Vikan


Vikan - 02.04.1969, Side 49

Vikan - 02.04.1969, Side 49
Framhald af bls. 15. vatt sér að mestu undan, svo hann fékk ekiki nema tiltölulega meinlausa skrámu, rétt yfir gagnauganu. En Það blæddi úr ihenni og hann fann eitthvað hykkt og salt á vörum sér. Hann rykkti sér lausum úr þeim hópi fálmara, sem héldu í hann og reyndu að drepa hann. Hann hljóp burt gegnum einkennilega þögn, sem hann skildi ekki. Augu hans voru tekin að venjast þokunni, en hann sá ekki eins vel í myrkri og Indíánarnir. Engu að síður sá hann skuggaveru, sem kom í áttina til hans, dökkan skugga, sem þokan sýndi enn stærri en hann raunverulega var. Hann varð fyrri til að slá að þessu sinni; sló mann- inn beint í andlitið með silfurskeftinu á pístólunni sinni, skugginn féll og hvarf úr augsýn, gegnum myrkur næturinnar sá hann fleiri skugga nálgast og umikringja hann í tilraun til að hremma hann. Hann óttaðist blóðmissinn, svo hann hljóp í átt til árinnar, í von um að komast undan þeim. Um leið og hann fann árbakkann undir fótum sér, stakk hann sér. Þessi dimma og iskalda friðarhöfn kom honum kunnuglega fyrir og hann lét líða úr sér í vatninu, dró varla andann, hugsaði ekkert; og um hrið, hann vissi ekki hve lengi, var eins og hann upplifði flótta sinn í Signu fyrir íimmtán árum, þegar hann renndi sér fyrir borð á bátn- um, sem skotliðar konungsins höfðu kastað honum upp í fremur dauð- um en lifandi. Hann rakst á eittihvað og nam staðar, tók á slútandi greinum og fikr- aði sig upp eftir knýttum rótum. Köld, bleik birtan gerði honum sárt í augum, og honum fannst að einhver sendi flugelda í áttina til hans, en svo skynjaði hann að þetta var bleikur morgunhiminninn og glóð ríkjandi sólar. Loftið umhverfis hann var fullt af litlum dropum, gulldemöntum og í stað myrkursins var allt orðið mjallahvítt; þótt hann vissi ekki til Þess að hafa misst meðvitund, fann hann að það hlaut að hafa liðið yfir hann, eftir að hann skreið upp á bakkann. Svo mundi ihann — Angelique! Þarna yfir í varðstöðinni. Hvað haíði gerzt? Hún var í hættu, og hvað um börnin ? Hugur hans varð þegar í stað skýr og þrátt fyrir blóðið, sem hann hafði misst, fyllti reiði hann hræðilegu afli. Þegar í stað var hann reiðu- búinn, vökull, með þeirri tómleikatilfinningu, sem færðist yfir hann í hvert skipti sem hann fann baráttu nálgast, tiifinning sem gerði hann daufan og blindan fyrir hverju því, sem ekki kom átökunum beinlínis við og var hluti af þeim hættum, sem hann stóð andspænis. Jafnivel minningin um Angelique var þurrkuð úr huga hans og hann var ekki annað en dýr, sem verst af allri sinni leikni, áskapaðri og áunn- inni; óvinir hans höfðu komizt að þvi, gegnum dýrkeypta reynslu hve voðalegur rnaður í þessu hugarástandi getur verið, jafnvel þegar hann stóð aleinn. Hægt reis hann á fætur og litaðist um. Hann var i skjóli undir píl- viði og sið, lafandi lauf hans, gullin undir snjónum glitruðu eins og igullnir eyrnalOikkar. Það var þessi snjór alls staðar, sem útskýrði þennan geislandi, hvíta bjarma, þögnina, Þessa skyndilegu deyfingu hljóðs og fótataks. Fljótt og rótt hafði hann fallið um miðja nótt og blandazt saman við þokuna. Þetta var dæmigert fyrir þetta mjög þurra -land að þykk þokan skyldi hverfa við fyrsta sólargeisla, eins og ihendi væri veifað, svo í staðinn kom Þetta skæra skyggni, svo langt sem augað eygði. Peyrac sá að hann var spölkorn frá varðstöðinni, hann sá dökkan skíðgarðinn utan um hana, uppi í hæðinni og reykjarlopana liðast leti- lega upp úr tveimur reykháfum og gera dök-k strik á morgunhimininn, jafn hvítan og. snjórinn var sjálfur. Hægt og gætilega -gekk hann út á opið svæði og hélt um hlaupið á pistólunni, reiðubúinn að reiða hana til höggs. Vökul augu hans hvörfl- uðu um landið, en. hann sá enga mannlega veru. Spölkorn uppi í hæð- inni rakst hann á fótspor, greinileg í nýfölinum snjónum og þau lágu meðfram ánni. Þegar hann kom nær varðstöðinni, fann hann fleiri spor sem lágu í allar- áttir. Þeir hlutu að hafa umkringt varðstöðina áður en þeir réðust á hana. Réðust á hana ? Nei, það leit heldur út fyrir að Þeir hefðu ko-mizt innfyrir veggina án erfiðismuna, Þvi hann hafði verið sleginn inni á hlaðinu. Hann lagði af stað uppeftir stígnum, sem lá frá árbakkanum upp að aðalhliðinu, og Þarna sá hann, undir þunnu lagi af snjó, mannveru liggjandi með útteygða anga. Hann igekk þangað hægt og sneri líkinu við. Hofuð Indíánans var molað og heilaslettur og blóð höfðu hellzt úr gapandi sárinu. Þetta var maðurinn, sem hann hafði slegið um nóttina með byssunni sinni. Hann rannsakaði manninn vandlega. Þótt Joffrey væri óvarinn og óvini auðvelt skotmark, sá hann þegar í stað að hann þurfti -ekki að óttast árás undir eins. frá Bretlandi HRafmagnorgelid ádeins Mö tengja vid utvarp eda magnara Tvær stillingar - „vibrato”— allt Bretland RATSJAHF LAUGAVEGI 47 f-------------------------N VETTVANGOB UNGA FOLKSINS Af óviðráðanlegum orsökum varð óhjá- kvæmiiegt að fresta Vettvangi unga fólks- ins, skemmtun þeirri, er halda átti í Aust- urbæjarbíói í gær, meðal annars til að velja fulltrúa unga fólksins 1969. Verður skemmt- unin haldin á sama stað 15. apríl næstkom- andi. Verður þar margt til skemmtunar, svo sem áður er auglýst og nánar verður. 14. tbh VIICAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.