Vikan - 02.04.1969, Page 7
'N
l
komnir blessaðir páskar.
Það hlaut að vera,
því að annað eins
úrval af mat
hafði ég ekki séð í búrinu
síðan á jólum.
Ég var reyndar pakk-södd fyrir,
en gat þó ómögulega
neitað mér um
að bragða á páska-eggi.
Það var búið að borða
af þeim báðum,
en ég valdi mér það,
sem minna var búið af.
Ég fór snyrtilega að öllu,
og mér er óhætt að fullyrða,
að það sáust bara fáein
tanna-för eftir mig.
Nú var ég orðin svo södd,
að ég treysti mér ekki heim,
heldur skreið undir kommóðuna
og sofnaði þar.
Næsta morgun vaknaði
ég við það,
að stærri stelpan, Hanna,
var að húð-skamma
þá litlu fyrir eitthvað.
Ég lagði við hlustirnar.
Hvað haldið þið!
Hún æpti hátt og reiðilega:
„Ég skal segja mömmu þetta,
þú hefur víst gert þetta.
Þú hefur farið með greiðu
á eggið mitt!
Jú, vist!
Heldurðu að það sjáist ekki,
förin eftir greiðuna?
Þú hefur bara öfundað mig
af að eiga meira eftir!
Gefðu mér af þínu í staðinn!"
Litla Dóra kom engu
einasta orði að.
Og svo fór hún að gráta.
Nú kom mamma
og skarst í leikinn.
Ég held, að hún hafi trúað
að förin væru eftir greiðu.
En þetta voru auðvitað
tannaförin mín!
Hvað átti ég nú að gera?
Mér leið afar illa.
Mér er ekkert um,
að aðrir séu skammaðir mín vegna.
Ég hugsaði og hugsaði,
f "N
þangað til mér fannst
kommóðan takast á loft
yfir höfðinu á mér.
Ég varð að bjarga Dóru.
Eina ráðið, sem ég fann,
var að klifra
upp á kommóðuna,
fá mér stóran bita
af páska-egginu
og ganga hægt
með upprétt höfuð
og bitann í munninum
fram í gegnum eldhúsið.
Ég bað þess heitt,
að það yrðu opnar
allar dyr út,
svo að ég gæti bjargað mér
á flótta heim til mín.
Þetta var lífshættulegt,
en ég varð að hjálpa Dóru.
Hnarreist, með
bankandi hjarta
stmnzaði ég af stað.
Dóra kom fyrst auga á mig.
Hún æpti upp-.
Ö, ó, þarna er mús.
Stelpurnar og mamma
stukku æpandi
upp á stólana,
en þegar pabbi reis á fætur
í sýnilegum vígahug,
sleppti ég bitanum
og slapp naumlega
út um dyrnar.
Ég lifði þetta ævintýri
af með naumindum,
en ég bjargaði Dóru litlu
frá skömmum systur hennar,
því að inn í holu mína
heyrði ég pabba segja:
„0 — kvikindið slapp,
en skildi eitthvað eftir
á gólfinu.
Nei, sjáið þið bara,
þetta er súkkulaði-moli.
Hún hefur sýnilega
verið að gæða sér á
páska-eggi.“
Þannig komst fjölskyldan
að þeim sannleika
að „greiðu-förin“
í súkkulaðinu
voru reyndar
tannaför eftir mús. *
i4. tbi. VIKAN 7