Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 3
IÞESSARIVIKU PÓSTURINN ........................ Bls. 4 PALLADÓMUR EFTIR LÚPUS ........... Bls. 6 DAGLEGT HEILSUFAR ................ Bls. 8 MIG DREYMDI ...................... Bls. 9 SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ........... Bls. 10 HÚN SÁ FYRIR MORÐIÐ Á KENNEDY..... Bls. 12 MÚSAGILDRAN ...................... Bls. 14 GENFARVATN ....................... Bls. 16 ANGELIQUE í VESTURHEIMI .......... Bls. 18 EFTIR EYRANU ..................... Bls. 20 MÓTAÐ OG MÁLAÐ FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS Bls. 22 VIÐ HVERJA SNERTINGU HANS......... Bls. 28 VÍSUR VIKUNNAR: Nú vorar senn og veðrin fara að hlýna og vorköld jörðin tekur gleði sína og jafnvel gamlir skarfar skerpa róminn og skipa oss að hætta að berja lóminn. Er langur vetur leggur upp og kveður þá lifnar flest er hjörtun ungu gleður og vakna upp af dvala lönd og lýðir en Langholtsprestar hætta að syngja tíðir. FORSÍÐAN: Sögu Forsyte-ættarinnar er lokið í sjónvarpinu, en hún heldur áfram í Vikunni. Við hefjum í þessu blaði birtingu úrdrátts úr þremur síðustu bindunum, sem ekki voru kvikmynduð. Á forsíðunni sjáum við hina vinsælu Fleur Forsyte, sem leikin var af Susan Hampshire. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, aígreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. I NffSTU VIKU Fyrir nokkrum árum hafði dr. Aspirín fasta þætti í Vik- unni, þar sem hann fjallaði um ýmis málefni þjóðlífs, bæði á sviði efnahags- og at- vinnumála og eins á sviði menningar. Dr. Aspirín kom víða við og hafði skorinorðar skoðanir á öllu. Hann var lít- ið fyrir að láta almennings- álitið ráða fyrir sig eða veita því brautargengi. Dr. Aspirín hefur nú látið tilleiðast að skrifa á ný þátt fyrir Vikuna og geta þeir hugsanlega orð- ið fleiri. Þátturinn birtist í næsta blaði og heitir Þjóff- ernisrembingur í anda Sölva Helgasonar. „Á lágum ás milli Hóps og Húnavatns stendur höfuðból- ið Þingeyrar. Þar gerðust fyrr á öldum frægir atburðir og þar hefur löngum verið höfðingja- og helgisetur, fyrst í kaþólskum og síðar í lút- herskum sið. En þótt yfir sögu Þingeyra sé víða ljómi guðsdýrkunar og góðra siða, þá hefur veraldargleði ekki alltaf verið þar útlæg gerð.“ — Þetta er ofurlítið brot úr grein, sem Þorsteinn Matthí- asson skrifar í næsta blað undir fyrirsögninni Síffsum- arsdagur viff Húnavatn. 1 sjónmáli er sagt frá upp- töku á þættinum Á vetrar- kvöldi, grein er um nýju, hljóðfráu þoturnar og síðast en ekki sízt minnum við á nýju framhaldssöguna, Sögu Forsyte-ættarinnar. Hún er hætt í sjónvarpinu, en held- ur áfram hér í Vikunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.