Vikan


Vikan - 02.04.1969, Side 14

Vikan - 02.04.1969, Side 14
26. KAFLI. Allt í einu varð allt svo hljótt í kringum þau. Þeirra eigið ævintýr var í þann veginn að byrja. Þarna voru þau alein, heyrðu engri þjóð til, þegnar einskis konungs. Þegar Irokarnir kæmu til að leita stuðnings, myndu þeir semja við Joíírey de Peyrac, eins og hann væri konungur og talaði í sínu eigin nafni. Þau þorðu varla að trúa því, þegar þau svipuðust um í varðstöðinni, sem nú var aftur orðin þeirra. Þetta kvöld var haldinn mikil ,,fjölskyldu“hátíð til marks um sigur þeirra og sjálfstæði. Margar skálar voru drukknar Joffrey de Peyracs til heiðurs, fyrir hans frábæru stjórnun, sem enn einu sinni hafði bjargað þeim úr slæmri klípu. Og þessa nótt lifði Angelique nýja sælu, þegar hún þrýsti sér að manninum, sem hafði verndað og stjórnað þeim öllum og ekki brugðizt trausti þeirra á honum. Hún skynjaði ákefð vara hans, þegar þær drukku af vörum hennar, eins og nú, þegar hættan var hjá liðin, leit- aðist hann við að hefna sín á örlögunum. Til þess að taka á móti sendinefnd Irokanna fór Joffrey de Peyrac i rauða flauelisjakkann, sem saumaður var með silfurblómum og svörtum eðalsteinum. Hann var með silfurspora á svörtum leðurstígvélum. Hann stóð og beið fyrir framan hlið virkisins og hvíldi aðra höndina á silfur- hjöltum sverðsins. Spánverjarnir sex, sem voru hinn vopnaði lífvörður hans, stóðu tein- réttir vinstra megin við hann, með glampandi vopn og kabhjálma, og héldu atgeirnum beint framundan sér; hægra megin við hann stóðu sex af sjómönnum hans, sömuleiðis teinréttir, klæddir einskonar ein- kennisbúnin í skærum litum; jakkarnir voru hálfir gulir og hálfir skarlatsrauðir, buxurnar voru fagurrauðar og leðurstígvélin grábrún: þennan einkennisbúning hafði hann látið klæðskera í Seville gera handa þjónustuliði sínu. Það var sjaldgæft, að hann skipaði mönnum sínum að klæðast full- um einkennisbúningi. 1 nýja heiminum var hvergi staður fyrir iburð og siðvenjur gamla heimsins, nema á þeim svæðum, sem Spánverjar réðu fyrir. Oftast skriðu menn í land á hnjám og höndum, á norðursvæðunum, eigandi ekki annað en skyrtuna, sem þeir stóðu í, og fátæktin neyddi þá til meinlætalifnaður um langan, ókominn tíma. Sú var raunin um alla þá, sem flúið höfðu trúmálaofsóknir, eins og ensku púrítanarnir og frönsku Húgenottarnir. Jonasarfólkið, til dæmis, hafði haft með sér sama litilfjörlega pinkilinn, sem i voru allar þeirra jarðnesku eigur, alla leið frá La Rochelle. Joffrey de Peyrac hafði komið á skipum eftir að hafa auðgazt á fjár- sjóðaköfun í Karabiska hafinu. Þessvegna gat hann gefið sinni nýlendu rikmannlegra yfribragð og jafnvel í þeim takmarkaða farangri, sem hann og menn hans höfðu flutt með sér frá Gouldsboro, hafði hann séð færi á að hafa einkennisbúning hermannanna. Þegar Irokarnir klöngruðust í áttina upp að varðstöðinni, veltu þeir því fyrir sér, hvert gæti verið markmiðið með ölium þessum ljóma, glansi og gliti, sem þarna beið þeirra og jók enn á litadýrð haustins. Rautt laufið á risahlyninum við hliðina á varðstöðvarveggnum virtist eins og sérstaklega sett þarna til að bjóða þá velkomna, eins og odd- veifurnar, sem settar höfðu verið upp eftir hæðinni, eins og til að merkja þeim sigurleiðina. Vindurinn var ferskur og svalur og skraufþurrt grasið bylgjaðist undan vindinum, sem þaut yfir sléttuna. Swanissit bar byssuna með perlumóðurskeijarskeftinu, Þvert yfir bringu sér. Þeir voru fimm saman: Swanissit, Outakke, Anhisera, Ganatinha og Ousategan. Bringurnar voru berar, magarnir tómir og leðurlendaklæðin blöktu í vindinum. Ousategan var höíðingi Onondoganna, Ganatinha einn hraustasti höfð- ingi Óneida og Anhisera var talsmaður Kajúga; því hann var bróðir höfðingja þeirra, jafnvel þótt hann sjálfur væri Seneka.... Þessir menn voru þar af leiðandi mikilvægustu fulltrúar Hinna Fimm Þjóða í Maísdalnum, sem komnir voru til að gera sáttmála við Þrumu- manninn. Þeir höfðu tekið þessa áhættu fyrir sakir þjóða sinna, en í hjörtum þeirra var meira en vottur af tortryggni, sem þeir reyndu að hylja undir steigurlætisfasi. Angelique velti því fyrir sér, meðan hún horfði á þá nálgast ofan af varðstöðvarveggnum, hvað þessir villimenn í raun og veru hugsuðu. Henni fannst hún skynja tortryggni þeirra, kvíða og sorg. Því Swanissit hafði sagt við þá: — Hinar Fimm Þjóðir eru ekki það, sem þær eitt sinn voru. Nú verðum við að reyna að semja frið við hvíta manninn. Örlög Irokanna urðu æ samslungnari tilveru Angelique sjálfrar. Var það vegna þess, að hún hafði haft líf höfðingjans Outakke á valdi sínu, eða vegna þess að atvikið með skjaldbökuna virtist vera eins og veggur á milli þeirra? •* Þennan morgun höfðu hún og Honorine tínt beztu perlurnar úr verzl- unarvarningnum, sem nota átti í vöruskiptaverzlunina. — Þessar perlur eiga að vera handa Swanissit gamla, ef hann kemur að heimsækja okkur aftur. Hann er mjög virðingarverður maður. — Já, mér líkar vel við hann, sagði Honorine. — Hann var góður við litla drenginn. Hversvegna fór litli drengurinn með Frakkanum? Hann hefði getað kennt okkur að skjóta af boga. Angelique heíði lika gjarnan viljað hafa litla kanadiska drenginn, en það hafði ekki komið til tals. Miðja vegu upp hæðina fundu Irokarnir gjafirnar, sem Joffrey de Peyrac haíði lagt þar fram handa þeim: Perluskreyttan linda, mjög verðmætan, sem hann hafði tekið upp úr einni af kistum sínum. Þegar Swanissit hafði gert það upp við si-g, hvaða meining væri fólgin í hvitu og miðnæturbláu postulínsperlunum, sýndust þeir ánægð- ir. Þeir litu hver á annan, kinkuðu kolli og sögðu: — Þetta er gott! Þetta er verðmætt! Swanissit minnti hina á, að hálsfestin hefði eitt sinn verið hluti af fjársjóðum Móhikana. Sú staðreynd, að hún var komin í einu Peyracs greifa, benti til mikilvægis þess, að gera sáttmála við hann og sýndi f hve miklu uppáhaldi hann var hjá suðrænum ættflokkum. En sú til- hugsun ein, að hann skyldi ætla að gefa þeim þetta dýrindi, kom hjört- um þeirra til að slá örar. Þeir voru mjög upp með sér við þá tilhugsun, að þeir mættu taka þetta með sér heirn, og Swanissil gat þegar séð sig í anda ganga inn í borg hinna Löngu Húsa, með þessa dýrmætu perlu- festi I framréttum höndum. Hann hugsaði um æsinginn í fólkinu helma, þegar það sæi þetta, og hann titraði ósjálfrátt innra -með sér, eins og þanin húð á tambúrinu undir fingrum glaðbeitins hljómlistarmanns. Þeir lögðu niður vopnin, bogana og örvarnar, musketturnar með perlu- móðurskeljaskaftinu og friðarpípuna úr rauða steininum. Hún var að- eins ein, og fremur klunnalega gerð, og steinnin var orðinn kaldur, því ekki hafði verið reyikt úr pípunni svo mörgum, löngum mánuðum skipti. Þeir lögðu dótið frá sér og andvörpuðu, þegar þeir sáu meðal þeirra gjafa, sem hvítu mennirnir lögðu fram fyrir þá, brúnar tóbaksfíéttur, snyrtilega lagaðar á sútuðu skinn; þetta var bezta tóbakið, frá Virginíu, og ljúfur ilmurinn fyllti nasir þeirra. 14 VTKAN 14. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.