Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 15
Hve gott það yrði að geta brátt fengið sér reyk, sitjandi umhverfis
eld, njótandi þess að skiptast á loforðum.
En þeir máttu ekki láta þessar freistingar hafa of mikil áhrif á sig
©g trassa hið flókna og forna siðakerfi, sem fylgi jafn- mikilvægu pow-
■wcnv (þingi), framtíð Irokabandalagsins var undir þvi kominn.
Við þetta tækifæri spurði Angelique eiginmann sinn hvort hún gæti
<ekki komizt hjá því að vera viðstödd samningana. Þrátt fyrir það Mut-
verk, sem hún hafði leikið, óviljandi þó, til að erja jörðina fyrir þennan
samningafund, áleit hún ekki, að návist hennar væri nauðsynleg. Hún
Ihafði komizt að því, eftir Nicholasi Perrot að í þjóðfélagi Irokanna
létu konurnar litið fara fyrir sér á þingum sem þessum, og jafnvel þótt
þær og þá öllu fremur mæðurnar ættu rétt til að láta sína skoðun í
ljósi, væri skoðunum þeirra aðeins komið á framfæri með sérstökum
boðberum, sem aðeins voru valdir úr hópi ungu mannanna. Þar að auki
hafði hún siðan um morguninn þjáðst af hræðilegum höfuðverk og gat
ekki hugsað sér að dvelja margar klukkustundir og hlýða á hávaða-
samt klakkið i indíánunum, að þurfa að umbera hræðilegan dauninn
af þeim, ropana og rennandi nefin, sem þeir ýmist þurrkuðu með hand-
arbökunum eða hárinu. Joffrey de Peyrac samþykkti, að ef höfðingj-
arnir krefðust ekki návistar hennar, væri henni frjálst að vera fjar-
verandi . Undir niðri kveið hún fyrir þvi að standa frammi fyrir Out-
akke, höfðingja Móhaukanna, aftur. Betur lá henni hugur til Swanissits
og í afsökunarskyni fyrir fjarveru sína, fékk hún Nicholas Perrot til
að fara með feneysku perlurnar, sem hún hafði valið handa honum.
Þegar hún sá, að báðir aðilar höfðu heilsazt með mikilii viðhöfn, og
samningafundurinn var í þann veginn að byrja, sneri hún aftur til
hússins og var fremur hrollur í henni.
Þar dvaldi hún svo, það sem eftir var dags, með vinum sínum og
hörnum.
Við og við kom einhver til þeirra og sagði þeim hvernig gengi.
Af sjálfsmeðvitund og metnaði og vegna þess að hann var hræðilega
svangur og ljúfur ilmur barst innan úr varðstöðinni, svo hann langaði
mest til að hafa skemmri skírn á sumum pow-wow siðunum, teygði
'Swanissit gamli ræðuna sína langt fram yfir endamörk mannlegrar
þolinmæði, en það var eins og Peyrac greif stæðist allt.
Swanissit útskýrði með mörgum orðum, að þeir væru aðeins fimm
saman í dag, vegna þess að þeir hefðu skilið Tahoutaguete eftir með
stóran hermannahóp inni i skóginum og sumir þeirra hefðu verið farnir
að fara yfir yfir ána litlu neðar. Þar væru Þeir margir saman, já mjög
margir, sennilega þúsund, miiklu fleiri en hinir brotthlaupnu Frakkar
hefðu nokkru sinni getað ímyndað sér. Ef hann Swanissit, hefði nokkra
ástæðu til að ætla að hann, Þrumumaðurinn, væri að reyna að svæfa
tortryggni hans, eða loforð hans væru fölsk, og ef hann hefði aðeins
leitazt við að veikja Irokana með því að fá þá til að grafa stríðsöxina,
svo hann gæti síðar hjálpað Frökkum til að svíkja Hinar fimm þjóðir,
mætti hann vara sig og þegar í stað hlaða byssur sínar, því áður en
írokarnir sneru aftur til síns eigin lands, myndu þeir njóta þess að
steikja lifandi eitthvað af þessum ós-vifnu, svikulu, hvitu mönnum. Meðal
þeirra væru allra fallegustu hárkollar. — Þínir, til dæmis, Tekonder-
oga, og sona þinna. Þótt ég yrði ekki til Þess að flá höfuðleðrið af
konu þinni, bætti hann svo við, eins og hann stæði þá þegar andspænis
þessu verkefni. — Þvi það get ég sagt þér, og ég endurtek það, að ég
hef aldrei á ævinni drepið eða flegið höfuðleður af konu eða barni.
Og ég mun deyja án þess að taka nokkru sinni líf konu eða barns
samkvæmt venjum okkar fólks.
— En ég get ekki sagt Það um hina nýju kynslóð stríðsmanna, hélt
hann áfram og leit með fyrirlitlegu augnaráði á hina höfðingjana,
þótt þeir væru fullþroska menn. — Þvi þeir hafa lært af hvítu mönn-
unum að virða ekki lengur það, sem gefur lif, það sem tryggir okkur
framtíðina, og þeir hafa hengt konuhár við framdyrnar á kofunum
sínum. Ugh! Menn míns þjóðflokks verða bráðum jafn illar og svik-
ular verur og þið hvítu mennirnir, en engu að síður verð ég að vernda
mitt fólk og leggja grunninn að framtíð þess.
Rólegur og virðulegur lét Peyrac sem hann heyrði ekki athuga-
semdir og ógnanir Swanissits, og honum iánaðist að róa þá tortryggni,
sem var augljós undir þessu sýnishorni af óöryggi. Þetta tók allt langan
tíma og það hefði áreiðanlega ekki haízt af fyrir myrkur. hefði him-
ininn ekki allt i einu orðið alskýjaður. Það snögglygndi og þykk þoka
reis með furðulegum hraða upp frá ánni og vötnunum, lukti allt og
vall eins og óstöðvandi haf yfir barrtrén og fjallakambana.
Svo Þeir urðu að safna saman gjöfum sinum, perlufestum og friðar-
pípum og hypja sig inn í varðstöðina, þar sem allir þessir menn leituðu
hita og ljóss, sem útilokaði Land Skugganna og hið dapurlega Konung-
dæmi Dauðans.
Þeir kveiktu tvo griðarstóra elda í eldstæðum stóra skálans og þar
var haldin veizla með feitu kjöti, sætilmandi maís og súrum berjum.
Þeir urðu ölvaðir af bláum tóbaksreyk og litlausu alkohóli. Þessi para-
dis var aðeins fyrir þá, sem höfðu sannað getu sina og þrek til matar og
drykkjar, af langri reynslu af veizlum innfæddra eða orgíum sjóræn-
ingja.
Florimond og Cantor voru sendir meðal annarra til hússins, til að
borða þar með konunum og börnunum, þeim sem ekki vildu fara á
fyllirí og þeirra, sem höfðu viðkvæma lifur.
Angelique hafði stórkóstlega gaman af því hve synir hennar voru
’vandræðalegir. Ungi Bretoninn Yann kom lika og skýrði einarðlega og
blátt áfram frá því, að honum leiddist að drekka mikið. sömuleiðis að
troða í sig soðnu bjarnarkjöti endalaust og að honum yrði óglatt af því
að umgangast drukkna Indíána.
Enrico Enzi, Maltverjinn, leitaði einnig skjóls hjá þeim. Hann hafði
viðkvæma lifur og raunar skammast sin fyrir hana alla ævi, en Þar sem
sömuleiðis fór orð af því að hann væri flinkur með hnífinn. vogaði eng-
inn sér að hæðast að honum, þótt hörund hans gulnaði ögn meira en
venjulegt var og hann afþakkaði glas af léttu eða sterku vini.
Konurnar hjálpuðu til að láta kvöldið liða við gleði og söng. Einhver
lék á gítar og einhver á hljóðpípu og þau sungu öll. Þau átu sósusteikta
ávaxtabita og sætindi, sem börnin höfðu gert við eldstæðið. Maitre
Jonas sagði þeim öllum söguna af varúlfinum i Saintonge, það var langt
siðan hann ihafði sagt þessa sögu og stundum þagnaði hann. eins og
hann ætlaði ekki að byrja aftur. Ekki var það vegna þess að minnið
brygðist honum, þvert á móti, hann mundi söguna mjög vel, en hann
hafði ekki sagt hana siðan morguninn sem litlu drengirnir lians tveir
lentu í höndum Jesúítanna í La Rochelle og sáust ekki síðan.
En hann lauk sögunni og gladdist yfir að sjá hve öllum féll hún vel
í geð. Florimond og Cantor voru ekki þeir einu, sem báðu hann um
aðra sögu.
Svo fóru allir að sofa. Angelique stakk upp á því að drengirnir tveir
svæfu þar um nóttina, því ef Þeir færu á sínar hörðu dýnur í útihús-
unum, þar sem þeir sváfu venjulega, myndi 'hávaðinn frá hátíðahöldun-
um halda fyrir þeim vöku, svo þeir vöfðu um sig teppum og lögðust á
gólfið fyrir framan eldinn.
Án þess að fólkið gerði sér grein fyrir syfjaði það allt af þokunni.
Hún lagðist ofan yfir heiminn með mjúkum, ullarkenndum þrýstingi
og í ósæi hennar voru mörg deyfð og óviss hljóð og þögnin var þung
og ógnvekjandi.
Varðmenn stóðu uppi á öllum fjórum hornum varðstöðvarinnar og
reyndu án mikils árangurs að sjá eitthvað eða heyra, að reyna að
geta sér til um hvað brotahljóðið Þýddi, hvað skrjáfið og glamrið sem
barst að eyrum þeirra, eins og gegnum ullarbing, líkast andvarpi eða
dúðuðu bergmáli, sem þyrlandi þokan sendi aftur frá sér. Þeir heyrðu
froskana kvaka, niðri við ána, nátthrafninn kalla og ugluna væla í
skóginum. Fjarvist Metallakkanna og Naraandsúak Indíánanna, sem
farnir voru, gerði nóttina næstum enn dimmari. Hefðu þeir verið þarna
ennþá, hefði jafnvel í gegnum þokuna mátt sjá glóðina af eldum þeirra,
finna lyktina af reyknum, sem lopaðist upp úr birkibarkarhreysunum
og börnin hefðu heyrzt skæla.
En í nótt var ekkert.
Varðstöðin í Katarunk lá ein í miðri nóttinni eins og skipsflak á miðju
úthafinu.
27. KAFLI
1 varðstöðinni í Katarunk var móða innan dyra og mistur utan. Is-
kalt mistur úti og hlý móða inni. Otifyrir gerði birtan mistrið grátt og
það glitraði af frosti, þar sem móðan innifyrir var á hinn bóginn blár
tóbaksreykur. Oti var móða hinna stóru, opnu svæða, með sínum staðn-
aða grafhvelfingaþef, sem laumaðist yfir myrkt landið, eins og hræði-
legt villidýr, sem reynir að brjóta sér leið inn í skýli mannanna; á hinn
bóginn var sætilmandi móðan inni i skálunum, eimur sem lopaðist í
fíngerðum spírölum, upp úr fjölmörgum reykjarpípum, þar sem karl-
mennirnir sátu og reyktu af hjartans ánægju með magana fulla og hug-
ana tóma.
Swanissit var hamingjusamur Þessi gamli Seneki hafði étið eins og
hann gat i sig látið. Hann hafði ekki neytt mikils áfengis; hann óttað-
ist aðeins áhrif sterkra drykkja og hafði ævinlega forðazt þá. Á sama
hátt hafði hann afþakkað bjór og létt vín, sem honum höfðu verið boð-
in, en á hinn bóginn hafði honum fallið vatnið. sem dregið var upp úr
djúpum brunninum, með jarðarkeim. dável og hann skolaði niður mörg-
um skálum af sagamité eða maísgraut. Þessi óhófsneyzla matar og
tóbaks, eftir langa föstu að viðbættri stríðsþreytunni, hafði sömu áhrif
á hann og alkohól og hann var öldungis jafn ölvaður og hinir. Hann
hugsaði um nerlufestina, sem hann myndi bera í báðum höndum inn á
fund mæðranna og öldunganna. Hann hugsaði um gjafirnar. sem þeir
höfðu þegið og þau gagnkvæmu loforð, sem gefin höfðu verið.
Hann hugsaði um hin miklu veiðisvæði, sem biðu hins hrausta stríðs-
manns, þegar þau kæmu yfir móðuna miklu. Á hátíðiskvöldum sem
þessum voru hjörtun full af unaði. Þótt hann væri enn í Þessum heimi
átti hann auðvelt með að ímynda sér, að fögnuður hinna útvöldu hand-
an við rnóðuna væri líkur þeim sem honum b.ió í brjósti Þetta kvöld.
Þar skorti ekkert á. Og meira að segja — ó, kraftaverk kraftaverkanna!
Allt í einu sá hann Maudreuii barón, annan drenginn, sem hann hafði
eitt sinn tekið að sér og gengið í föðurstað standa frammi fyrir sér og
brosa breitt um leið og hann brá sveðjunni. . . .
28. KAFLI
Undir morgun, þó þegar enn var dimmt af nótt, hneggjuðu hestarnir.
Einhver úti hrópaði:
—■ Bjarndýr!
Joffrey de Peyrac stóð upp og flýtti sér til dvra Þrátt fyrir gifur-
legt þrek hans var hann engan veginn viss um sjálfan sig, hann fikraði
sig til dyra af mestu varúð, yfir skrokkana sem lágu eins og hráviði
um allt gólf 5 ölvrmu.
Það var öldungis sarna hvort rnenn þoldu drykki og auðsýningu
gestrisnissiða vel eða illa, fátt var mikilvægara til en heiðra áríðandi
sáttmála. gerðan við höfðingja Indíána og þá sér i lagi Iroka. Og geta
þeirra til ræðuhalda, mataráts og áfengisdrykkju er þvílík að þvi virð-
ast engin takmörk sett.
Senr betur fór hafði þolinmæði hans fyrir löngu staðizt sitt próf og
hann gat að minnsta kosti sagt, að á þessari einu nótt hafði kunnátta
hans í máli íroka vaxið til mikilla muna.
Kuldinn sló hann eins og högg. Hann undraðist að heyra ekki sitt
eigið fótatak, þegar hann gekk yfir hlaðið i áttina að varðstöðvarhlið-
inu. Hann heyrði einhvern ihrópa aftur hásri og framandlegri rödd. en
þekkti þó að það var rödd Spánverjans, Pedros Majorque, sem var einn
af varðmönnum hans.
Á sörnu stundu greiddi einhver honum ofsalegt högg á öxlina. svo
hann hrataði undan. Reyndar hafði höggið verið miðað á höfuð hans. en
ósjálfrátt viðbragð hafði bjargað honum. Hann skynjaði höggið koma
og vatt sér undan. Fleiri högg fylgdu á eftir. gegnum þvkka þokuna,
af handahófi. Hann þreifaði fyrir sér, náði í hála limi. tók þá tökum,
sem hann hafði lært í einhverri austurlenzkri höfn, og hann hevrði
bresta í beinum. En hverjir, sem árásarmenn hans voru. virtust þeir
ráða yfir endalausum þrótti, og endurnýjast stöðugt eins og hundrað
hausa skrímsli.
Annað högg. axarhögg að þessu sinni — hitti liann á ennið en hann
Framhald á bls., 49.
14- tw- VIKAN 15