Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 29
elskum hvort annað, herra West- phal. Martin Westphal þagði stund- arkorn. Síðan sagði hann: — Ég er enginn aðdáandi mikils orða- flaums, herra Siebert. Ég réði yður í mína þjónustu vegna þess að ég áleit að þér væruð dug- legur maður. Mér fellur vel við fólk, sem vinnur sig upp frá smárri byrjun. Sagan með Gaby — nú, hún hefur gengið dálítið hratt fyrir sig, en ég mun ekki standa í vegi fyrir yður. — Við viljum giftast eins fljótt og auðið er. — Ég veit. Hann hikaði and- artak, áður en hann hélt áfram. — Við þekkjumst ennþá ekki miög vel, herra Siebert, takið því þrátt fyrir það ekki illa upp, þótt ég leggi eina spurningu fyr- ir yður — Gjörið svo vel, herra West- phal. — Þér haf'ð verið giftur áð- ur. Konan yðar framdi sjálfs- morð. Hvers vegna? Júrgen svaraði rólega, án þess að sýna minnst vott um tauga- æsing. — É'g get fullvissað yð- ur um, að ég var hamingjusam- legp giftur, þangað til þann dag, sem konan mín kenndi sér siúk- dóms. Þunglyndi. sögðu lækn- arnir. Það endar í miög mörg- um tilfelum með siálfsmorð’. Martin Westphal virtist vera ánægður með þessa skýringu. Hver gat svo sem gert að því. þótt kona hans hefði orðið þung- ivnd? Samtalið hafði gengið á^ætlega. — Það er alltaf dálítið hapn- drætti að giftast, sagði faðir Gabvar að lokum. — ég vona að þið tvo hafið hreppt stóra vinninginn. Fvrir framan dyrnar á skrif- stofu hans, tókust þeir í hendur eins og vinir. Stóri vinningurinn. Vissulega var þetta stóri v'nningurinn, hugsað'- Júrgen. á leið til hótels- ins. f öllum tilvikum. Gaby hafði auk alls annars þann kost að vera einkadóttir Westphalverksmiðju- eigandans. Hann hafði áhuga á tízku. Það vildi hann gera klæða konur, og hann vissi líka, hvað honum stóð til boða. Og hafa tvöþúsund undirmenn, um það hafði hann dreymt, þegar hann var lítill drengur. Með þessa tilfinningu í brjósti sér fór hann upp í sundlaug og synti tíu umferðir án hvíldar. Þegar hann klifraði móður og másandi upp úr lauginni, stóð stúlka með langa fætur og kop- arrautt hár, í sægrænum bikini- baðfötum frammi fyrir honum. — Sæll, Júrgen, sagði Evi. — Hvað — hvað ert þú að gera hér? spurði hann undrandi. — Ég lagði einkaritarastarf mitt á hilluna,“ svaraði hún, — og er orðin ljósmyndafyrirsæta. Hún togaði aðeins í efri hluta baðfata sinna. — Eg get grætt meira á útlitinu heldur en með höfðinu. Júrgen hló, þó honum væri allra sízt hlátur í huga. — Býrðu hérna á hótelinu? . Evi hristi höfuðið. — Nei. Það get ég nú ekki ennþá leift mér. Ég er nú ennþá aðeins við byrj- un framabrautar minnar. Ég bý í smákompu. Hotel Sanssouci — heyrt það nefnt áður? — Nei, hreytti hann út úr sér í flýti, til þess að reyna að láta ekki bera á ótta sínum. Ótti var í rauninni ekki rétta orðið. Hann varð gripinn ofsahræðslu, þeirri tilfiningu að eyðileggingin þyti á hann ... Evi var stúlkan, sem hann hafði svikið Janine með. Hann hafði alltaf farið með Evi eftir hádegi í Eisenacherstræti. Litla hliðarsporið með henni hafði komið skriðunni af stað. Hugsanir hans unnu líkt og hann hefði sótthita. Evi þekkti Janine, hún hafði staðið and- spænis henni í íbúðinni. Stúlka gleymir ekki þannig augnablik- um. Hún mundi þekkja Janine aftur eins og skot og hún bjó núna undir sama þaki og hún. Það þurfti ekki mikið hug- myndaflug til þess að gera sér í hugarlund samfundi þeirra. Evi mundi stara á Janine eins og hún væri afturganga. Hún mundi missa taumhald á sjálfri sér frammi fyrir þeirri konu, sem hún hélt að væri löngu dauð. Hún mundi falla í ómegin, hrópa eða gera eitthvað annað brjálæðis- legt. Og Janine þyrfti þá aðeins að spyrja: — Þekkið þér mig? Hann varð að koma í veg fyrir mót þeirra, eitthvað varð honum að detta í hug. Hann varð að hugsa sig um, hugsa, leggia höf- uðið í bleyti.... Fyrst að veifa yfirþjóninum og panta eina flösku af kampavíni. Og synda einn hring. Og daðra örlítið við hana, minnast á liðinn tíma. Fyrst nokkru seinna spurði hann: — Hve lengi hefurðu ver- ið í Múnchen. — Síðan í gær. — Og hvað verðurðu lengi? — Um það bil viku, sagði hún. — Ég fæ hundrað mörk á dag. Flugferðirnar eru borgaðar. Fyrst i stað eru bara undirföt, skilurðu fyrir stóran verðlista. En ljósmyndarinn heldur, að hægt sé að koma mér lengra ... Júrgen heyrði varla, hvað hún sagði. Hún mundi verða heila viku í Múnchen, heila viku á Sanssouci. Hann varð að koma henni þaðan, undir eins, hún varð að flytja, búa annars staðar. — í þessu tilviki get ég gert eitthvað fyrir þig, Evi, fullv:ss- aði hann hana um. — Ég er ný- byrjaður á að sjá um auglýsing- arnar fyrir Westphal tízkuna. Ég get selt þeim þig sem stjörnu. Þar færðu þrefalt meira á dag — mundi það henta þér? — Ó, Júrgen, það yrði draum- ur! Það heppnast, sjáðu bara til, bætti hann við. — En gerðu mér þann greiða að flytja hingað á hótelið. Veiztu ekki að stjarna í auglýsingaheiminum þarfnast rétts heimilisfangs, það tilheyr- ir nú einu sinni starfinu. — Mhm, Evi brosti. — Rétt heimilisfang, ég skil, Júrgen.... Þú skilur ekki neitt, hugsaði Júrgen, ef þú heldur að ég vilji hafa þig hérna vegna þess að ég bý hér, nei, ónei! Mér er í raun- inni andskotans sama hvar þú býrð, aðeins ef það er ekki á Sanssouci, alls ekki á Sans- souci.... — Við sækjum farangur þinn, sagði hann. Hálfri klukkustundu síðar óku þau til Sanssouci. Hann þorði ekki að senda hana eina þangað aftur. Þessi hræðilegi skröggur, sem var dyravörður, þekkti hann því miður strax aftur. — Góðan dag, herra Siebert, sagði hann. Evi sneri sér undrandi að honum. — Ég hélt, að þú þekkl- ir hótelið ekki? — Jú, viðurkenndi hann, — ég bjó hérna líka einu sinni. Ég var bara búinn að gleyma nafn- inu. Þetta óhapp var þá ekki svo slæmt. Ef aðeins Janine skyti nú ekki upp kollinum, ef hún aðeins kæmi nú ekki út úr lyft- unni .... Hann hafði enga löngun til þess að bíða meðan Evi pakkaði niður druslum sínum. Hann fór með henni upp í herbergi henn- ar, sem til allrar óhamingju var einnig á fyrstu hæð. Þau urðu að fara fram hjá herbergi 5. Lófar hans voru rakir af svita. Hann hrökk í kút, við hvert skref, sem einhvers staðar var að heyra. Loksins opnaði Evi herbergi sitt. Hún lagði handlegginga um háls honum og kyssti hann. — Þér hef ég ekki ennþá getað gleymt, sagði hún. Hann vildi aftur á móti ekkert frekar en komast út. Hann hafði ekki minnsta áhuga á Evi fram- ar. Hann hjálpaði henni við að pakka niður — aðeins til þess að það gengi fljótar. Evi horfði á hann með kattar- augum sínum. — Ertu búinn að ná þér eftir þetta með konuna þína? — Já, svaraði hann þjakaður. Júrgen lét hana fá peninga fyrir herberginu. Og hann and- aði fyrst léttar, þegar þau voru komin út og stigu inn í leigu- bíl. f Bayerischen Hof fékk hann handa henni fallegt herbergi á þriðju hæð. — Sérðu, sagði hann, þegar burðarmaðurinn bar töskur hennar á undan þeim inn í her- bergið, — svona býr auglýsinga- stjarna. — Þú ert gimsteinn, Júrgen. Hittumst við aftur í kvöld? — Ég verð seint búinn að vinna. Hann fann enga trúlegri sögu. Evi kyssti hann á kinnina og hvíslaði u mleið: — Ég læsi dyr- unum ekki, Júrgen. Hann kreisti fram bros. Og hugsandi: Almáttugur, ég hefi annað að fást við. Ég hef allt annað að gera Eins og afbrotamaður vitjar alltaf aftur og aftur glæpastað- arins — þannig rak eitthvað Júrgen enn einu sinni á þessu kvöldi til Sanssouci. Hann virti fyrir sér gluggann á herbergi númer 5 frá gangstéttinni hin- um megin við götuna. Ljósið fullvissaði hann um að Janine væri inni. Það hafði því munað mjóu, þetta með Evi. Tilviljun, en gat þannig tilviljun ekki endurtek- ið s:g hvaða dag sem vera skyldi, hverja stundu? Hlaut það ekki að endurtaka sig? Hann hafði búið með Janine í Múnchen í tvö ár. Fornir ná- grannar mundu þekkja hana aft- ur á svipstundu, vinir hennar, mjólkurkonan á horninu, póst- urinn, stúlkan á ferðaskrifstof- unni, þar sem Janine hafði unn- ið . . . Framhald á bls. 47. Jiirgen slökkti Ijósið. Og mér kemur það ekkert við, hver liggur í gröf- inni í Marienr^orf. Drottinn gefi henni sína ellífu ró. Það sagði prestur- inn. - Og þannig ska! þsð vera. 14. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.