Vikan


Vikan - 02.04.1969, Síða 44

Vikan - 02.04.1969, Síða 44
/ N G MiTllGIILL Glóðarsteiktur matur er hollur og bragðgóður. BURG MOTORGRILÍi er með innbyggðum liitastilli og klukku. BI'RG JNLOTORGRILL l'æst i 2 stærðum, fyrir 2 eða 3 kjúklinga. BIIRG MOTORGRILI, er ódýr. / ^iiimai Sfygeixööon h.f. Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 — Sími 35200. V_____________________________________ / um stellingum, skýtur yfir og undir slár og reynir að hitta í merktu staðina á veggnum. Til þess nægir honum litli 8 sinnum 12 metra salurinn, en keppnis- hallir hafa 20x40 metra gólfflöt fyrir völlinn. Þarna æfir hann líka ýmiskonar brögð og bolta- æfingar. ÍSLAND Á AÐ NÁ ENN LENGRA „Ég er á þeirri skoðun að landsliðið eigi að ná langt,“ seg- ir Geir. „Það erfiðasta er í raun- inni að komast meðal 16 liða í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar. Séum við komnir þangað getur margt gerzt, — stórt spurningamerki. Það verð- ur ekki annað sagt en að við höf- um góða aðstöðu til æfinga. All- ir beztu leikmenn landsliðsins eru í Stór-Reykjavík, þ.e. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði. Það er því auðvelt að stunda æfingarnar. Erlendis er þetta erfiðara, jafnvel þótt at- vinnumennirnir komi í æfinga- búðir til nokkurra vikna æfinga, eins og vaninn er. Ég er bjart- sýnn á framtíðina hjá landslið- inu. Andinn er góður innan liðs- ins og það er mest þeim að þakka sem þar eru við stjórnvölinn, landsliðsnefndinni, Hannesi Þ. Sigurðssyni, Hjörleifi Þórðarsyni og Jóni Erlendssyni, svo og 44 VIKAN 14- tbl- landsliðsþjálfaranum, Hilmari Björnssyni.“ RÚMENAR STERKASTIR Rúmenar voru heimsmeistarar, þegar Geir lék sinn fyrsta lands- leik gegn þeim. Þá var Geir sótt- ur sérstaklega til Laugarvatns, þar sem hann var við erfitt nám á íþróttakennaraskólanum, en þetta var 1966 í byrjun marz, en þá um vorið lauk Geir námi sínu og sneri sér síðan að leikfimi- kennslu í Hafnarfirði. „Þeir eru líklega það bezta, sem ég hef séð, Rúmenarnir,“ sagði Geir, sterkustu línumenn- irnir, bezta jafnvægið, hraðir og fimir með boltann að auki.“ Samt vann Rúmenía síðari leik- inn með einu einasta marki, 16:15, þann fyrri með 23:17. Hér hitti Geir fyrir marga helztu handknattleiksmenn heims. „Mares er einn sá bezti sem ég hef séð í leik,“ sagði Geir, en honum kynntist hann í leikjum gegn Tékkum, bæði landsliði og Dukla Prag. „Hann hefur ein- stakt auga fyrir leik og uppbygg- ingu, og getur að auki skorað hátt yfir hæstu varnir, - þrátt fyrir að hann er heldur stuttur í annan endann, ef ég má orða það svo,“ segir Geir og kímir. „Verner Gaard, sá danski, hefur alltaf verið hættulegur leikmað- ur gegn okkur fslendingum, á aldrei þessa „Down“-leiki, eins og við köllum það þegar menn eiga slakan dag. Þá verð ég að minnast á rúmensku snillingana þá Moser og Gruia.“ VIÐ EIGIJM EKKI AÐ TAPA Á ÍÞRÓTTUM Margir íþróttamenn hafa tap- að á íþróttunum, — fjárhagslega séð. Margir námsmenn hafa fall- ið á prófum vegna íþrótta„dell- unnar“. Ég spyr Geir því hvað hann álíti um atvinnumennsku. „Ég verð nú að segja eins og er, að við urðum talsvert sárir hérna um daginn, þegar við vor- um í veizlunni eftir landsleikinn við Dani. Þá kom starfsmaður þeirra sambands til hvers og eins Dananna, rétti þeim umslag með 75 dönskum krónum íA Þetta sveið okkur vegna þeirrar stað- reyndar að við fáum ekki einu sinni vinnutap geitt. Það gengur meira að segja í brösum að fá að fara utan án þess að fá nokk- ur laun fyrir, — en að við fáum nokkurn kostnað greiddan, það er af og frá.“ „Utanferðir okkar eru ágætar, ég sé alls ekki eftir þeim, síður en svo, ég hef séð mig um í ein- um 11 löndum vegna handbolta- iðkunar minnar, nokkuð sem ég hefði ella ekki getað gert, en menn mega samt ekki þurfa að líða fjárhagstjón vegna þessa. Það er vitað mál, að íslendingar eru alltaf komnir inn í næstu verzlun, þar sem þeir eru er- lendis, þeir eyða peningum, sem þeir hefðu ella ekki gert. Þetta gera þeir að mér virðist jafnvel K eftir að verðlagið erlendis er orðið jafnhátt eða hærra en hér heima. Mér finnst að fyrsta skrefið sé að borga dagpeninga í utanferðum og allt vinnutap. MARKVÖRÐUR MEÐ BUXURNAR Á HÆLUNUM Margt skemmtilegt skeður í handboltanum, margt sem er ekki beinlínis á dagskránni. Geir segir mér t.d. sögu af markverði KR í fyrsta útimótinu, sem hann tók þátt í á Hörðuvöllum, Sig- urður Johnny, landsliðsmark- vörður með meiru, ákaflega hress piltur, sem brá sér í líki Louis Armstrongs á dansleikj- um handknattleiksmanna, var í markinu gegn FH. Nú gerðist það í einni svipan að línumaður FH kemst í gullið færi á að skora, — en hvað gerist? Sigurður Johnny missir skyndi- lega niður um sig buxurnar og stendur berstrípaður frammi fyrir línumanninum. Varð hon- um ákaflega mikið um þetta, missti algjörlega stjórn á gerðum sínum, og skotið fór víðs fjarri markinu, — og lenti úti í lækn- um. Það var mikið af áhorfend- um þennan sólríka sunnudag á Hörðuvöllum, og mikið hlegið. Markmenn geta sem sé varið á ýmsa vegu! NEYÐARÓP ÁTTI AÐ GERA LANDSLIÐIÐ AFTURREKA Aðra sögu segir Geir mér úr einni utanferðinni. Landsliðið var nýlega lent á flugvellinum við Búkarest í Rúmeníu, en þar ---------------------------N

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.