames minn kæri? spurði hún áköf. Rétt áður en þau ætluðu að ganga til borðs kom stúlkan inn og sagði að Michael væri í símanum. Rödd hans var hás af geðshrær- ingu. — Það er Fleur, sagði hann. — Hríðirnar byrjuðu klukkan þrjú. Ég er búinn að hringja um allt til að hafa upp á þér .... — Hvað? kallaði Soames æstur. — Hvernig líður henni? — Þau segja að það gangi allt eðlilega, en mér finnst þetta hræðilegt.... Það getur varla tekið miklu lengri tíma. Michael lagði á. — Ó guð minn góður, sagði Soames. — Hvar er hatturinn minn? Hann óð eftir götunni og leit í allar áttir eftir bíl. Vesalings barnið, vesalings litla stúlkan mín. Klukkan var orðin átta, þetta hafði þá staðið um fimm klukkutíma. — Láttu því vera lokið, ó, guð, láttu því vera lokið nú, tautaði hann með sjálfum sér, og kom þá loksins auga á leigubíl.... Michael hafði komið heim klukkan sex og það fyrsta sem hann sá var hundurinn, sem lá í einum hnút í anddyrinu og vældi ve- sældarlega. En þá heyrði hann annað hljóð, hljóð sem honum fannst koma blóðinu til að storkna, — langdregna, þunga stunu. Ljósmóðirin mætti honum í dyrunum. Hún sagði að það væri engin ástæða til að hafa áhyggjur, en kaldur svitinn draup af hon- um og 'nann kreppti hnefana svo neglurnar stungust inn í lófa hans. Það er þá þannig að verða faðir, hugsaði hann. Ó, þessar stunur, þetta gat varað ennþá í marga klukkutíma. Hann flýtti sér inn í vinnuherbergi sitt og gekk þar um gólf, eða réttara sagt æddi um gólfið. Hversvegna þurftu fæðingar að vera svo kvalafullar? Þá kom honum í hug að hann yrði að ná í tengdaföður sinn. Hann hringdi í klúbbinn hans og á ýmsa staði, en án árangurs. Klukkan var orðin hálfátta. Hvað ætlaði þetta eiginlega að standa lengi? Ó, guð, þarna komu stunurnar aftur. Hann þaut upp stigann, augnaráðið var æðisgengið og hann hélt um eyrun. Nú hættu stun- urnar skyndilega. Hann varð að finna Soames, og honum datt Winifred í hug. Þegar hann var búinn að hringja til Green Street og hafði loksins fundið Soames, settist hann inn í vinnuherbergi sitt, en lét dyrnar standa opnar, beið þar til Soames kom og Winifrid var í fylgd með honum. Blýgrátt andlit tengdaföðursins, með djúpu hrukkuna milli augnanna, sem voru starandi og sársaukafull, eins og kvalir leynd- ust bak við þau, kom Michael aftur í jafnvægi. Aumingja karlinn, honum leið sýnilega ekki vel heldur, þeir voru báðir jafn aumir. — Villu ekki eitthvað að drekka? Ég á koníak. — Jú, þakka þér fyrir, sagði Soames, — mér er sama hvað það er. Þeir stóðu með glösin í höndunum, lyftu þeim til hálfs.... hlust- uðu, lyftu svo glösunum og drukku. Þeir gerðu þetta á vélrænan hátt, eins og þeir væru strengjabrúður. 50. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.