Vikan - 02.04.1969, Page 45
átti að leika tvo landsleiki. Nú
eru Rúmenar ákaflega nákvæm-
ir vegabréfsskoðunarmenn og
löng röð farþega myndaðist við
púlt eftirlitsmannanna.
Þorsteinn Björnsson, mark-
vörður er ekki gæddur mikilli
biðlund, — hann reyndi að oln-
boga sig áfam til að geta komizt
sem fyrst á rúmenska grund. Það
var kátína í hópnum eins og allt-
af þar sem landsliðið er á ferð-
inni. Einhver gerði það prakk-
arstrik að klípa þéttingsfast í
afturendann á Þorsteini. Hann
rak upp skaðræðisóp sem hljóm-
aði um lágreistu flugstöðvar-
bygginguna. Nú gerðist margt í
senn. Eftirlitsmennirnir urðu
skelfingu lostnir, landsliðsmenn
fengu krampa af hlátri, — en
öryggislögreglan á vellinum af-
slíðraði byssur sínar, — taldi að
einhver hætta kynni að vera á
ferðum. Þetta kostaði hálftíma
samninga við Rúmenana, sem
vildu helzt sleppa við að fá
landsliðið inn í landið, vildi gera
það afturreka. En allt fór þetta
vel og ferðin tókst í alla staði
vel.
ÁFENGI PASSAR EKKI
„Áfengi eða reykingar eiga
ekkert erindi til íþróttamanna,"
segir Geir. „Það er ekki þar með
sagt að ég sé einhver siðapostuli
í þessu sambandi, en sjálfur
reyki ég ekki og nota vín helzt
ekki. Hjá okkur í FH er það
reglan að leikmenn smakki ekki
vín 5—7 sólarhringa fyrir leik-
dag. Hendi menn slíkt, verða
þeir ekki meðal þeirra, sem
keppa í viðkomandi leik. Þá er
okkur líka ráðlagt að forðast all-
ar vökur og lifa yfirleitt heil-
brigðu og hollu líferni.“
Við þökkum Geir fyrir viðtal-
ið. Geir á nú fyrir höndum erf-
iða daga á handknattleiksvellin-
um. Lið hans hefur að vísu nær
tryggt sér íslandsmeistaratitilinn
í ár, — en framundan blasa
verkefni með félögum hans í
landsliðinu.
Til stendur að landsliðið æfi
allt sumarið með heimsmeistara-
keppnina í huga. Fyrst leikur fs-
landa í riðli gegn austurríska
landsliðinu og síðan ef allt geng-
ur eftir áætlun, með 15 öðrum
þjóðum í úrslitakeppni HM. Það
er takmarkið, og líklega hefur
áhugi landsliðsmanna aldrei ver-
ið eins mikill og nú. Þeir eru
staðráðnir í að standa sig þannig
að ísland, smáþjóðin með 200
þús. manns, verði meðal 16 beztu
í heimi.
Er það furðu góður árangur,
þar sem hér eru aðeins 1000 iðk-
endur íþróttarinnar. Viða er-
lendis skipta þeir hundriiðum
þúsunda og íþróttahallir t.d. í
Sviþjóð, eru yfir 100.
Ef til vill hefur handknatt-
leikurinn sýnt okkur betur en
margt annað, hvað íslendingar
GETA GERT, ef viljinn er fyrir
hendi.
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
i>
KafSI!
Ny tegund
VACUUMPAKKftfl
O.JOHNSOfl! 8
Oss er það ánœgja að geta sífellt aukið fjölbreytni
kaffitegunda á markaðinum.
Nú bjóðum vér yður nýja tegund er nefnist
Santos blanda
Santos blandan er afbragðskaffi,
framleitt úr úrvalsbaunum
frá Santos í Brazilíu og Kolumbíu.
Santos kaffiblandan er ódýr úrvalsvara.
0. JOHNSON & KAABER HF.
0
0
0
0
0
0
0
0
©0
£ 0
o ál
so
l 0
§ 0
£ 0
z 0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
PX-13 - 100% vörn ...
Framhald af bls, 17.
að finna nægilega litlar rafhlöð-
ur til þess að unnt væri að bera
þær á sér hvar sem væri og hve-
nær sem væri, rafhlöður, sem
entust og entust og treysta mætti
langtímum saman.
Og nú hófst einn erfiðasti þátt-
ur tilraunanna. Hér var um að
ræða lokalið í merku starfi, sem
sannað hafði ágæti sitt, aðeins
var eftir að gera hinn áþreifan-
lega lið hennar svo úr garði, að
komið gæti að haldi. Vitað var,
að ýmsar aðrar stofnanir og fyr-
irtæki, bæði austan hafs og vest-
an, lögðu mikið kapp á að finna
upp rafhlöður, sem varðveitt
gætu allt að tíu sinnum meiri
raforku miðað við stærð en raf-
hlöður höfðu gert fram til þess,
og þá var miðað við bæði mínus
og plús. Hér var enn viðameira
verkefni á ferðum, því nú þurfti
að aðgreina plús og mínus og
koma þeim straumi fyrir í hylki,
sem hægt væri að fela á sér og
hafa stöðugt við höndina.
Tilraunirnar fóru fram með
mikilli leynd og voru auðkennd-
ar með bókstöfunum PX og síð-
an númeri, sem hækkaði stöð-
ugt eftir því sem fleiri lausnir
reyndust ófullnægjandi eða
óframkvæmanlegar. En loks,
fyrir nærri tíu árum, fannst
PX 13.
PX 13 er lítil rafhlaða, að
þvermáli á stærð við tíeyring,
en þykktin nokkru meiri. Hún
fæst límborin líkt og heftiplást-
ur, því skautið verður að nema
við húð. Ennfremur má festa
hana við líkamann með hefti-
plástri, og skiptir ekki máli hvar
það er, liggi hún við hörundið.
Eftir að farið var að nota þessa
rafhlöðu vestan hafs, tóku skart-
gripaframleiðendur að framleiða
armbönd og armbandsúr, með
sérstöku hylki fyrir rafhlöðuna,
og fer þannig ekkert fyrir henni
og enginn veitir henni athygli.
Sömuleiðis hafa verið búnir til
eyrnalokkar með hólfi fyrir raf-
hlöðuna, signethringar karl-
manna og þannig mætti lengi
telja.
Rafhlaða þessi hefur þegar
verið í notkun í tilraunaskyni í
áratug, og hafa læknar og vís-
indamenn vestan hafs og í Jap-
an fylgzt mjög vandlega með
þeim 800 þúsund körlum og kon-
um, sem buðu sig fram til að
prófa ágæti aðferðarinnar. Mik-
illar nákvæmni var gætt við val
þessa fólks og þess gætt að hafa
það ýmist alheilbrigt eða með
einhverja sjúkdóma, svo að sem
mest breidd næðist í rannsókn-
irnar. Niðurstöður þessara rann-
sókna voru þær, sem að framan
greinir: Öryggi það, sem raf-
hlaðan veitti gagnvart frjóvgun
reyndist allt að 100%, þegar
annar aðalinn notaði hana, en
fyllilega 100%, þegar hún var
14. tbi. VIKAN 45