Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 19
in við andlitið voru hárfléttur sem haldið var á sínum stað með spenn- um gerðum úr rauðrefafótum. Um hálsinn var hann með nokkra vafninga af festum og á tattóver- aðri bringu hans hékk litið krossmark. Hann horfði á Angelique, hallaði undir flatt og pírði augun illskulega. Hann igekk hægt í áttina til hennar. Hann lét skína i tenriurnar i þöglu glotti. Þær voru hvítar og yddað- ar eins og á nagdýri og tvær framstæðar tennur i. efri góm gerðu hann líkastan prakkaralegum íkorna. Hún skildi ekki af hverju hún var ekki hrædd. — Ertu höfðinginn Piksarett? sagði hún. Þar sem allir Abernakar höfðu kynnzt Frökikum hlaut hann að skilja ofurlítið í frönsku, jafnvel þótt hann gæti ekki talað hana. Hann kinkaði kolli. Hún tók sér stöðu milli hans og dyranna á birgðaskemmunni, ákveð- in í að koma i veg fyrir að hann kæmist þar inn. Samt vildi hún ekki drepa hann, aðeins að koma ihonum í burtu, koma i veg fyrir að liann dræpi særða manninn; hún ætlaði að semja við hann. Hún þreif rauðu skikkjuna af öxlum sér. — Taktu þessa skikkju.... hún er handa þér.... Þú getur haft hana handa hinum dauðu .... lndíánarnir höfðu allir verið frá sér numdir af skikkjunni og tiðindin um hana voru þegar komin langt niður eftir Kennebec, alla Indíána dreymdi um hana, því þeir stóðu stöðugt í stórræðum með að finna klæðaplögg, sem hæfðu beinum forfeðra þeirra. Margur katólskur presturinn hafði orðið að þola píslarvætti, því hann neitaði að láta hökulinn af hendi.... Nú hafði Angelique ósjálfrátt flogið i hug það eina, sem dreift gat athygli Piksarett. Hann leit á flikina með sælusvip, þar sem hún lá í snjónum milli þeirra, eins og hluti hefði verið ristur af morgunhimn- inum og kastað fyrir fætur hans. Hann þreif skikkjuna, breiddi úr henni, vafði henni um sig, tók hana siðan saman aftur og þrýsti henni að hjarta sér. Hann leit enn einu sinni á lokaðar dyrnar, svo á Angelique, síðan á skikkjuna. Á þeirri stundu tókst sólinni loks að brjótast í gegn og húsin urðu aftur sýnileg og snjórinn tók að bráðna. Nicholas Perrot, sem stóð hinum megin á hlaðinu, sá Piksarett hjá Angelique. Hann hljóp til þeirra, en Indiáninn tók til fótanna og án þess að sleppa skikkjunni stökk hann yfir skíðgarðinn, eins og sá risvaxni íkorni, sem hann i raun og veru vai, og hvarf samstundis. Á þessari sömu stundu náði Joffrey de Peyrac varðstöðinni og gekk inn á hlaðið. Angelique hljóp til hans og kastaði sér i fang hans. Hún skelfdist við að sjá hann særðan, en jafnframt varð ihún ofsaglöð að finna hann á lífi. — Guð veri lofaður! Þú ert lifandi, sagði hann og þrýsti henni að sér. — Ertu sár? — Það er ekkerl. Hvernig er með börnin og drengina? — Það er allt í lagi með þau. Ég held að við ihöfum enga látna að syrgja. Að minnsta kosti enga af okkar. Peyrac starði á opnar dyrnar inn í veizluskálann, þar sem menn voru farnir að safnast saman. Hann gekk þangað, yfirkOminn eins og Ange- lique skömmu áður, af gruninum um þann harmleik, sem hann myndi uppgötva. Hann stóð á þröskuldinum og starði á vaxhvítar verurnar, stjarfar i stellingum svefns eða örvinglan og blóði drifin höfuðin, sem hvíldu miili diskanna. Svo skein æðisleg reiði úr svörtum augum hans, hann formælti samanbitnum tönnum: — Djöfullinn, djöfullinn, hirði þá! Andskotinn eigi þá! Bölvaður sé sá maður sem hefur þetta á samvizkunni. Hnefar hans voru krepptir og blóði drifnið andlit hans, umkringt blautu og auri drifnu svörtu hári skaut viðstöddum skelk í bringu. -— Það hljóta að hafa verið Patsíkettarnir, sagði Nicholas Perrot. — Ég veit. Ég veit hverjir það voru sem komu og sviku okkur i skjóli næturinnar..... Ég sá merki þeirra. Og upp úr vasanum á rennvotum jakkanum dró hann verndargrip- inn, sem hann hafði rifið af háisi dauða Indíánans og þau sáu lítinn gullkross glitra í lófa hans. — Krossinn, sagði Peyrac beisklega. — Er enginn sá staður til á jarðriki, þar sem ég gert nokkuð, án þess að einhver geri bragð fyrir mér með krossmarki? — Monsieur, ég bið þig, ekki guðlasta! hrópaði Nicholas Perrot og fölnaði. — Hverju máli skiptir guðlast? Nú eru það verkin sem tala! Hann leit á þau myrkur á svip. Ólgandi reiði setti skjálfta i rödd hans. Hann langaði til að guðlasta og formæla, enginn þeirra manna, sem stóðu umhverfis hann, jafnvel ekki bræður hans og nánustu félagar myndu skilja það. Enginn nema hún. Því hún hafði Þjáðst með honum, eins og hann hafði þjáðst af einhverri ástæðu. Hann lagði handlegginn utan um hana og þrýsti henni að sér, ofsalega og starði með örvænt- ingarákefð i græn augu hennar. Hún, eins og liann var útskúfuð úr heimi trúaðra og réttlátra og ást hennar á honum hafði merkt hana, þegar hún var aðeins tvítug; síðan var hún útskúfuð og bölvuð; og nú skynjaði hann allt í einu að hún var orðin jafningi hans, sennilega eina veran á jörðinni sem var eins og hann. — Þetta hljóta að vera handaverk Patsíkettanna, endurtók Mauper- tuis, senr nú var kominn til þeirra, því honum fannst hann verða að segja eitthvað. — Þeir geta ekki séð lroka, án þess að reyna að bíta á barkann. Ég býst við að þegar þeir sáu að þessi var 1 þann veginn að sleppa frá þeim .... — Já, það voru þeir. Það þarf ofstækiskristna Indiána til að hætta á næturorrustu. Aðeins Patsíkettarnir eru þannig. Þeir trúa af þvílíkri ákefð að hjátrú Indiánanna má sín einskis lengur við hjá þeim. Ekki einu sinni sú hjátrú sem segir þeim, að sá striðsmaður sem drepinn er að náttþeli muni að eilífu ráfa í yztu myrkrum. Þeir eru svo gersam- lega heillaðir af Svartakufli að þeir treysta á yfirnáttúrulegt vald hans, þegar hann segir þeim að dauði íroka eða Englendings sé öruggt vega- bréf til ihimna. — Áttu við föður Orgeval? spurðu Nicholas og Maupertuis. — Það er óhugsandi. Hann er dýrlingur. — Hann er dýrlingur sem berst íyrir guð sinn. Ég hef lengi vitaö allt um hann. Páfinn og konungur Frakklands sendu hann til Akadiu í þeim tilgangi einum að hvetja Abernakana til að heyja heilagt stríð við enska villutrúarmenn og hvern þann annann, sem kalla mætti óvin katólikka eða Frakka. Það var hann, sem sendi eftir liðsauka til Que- bec og fékk hann til að leggja sig undir sig varðstöð okkar. Þegar hann sá að ég haíði tekið upp friðsamlega samninga við Loménie greifa áleit hann að Loménie hefði gengið á bak orða sinna og ákvað að greiða síðasta og örlagaþyngsta höggið. Þetta er ekki í íyrsta sinn, sem hann heíur sent Patsikettana i orrustu upp á eigið eindæmi. — Og nú, hélt Peyrac áfram með rámri, vonleysislegri röddu, — og nú hef ég blóðugar svikahendur — hann leit á glitrandi gullkrossinn í lófa sér — og Það er hans sök. Perrot, mannstu hvað Tahoutaget sagði, þegar hann kom hingað fyrst? Hann bjó yfir eíasemdum, því Outakke hafði sagt þeim að óhugsandi væri að gera bandalag við hvítan mann. E'n Irokarnir héldu enn dauðahaldi í þá von að finna hvítan mann, sem ekki myndi svíkja þá. Og nú, hvað get ég sagt við Þá? Hús mitt er flakkað ófyrirgefanlegum glæp! Rödd hans titraði, þegar hann sagði þetta, en um leið fann Angelique, sem hanh nélt utan um, að Þessi siðasta setning hefði allt í einu kveikt einhverja hugsun innra með honum, eitthvað sem gerði honum kleift að eygja mögulega lausn. Hann varð rórri og náði aftur sinni venjulegu sjálfsstjórn. Hann endurtók lágum rámi: — Hús mitt er vanhelgað. Hann starði framfyrir sig eins og svefngengill. — Outakke komst undan, sagði Perrot. — Það gerir aðeins illt verra. Hann fer aftur til striðsmanna sinna hinum megin við ána og eftir nokkra daga, kannske á morgun koma þeir aftur hingað. Það eina sem við getum gert þá er að strádrepa þá, hvern einasta eða vera drepin sjálf. Hvar eru varðmennirnir, sem voru á verði í gærkvöldi? Jacques Vignot og tveir aðrir Spánverjar gengu fram. Parísarmaðurinn skýrði frá því að um tvöleytið um nóttina, þegar þeir voru i þann veginn að ljúka vaktinni hefði hann heyrt franska rödd biðja þess að liliðin yrðu opnuð fyrir Monsieur de Loménie Cham- bord, sem að því er röddin sagði hafði neyðzt til að snúa við. Þar sem allir minntust vinsamlegrar brottfarar leiðangurs Loménie höfðu varðmennirnir álitið rétt að opna hliðin og hleypa honum inn. Það var niðdimmt, enda myrkur og þoka. Þeir höfðu ekki fyrr opnað hliðin en þeir voru slegnir i rot og bundnir. Þetta var ekki Loménie ofursti. Þetta var Maudreuil barón i broddi lítillar fylkingar Patsíketta. Siðan hrópaði hann „bjarndýr" og lokkaði þannig út þá, sem enn hugsuðu sæmilega skýrt og voru hreyíanlegir og Indíánarnir notuðu sér myrkrið til að rota þá alla. Og nú rann nokkuð skelfilegt upp fyrir Peyrac og félögum hans: Meðan þessi snögga og ójafna orrusta stóð um nóttina hafði ekki einn einasti hvitur maður í þjónust greifans verið drepinn, né einu sinni alvarlega særður. Margir höfðu verið rotaðir og fæstir höfðu séð neitt, því þeir höfðu annaðhvort verið sofandi svefni hinna réttlátu eða svefni hinna ölvuðu. Það leit út fyrir að nákvæmar skipanir hefðu verið gefnar um að hlifa lífum allra í varðstöðinni. Það leit út fyrir að Maudreuil og Pisk- arett væru á hnotskóg eftir höfuðleðrum Indiánanna og engu öðru. Patsíkettarnir höfðu ekki reiknað með gifurlegur varnarþrótti de Peyracs greifa né ofurmannlegu afli. Einn þeirra hafði fallið. Meðan Joffrey barðist á hlaðinu og stakk sér í ána til að forðast högg ofsækjenda sinna höfðu Don Juan Alvarez, Maupertuis, Macollet, Malaprade og þeir sem ekki voru steinsofandi vitni að þvi er Maudreuil barón og Piksarett Indiánahöfðingi birtust allt í einu. — Ég sá þegar í stað hvað klukkan sló, sagði Macollet gamli, — en hvað gat ég gert ? Ég gat ekki lyfti rassinum frá bekknum og jafnvel þótt ég hefði getað það — þetta var dálítið viðkvæmt. Þarna var Maudreuil, ungur herramaður, angandi af heilagleika og peningum og ég aðeins saurblankur, gamall hestasveinn. Og drengurinn hafði rétt til að leita eftir höfuðleðri Swanissit, því hann hafði drepið allt hans ættfólk. Þegar Swanissit sá þá varð honum líka ljóst hvað það þýddi, en hann var svo blindfuilur að hann gat ekki hreyft sig. Anhisera og Ganatinha voru jafn ófærir og Ouasategan, því hann sá ekki glóru og var farinn að skera hrúta. Outakke var sá ein, sem komst á fætur og hann barðist eins og ljón, áður en hann flúði i gegnum gluggann, eftir að hafa mölvað karminn með hnefunum — sjáið þið! Joffrey de Peyrac strauk sér yfir ennið. Við það reif hann upp sárið yfir gagnauganu. Þetta var fyrsta blóðið, sem hann hafði úthellt i nýja heiminum. örið eftir það skyldi kallað Etskon-Honsi-Svartaskikkja. Og það yrði ekki hið siðasta. Skipunin um að þyrma Evrópumönnunum hafði aðeins verið gefin til málamynda. Þeir voru dæmdir, engu að siður. Því hvaða frumstætt fólk, hvaða fólk yfirleitt gat látið þvilíka svívirðu og jafn lævísleg morð yfir sig ganga, án þess að leita hefnda? Héðan í frá myndi Katarunk að eilifu vera þjóðunum fimm tákn viðurstyggðarinnar. Þrátt fyrir alla lipurð og áreynslu Loménies og Peyracs greifa, þrátt fyrir skynsemi þeirra, vizku og alla þá þolinmæði og mannvit sem þeir höfðu beitt, sem heiðursmenn, til að koma í veg fyrir tilgangslaust stríð, stóðu þeir nú frammi fyrir slíkum óumflýjanlegum átökum, vit- stola, heimskulegum og óhjákvæmilegum. 30. KAFLI. Angelique renndi sér inn fyrir dyrnar á birgðaskemmunni og stóð grafkyrr með bakið upp að hurðinni og hlustaði eftir minnstu hreyf- ingu innan úr skugganum. — Var særði Irokinn en á lífi? Var hann dauður? Var hann í þann veginn að stökkva á hana? Allt var mögulegt. Hún beið. Ekkert gerðist. Hún kraup og skreið hægt þangað, sem hún hafði dregið hann. Poka- hrúgan, sem hún hafði kastað yfir hann virtist óhreyfð. Fyrir skemmstu, Framhald á bls. 44. i5. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.