Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 48
'«L
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aöeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,
þ.e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þcytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
I»vottakcrfin eru:
1. Ullarþvottur 30°
2. Viðkvæmur þvottur 40°
3. Nylon, Non-Iron 90°
4. Non-Iron 90°
5. Suðuþvottur 100°
G. Heitþvottur 60°
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
8. Heitþvottur 90°
9. Litaður hör 60°
10. Stífþvottur 40°
11. Bleiuþvottur 100°
12. Gerviefnaþvottur 40°
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum og
unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæma
vélina.
HMflB ER BBKH HflHS Hðfl?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fuilur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Sfðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Gunnsteinn Sigurðarson, Hliðartúni 9, Mosfellssveit.
Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar.
Nafn
HelmlH
Örkin er á bls.
nýja Janine vissi ekkert um það.
— Takk fyrir, sagði hún.
Júrgen kveikti sér líka í síga-
rettu. Og þótt ég hefði gifzt henni
tíu sinnum, þá verð ég að um-
gangast hana nú eins og hún
væri mér ókunnug. Ég verð að
tala við hana, kynnast henni,
komast að því, hvernig högum
hennar er háttað....
— Hvar hafið þér fengið þessi
fallegu, bláu augu, ungfrú? sagði
hann við hana.
— Fékk þau gefins, svaraði
hún.
— Þér hljótið einnig að vera
sunnudagsbarn?
— Nei.
Janine sneri glasi sínu í hendi
sér, horfði fram hjá honum. Ó-
trúlegt, að fyrir aðeins þremur
mánuðum sváfu þau í sama
hjónarúmi. Rauðu rósirnar á
brúðkaupsdegi þeirra, við-
kvæmnin þá, ást þeirra — hon-
um fannst heil eilífð síðan. Og
hún hafði einfaldlega gleymt því.
Þrátt fyrir það gat hún orðið
honum hræðilega hættuleg, það
var honum ljósara nú en nokkru
sinni áður. Tilvera hennar gat
gert allar ráðagerðir hans að
engu.
— Eruð þér daprar? spurði
hann.
— Lít ég út fyrir það? spurði
hún á móti.
— Nei. Alls ekki. Aðeins —
síðan ég kynntist yður hef ég
aldrei séð yður brosa.
— Síðan hvenær þekkið þér
mig? Spurningin var borin hratt
fram, og hún horfði um leið á
hann. Og augnablik var hann
ekki lengur öruggur með sjálf-
an sig.
— Síðan í gær í hótelanddyr-
inu, sagði hann fljótmæltur, —
þá tók ég í fyrsta skipti eftir
bláum augum yðar. Við gengum
aðeins fram hjá hvort öðru. Þér
munið varla eftir því.
— Jú, viðurkenndi hún. — ég
man greinilega eftir því.
Núna brosti hún, meira að
segja örlítið. Hann kipptist við
er hann sá hve mjög það líktist
gamla brosinu, þessu feimna
brosi, sem eitt sinn hafði táknað
hamingju hans.
Júrgen lagði sig allan fram um
að láta samtalið ekki staðna.
Honum veittist það ekki erfitt.
Hann var meistari í að halda
uppi samræðum. Og auk þess
þekkti hann hana. Hann vissi,
hvaða eiginleika hún vildi helzt
finna hjá karlmönnum, hvað
henni féll við, hvað ekki ....
Hann sagði sögur, sem hún
varð að hlæja að. Margar þeirra
hafði hann sagt henni áður, en
það skipti engu máli. Minni
hennar lítist tómu tónbandi.
Fyrir utan tvo menn, sem töl-
uðu um verzlunarmál, voru þau
einu gestirnir á barnum.
— Má bjóða yður eitt glas af
kampavíni? spurði hann.
Framhald í næsta blaði.
48 VIICAN 14- tbL