Vikan


Vikan - 10.04.1969, Side 49

Vikan - 10.04.1969, Side 49
TIL í MATREIÐSLU Á FISKI OG ERU HÉR BIRTAR NOKKRAR TILBREYTINGAR piprað eftir smekk. Sósan látin kólna í lokuðu íláti svo ekki myndist börkur ofaná. Um það bil 25 mín. áður en setjast skal að borði er sósunni hellt yfir fiskinn og allt bakað í 250° ofni í þessar 25 mín. Borið strax fram með heitum kartöfl- um. FISKRÚLLUR lVz pund fiskflök lVz bolli mjólk 1 tesk. salt ögn af pipar 200 gr ostur 3 matsk. smjörlíki 3 matsk. hveiti 3 matsk. sítrónusafi Flökin skorin í hæfilegar lengj- ur svo hægt sé að snúa þau sam- an í rúllur eins og myndin sýn- ir. Rúllunum raðað í grunnt eld- fast mót. Mjólk hellt yfir, kryddað. Lát- ið á ofngrindina í miðlungsheit- an ofn og bakað í ca. 30 mín. Á meðan fiskurinn bakast er ost- urinn rifinn og smjörlíki brætt. Mjólkinni heilt varlega af fiskinum, einnig má ausa henni upp með skeið ef hætta er á að flökin losni sundur. Hveiti hrært út í feitina, þynnt út með mjólk- ursoðinu, látið sjóða hægt. Ost- urinn látinn í, hrært unz hann er bráðinn. Sítrónusafa bætt útí. Sósunni er hellt varlega yfir fiskrúlurnar, ögn af papriku má strá yfir. Hitinn aukinn aðeins í ofninum, fatið látið á ofngrind- ina og hún færð ofar. Látið brún- ast örlítið. Borið fram með kart.- öflum eða soðnum hrísgrjónum. Sósur er gott að hafa með steiktum fiski og þurfa þær helzt að vera fljótgerðar og ekki mjög dýrar. Gott er að baka upp: 75 gr smjörlíki og 75 gr hveiti og þynna með mjólk. Síðan má láta margs- konar bragðbæti í t.d. ögn af majones og sítrónusafa. Þá er komin sítrónusósa. Saxið súrsað grænmeti (picles) og hrærið saman við jafninginn ásamt dálitlum majones þá er komin remolaðesósa. Sinnep- sósa fæst með því að láta ca. 2 tesk. af sinnepi útí og þannig getur hver og einn fundið krydd að eigin smekk. ☆ Gott að vlta Til þess að vinna sér í hag við smákökubakstur er eít- irfarandi ráð mjög gott: Búið til einskonar „plötnr“ úr ál- pappír, jafnstórar bökunar- plötunni. Smákökurnar eru svo búnar til og látnar á eins margar álplötur og með þarf. Þegar bökun befst er ekki annað að gera en renna bök- unarplötunni varlega undir álplötuna og láta allt í ofn- inn, síðan koll af kolli og eng- in bið eftir að látið sé á plötu jafnhliða bökuninni. ] pund af saltfiski afvatnað yfir nótt. Soðið á þann hátt að vatnið er hitað upp að suðu og síðan látið vera á minnsta straum þangað til fiskurinn er gegnsoðinn án þess að losna í sér. Fiskurinn á lielzt ekki að hafa neitt saltbragð þegar hann er soðinn, svo jafnvel þyrfti að skipta um suðuvatn a.m.k. einu sinni. Látið 'ý bolla af smáskornum lauk malla í 2 matsk. af smjörlíki. Hrærið saman við / mcitsk. hveiti, 1\•> teslc. karry og bakið upp, þynnt út með mjólk og dá- lillu liænsnakjötssoði (af teningum). Látið sjóða í gegn. 1 ó bolli kókósmjöl er látinn malla í 2 tesk. af smjörlíki. Látið til hliðar og sneiðar af beikon brúnaðar á pönn- unni unz þær eru stökkar. Saltfiskurinn Uitinn í sósuna, soðið á minnsta straum í 10 mín., hrært af og til. Kók- ósmjölinu blandað útí, ásamt 1 tesk. sítrónusafa og ögn af pipar. Soðin hrísgi’jón borin með og beikonið mulið og stráð yfir þau. Þetta ætti að nægja handa 4—6. Þessa uppskrift mætti sem bezt hafa til þess að nota upp saltfiskafganga, því ekkert gerir til þótt fiskurinn sé kaldur. 15. tbi. VIKAN 40

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.