Vikan


Vikan - 19.12.1968, Síða 49

Vikan - 19.12.1968, Síða 49
SKCTAUT TIL AÐ HENGJA UPP Þessi munstur má klippa i pappa, pappír, málmpappír eða annað, skreyta síðan með perl- um og öðru smáskrauti, svo sem pallíettum og glitdufti, jólatrés- skrauti. Munstrin eru hálf, eins og þið sjáið, svo að leggja þarf efnið tvöfalt, sé það þunnt, annars snúa munstrinu við og teikna á hinn helminginn. Veljið pípuhreinsara í réttri lengd, til þess að halda skrautinu beinu, en þræðið perlur á þá hluta hans, sem sjást, eftir að pappinn hefur verið lagður á hann, en pípu- hreínsarinn er límdur á bakhlið munstursins, sem haft er tvöfalt, eigi það að hanga, þann- ig að báðar hliðar séu eins. Festið jólatrés- kúlu eða stóra perlu á endann, en beygið hann að ofan og hnýtið stífu silkibandi þar á og gerið úr því lykkju, svo að hægt sé að hengja þetta ,upp. Hér báSum megin eru skemmtilegir jólapaklcar, en auk myndarinnar er Umt á þá skraut. Á svaninn, sem klipptur er út á pakkann hér t. v. er t. d. límt perlu- auga og fjaörir, en kötturinn er meö litla perlufesti. Hér nœst t. v. er íariS með appelsínu eins og þegar negulnöglum er stungið um hana alla, til að gefa góða lykt og skemmtilegt útlit. Á þessari mynd eru það litlir grenikvistar, sem þekja hana og síðan er hún hengd upp í silki- bc nd. Næsta mynd sýnir hvernig gera má jóla- skraut úr valhnetum með því að bronsa þær. fKERTI í GLÖSUIV8 Fallegt borðskraut fæst með þvi að bræða hvíta kertaafganga í potti ofan í öðrum potti, þar sem vatnið sýður. Þegar vaxið er bráðið, eru kveikirnir teknir úr. Bætið vaxlitum, eíns og börn nota til að lita með, í vaxið, þann lit, sem óskað er eftir, og blandið vel. Hellið í ábætisglös og látið kólna, en ekki stífna alveg. Setjið lítið kerti i miðju hvers glass og hellið meira vaxi kringum það, ef þarf. Þegar vaxið er stíft, er hvítt kerti rifið á rifjúrni, þannig að það líti út eins og snjór eða ábætisskraut.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.