Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 2
Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvaö Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. IFULLRI MÍTT Trúin og formið Undanfarið hefur verið gerð- ur þytur út af tilraunum með nýtt form til helgihalds Mæt- ur klerkur í Austurbænum reið á vaðið með nýbreytni í kirkjusamkomum með messuhaldi, sem kallað hefur verið popmessa. Hann hlaut ekki verðskuldað lof fyrir heldur hnjóð víðast að úrröð- um lærðra og leikra. Og þó hefur hann marglýst yfir því, að hér sé ekki um niðurstöðu að ræða, heldur leit að að- gengilegu guðsþjónustuformi fyrir nútímafólk. Það sem popmessu þessari var fundið til foráttu, var hávaði og gnýr, sem henni fylgdi. Þetta hefur mönnum þótt alger helgispjöll. Þeirra skoðun er sú, að helgihald þurfi endilega að vera hljóð- látt, alvarlegt og friðsælt. Það fer ekki hjá því, að manni finnist þetta fólk tigna trú sína formsins vegna, en ekki formið trúarinnar vegna. Því þegar allt kemur til alls, skiftir engu máli, hvernig helgihaldið fer fram, heldur hitt, að fólkið virði trú sína og brcyti samkvæmt því. Þar á ég ekki við, að það breyti samkvæmt einhverjum ein- um staf biblíunnar, því hana er hægt að sveigja til þjónk- unnar við hvaða niðurstöðu sem er, ef maður er nógu vel heima í henni. Eg á við hitt, að fólkið breyti samkvæmt bergmáli guðs í því sjálfu, að sterkasta kraftbirting guð- dómsins sé rödd hins góða í brjósti hvers og eins. Sé sú rödd látin hljóma og ráða, skiftir engu máli, hvort hvíslað er hlótt í kirkjum eða þrumað gegnum 2000 vatta magnara. — Það er afstaða mannsins til trúarinnar, sem þar skiptir sköpum, sé hún jákvæð, er sama hvert form- ið er. Sé tignun trúarinnar hins vegar bundin við form- ið, er sálarlífið eitthvað brenglað. S.H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.