Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 45
^IFSTOM fí/ 3Pj TOURIST FERÐASKRIFSTOFA RlKISIl\rS r Hannover kaupstefnan 26. apríl til 4. maí FARSEÐLAR - KAUPSTEFNUSKlRTEINI Biöjið um bæklinga fyrir einstakar vörutegundir hjá aðalumboðshafa LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVfK, SfMI 11540 laust um höfuðið, hún kraup þarna í skimunni frá lampanum og hann sá einbeitinguna i augurn hennar og hvernig hún herpti varinar. Svo fann hann eins og hann hefði verið lostinn skyndilegu höggi, að hendur hennar hvildu á honum og hlýr og segulmagnaður straumur flóði yfir hann úr þessum grönnu í'.ngrum með glansandi nögiunum, sem glitruðu eins og skeljar, og breiddist um líkama hans til að færa honum lífið aftur. Svo sá hann hana stirðna upp eins og Indiána, sem rekst á óvinaslóð og hann heyrði hana grípa andann á lofti. Svo kinkaði hún kolli nokkrum sinnum. Hún hafði lyft upp bióði drifnum lendaklæðum hans og sá sár á hægra lærinu, sem náði alveg upp í nára. Lensu hafði verið miöað á kvið hans en höggið hafði geigað. Hann hafði bundið fast um iærið til að stöðva blæðinguna, þetta hafði hann gert um leið og hann var kominn út úr veizluskálanum. Það var nauðsynlegt til að blóðferillinn sýndi ekki hvert hann hefði farið Þetta hafði reynzt árangursrík en hættuleg meðferð, því hennar vegna var fóturinn og sér í lagi brúnir sársins orðin blá og upphlaupin og þetta hefði getað orsakað banvænan blóðtappa. Angelique tók lampann upp aftur og skoðaði sárið mjög gaumgæfi- lega. Hún losaði bandið ofurlítið af mestu varfærni og ofurlítið blóð kom í ljós. Það var rautt og það hefði átt að gusast út í háttbundnum spýtinguin, hún skildi þetta ekki, það eins og blóðið væri hætt að renna. 1 þessum stífa líkama, var sem ótrúlegur gróandi væri þegar hafinn, fyrir hvaða kraftaverk, af hvaða yfirnáttúrulegum sökum gat það hafa gerzt? Hún leit á andlit særða mannsins og hað fór hrollur um hana, þegar hún sá hvernig hann starði á hana. Þetta var af yfirnátt- úrulegum völdum! Já. Sannariega. Vissi hún svo sem ekki að Outakke, höfðingi Móhaukanna bjó yfir meiri orku en aðrir? Hún hafði ekki hugsað mikið um þá ósjálfráðu þörf, sem hún hafði þá um kvöldið, er hún fór upp að lindinni. þar sem ihann lá í leyni til að drepa hana, en nú var hún viss um að fiann hefði lokkað hana þangað með töfrum. Hún gat sér þess til, að hann hefði hæfileika til að stöðva sitt eigið blóð- rennsli og neyða dauðann á flótta, skref fyrir skref, með einhverri yfir- náttúrulegri en áunninni leikni, sem hann einn þekkti. Því allan þennan tima meðan hann beið hreyfingarlaus eftir því, að hvíta konan kæmi honum til hjálpar hafði hann haldið dauðanum frá sér, þótt hann reyndi að hrifsa hann frá lifinu, með þessu ókunna og ótrúlega vilja- þreki sínu. Hún virti hann fyrir sér með tortryggni. Henni varð óglatt af katt- arþefnum af honum og enn einu sinni fékk hún svipaða tiifinningu og hún hafði nokkrum sinnum áður fundið í návist hans; að hún ætti ekki við algjörlega mannlega veru, heldur einskonar dýr frá óþekkt- um heimi og það var henni næstum undrunarefni, að sjá hann liggja þarna, nakinn og bjargarlausan frammi fyrir henni og finna að hann hafði hendur, fætur með tám, framstæð rifbein, nafla og kynfæri eins og aðrir karlmenn. Hún tók að stöðva þetta litla blóðrennsli og þvo sárið með vatni og smyrja á Það smyrslum, Svo batt hún um lærið í von um að smyrsl- in drægju úr því bólguna og þetta, ásamt viljastyrk og mikilli hreysti Outakkes, myndi breyta þessu banvæna sári í minninguna eina. Þannig voru Irokarnir. Hann vissi að hún vissi það. Hann vissi líka að hann gat gert henni mein, en hann hafði komizt að því að hún var nógu sterk til að koma i veg fyrir áætlanir hans. Hann hafði kallað hana til lind- arinnar, en hún hafði komið með rýting. Hún var jafnoki hans. Og ef til vill var það vegna þess, að einnig hún var í vinsamlegu sam- bandi við anda draumanna. En þó styrkur hennar væri ekki andstæð- ur styrk hans, var það að minnsta kosti annarslags styrkur, sem streymdi frá þessari útlendu konu, sem kom frá fjarlægu landi og hann fann til einkennilegs skjálfta, þegar hún lagði hendur sínar á hann. Þannig skiptust Angelique og Móhaukurinn á hugsunum með augna- ráðinu einu saman. Hún hafði ætlað að ganga úr skugga um, að hann væri meðvitundarlaus, og þrátt fyrir glampann í skáhöllum augunum, undir augnalokunum gæti hann ekki séð hana. Hún sakaði hann um að vera holdi klæddan anda, hættulegan og djöfullegan og hann fyrir sitt leyti hugsaði það sama um hana. Og með hverju augnaráði urðu þau atriði sem þau lærðu um annars styrk og skap- gerð, illvígari og herskáari cn í senn fyllri samúðar. Þetta var töfraeinvígi, en einvígi þar sem þau stóðu jafnfætis. Hver skyldi hafa getið sér þess arna til, sem séð hefði hvítklædda konuna krjúpa við hlið deyjandi villimansins. Enginn hefði séð neitt annað en aðalborna, evrópska konu, fara i!:um höndum um svöðusár Indíána, þótt þau væru í raun og veru 1 ■ ær verur jafn sterkar, sem áttu sér óafvitandi i vændum sameigin- lcgt, cn ótrúlegt ævintýri. Angelique hleypti í brýnnar og hnýtti síðasta hnútinn, leit í síðasta 'pti reiöilega á særða manninn og stóð upp. Hún reyndi að hreyfa likama Móhauksins sem minnst. Þar að auki var hann þungur eins og steinn — en henni tókst að koma einu teppinu milli hans og gólfsins. Svo breiddi hún annað teppi yfir hann og hlúði vel að honum, cn vaíði það þriðja upp og setti undir höfuð hans. Svo leit hún ánægjuiega á hann. Nú var hann loksins likur særðum manni, auðmjúkum sjúklingi. Hún herti upp hugann, renndi annarri hendi undir höfuðið, lyfti því ofurlítið og hélt vatnsskál að vörum hans. Ilreyfingarlausir andlitsdrættir Móhauksins lifnuðu við, hann slokaði vatnið græðgislega í sig eins og barn og andvarpaði djúpt. Þegar hún lagði höfuð hans aftur á teppið voru augu hans Iokuð og hún hélt að hann væri dáinn, en svo sá hún að hann var i fasta svefni. 31. KAFLI Angelique varð að biða til kvölds eftir heppilegu tækifæri. Eiginmað- ur hennar var mestan hluta dags utan garðs á skrafi við Nocholas Perrot og Maupertuis, sem eftir ofurlitið hik i upphafi virtust hafa æ meiri tilhneigingu til að fallast á þær hugmyndir, sem greifinn hatði á prjónunum. Af einu hafði Angelique áhyggjur, þvi að hann skyldi ekki vera önnum kafinn við að skipuleggja vörn varðstöðvar- innar. Allt benti til bess að þau gætu átt von á Irokunum á hverju dægri, ef ekki hverri stundu. Samt stóðu hliðin opin og menn Peyracs gengu um, án minnst merkis um asa. Hér og þar fóru fram stuttara- logar samrcður, nokkrar skipanir voru gefnar og þær framkvæmd- ar. Nokkrar holur voru grafnar í jörðina, utan virkisins, uppi í hæð- inni og niðri við ána. en það gat tæpast talizt vígbúnaður. Angelique fann Florimond í einu horni varðstöðvarinnar, önnum kafinn við að fylia harða pappahólka með muldum brennisteini, pota- síum klórati og koparoxýði. — Hvað ertu að gera þarna? — Flugelda. — Er þetta staður og stund til að hugsa um flugeldasýningu? — Pabbi sagði mér að gera þetta. — Til hvers? — Ég veit það ekki. Þetta er ein af hugmyndum hans. Angelique litaðist um. Snjórinn hafði bráðnað á fáeinum klukku- stundum, eftir var aðeins titrandi lag raka á jörð og laufum, sem gerði geisla sólarinnar enn meira glitrandi. — Florimond. Hvað hefur pabbi þinn í bígerð? Hliðin eru galopin, þótt Irokarnir kunni að koma á hverri stundu. — Pabbi hefur sent menn til njósna og þeir eiga að gera okkur við- vart um hvað Irokarnir eru að bauka og hvenær þeir nálgast. — Hvað hefur hann í hyggju? — Eg rveit það ekki. En hafðu engar áhyggjur, mamma. Ég veit að ástandið er alvarlegt, en pabbi sér við öllu. Þetta var galdraþulan þeirra allra. — Pabbi, leiðtogi okkar, sér við öllu .... Þegar Florimond og Cantor og aðrir menn Peyracs sáu sérstök svipbrigði á andliti hans vissu þeir að ekki tjóaði lengur að spyrja spurninga, aðeins að hlýða. Á hinn bóginn hafði hún, Angelique, komizt að því á dýrkeyptan hátt, að liann gat ekki ævinlega séð við öllu. Það hafði orðið henni 15. tbi. VIICAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.