Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 18
I
Smám saman vék þokan upp frá ánni. Maður var á leiðinni upp hæð-
ina tfrá ánni, gegnum þennan fyrsta, létta snjó vetrarins, sem hafði
komið of snemma og myndi bráðna um leið og hiti dagsins myndi snerta
hann. Hann var glæsilegur og geislandi eins og Michael erkiengill sjálf-
ur, hann Eliacien de Maudreuil, litli baróninn. Gullið hárið glitraði
undir indíánahöfuðskrauti úr fjöðrum og perlum. Það skein í bera
bringu hans, gegnum opið hálsmáiið á dádýrsskinnsjakkanum og þar
héngu þrjú heiðursmerki, sem endrum og eins glitraði á, sömuleiðis
biaðið á löngu sveðjunni, sem hann hélt uppréttri fyrir framan sig.
Hann gekk hnarreistur upp hæðina og snjórinn gerði fótatak hans
hljóðlaust, úr bláum augum hans skein uppfylling paradísardraumsins.
Það sem 'hann sá í gegnum móðuna, undir rauðum hlyni, í öllum lit-
brigðum, var yfirnáttúrleg fegurð með geislabaug ljóssins, andlit, hvítt
eins og liljublóm og hin fegurstu augu.
Hún beið hans, hún kallaði hann til sín, áþreifanleg, en þó yfirnátt-
úrleg, umvafin rauðri skikkju.
Yfirkomin af eigin tilfinningum lét hann fallast á annað hnéð. — Ó,
blessaða kona, muldraði hann hálfbrostinni röddu. Ó, guðsmóðir,
blessaður veri þessi dagur! Ég vissi að ég myndi sjá yður á sigurstund
minni.
Þar sem hann kraup mynduðust rauðar stjörnur í hvítum snjónum.
Það var blóð. Blóð sem féll í dropatali....
Með krepptum hnefa brá hann einhverju á loft, einhverju svörtu og
röku, sem rauðbleikir dropar drupu úr.
— Hér er hár djöfulsins! Hér er skarnið sem ég hét þér. Ó, guðs-
móðir. Hér er höfuðleðrið af Swanissit.
Þokuskýi brá fyrir, það hjúpaði þau bæði í kaldri móðu og huldi
krjúpandi manninn fyrir sjónum Angelique.
Aftur heyrði hún hann hrópa með ömurlegum geðofsa.
— Swanissit er dauður! Dýrð sé guði í hæstum hæðum!
Hún þreifaði fyrir sér og hörfaði frá honum, leitaði einhvers stuðn-
ings. Hún gekk í einhvers konar tómarúmi yfir hlaðið og reyndi að
finna aðalskálann, þar sem hátíðáhöldin höfðu verið um nóttina.
Allt í einu kom hún auga á dyrnar, aðeins rétt hjá sér; þær stóðu
opnar og göptu eins og svart gat, sem opnaðist inn í <kaldan skugga.
Það marraði í leðurlömunum, þegar vindurinn sló hurðinni til og frá.
Geigvænlegur ótti greip um sig í brjósti hennar.
—• Veizluskálinn! Hún sté yfir þröskuldinn.
Þar sátu aðeins fjóril- menn við borðið. Hún sá þegar i stað að eigin-
maður hennar var ekki með þeim. Þetta voru íjórir höfðingjar Iroka,
Swanissit, Anhisira, Ouasategan og Ganatinha. Þeir lágu með höfuðin
fram á borðin og það var eins og þeir væru að sofa úr sér ölvímuna.
Það var staðnaður þefur í herberginu, sem þokan hafði lagt undir sig.
Eldarnir voru slokknaðir. Angelique greindi geigvænlegt hljóð, sem
fékk hárin til að rísa á höfði hennar. Það var hljóðið af einhverju
sem draup hægt, eins og slímugt vatn, sem drýpur djúpt í mynkum helii.
Hverju máli skipti þótt opnar dyrnar hleyptu inn kulda og eldarnir
hefðu slokknað! Þeir sem þarna sátu þurftu ekki frekar á yl að halda,
því þeir lágu í blóðpollum með flegin höfuð. Og hljóðið sem Angelique
heyrði var hljóðið af blóði þeirra, sem draup af borðinu niður á gólfið.
Allt í einu varð henni óglatt.
Og jafnvel hræðsla hennar um örlög eiginmanns hennar varð að láta
undan síga, fyrir þeirri óumræðilegu skelfingu, þeirri smán, sem þessi
sjón var henni.
Höfðingjar Iroka höfðu verið höfuðflegnir, þar sem þeir sátu við
borð gestgjafa síns, undir þaki Joffrey de Peyracs.
Einhver hreyfði sig tfyrir aftan hana, hún snarsneri sér við og þreif
upp byssuna.
18 VIKAN 15-tbl'
Hún sá Nioholas Perrot sem neri á sér höfuðið gegnum loðhúfuna og
starði sljóum augum á hana. Hann var einnig að virða fyrir sér bað
sem fyrir augun bar, inni i herberginu og varir hans bærðust fyrir for-
mælingum, sem hann hafði ekki orku til að segja upphátt.
— Monsieur Perrot? spurði Angelique næstum hvíslandi. — Hafið
þér hugmynd um hver gerði þetta?
Hann gaf til kynna að hann vissi ekkert.
— Hvar er maðurinn minn?
— Við erum að leita að honum.
—■ Hvað gerðist?
-— Við urðum allir kófdrukknir i gærkvöldi, sagði Perrot. — Þegar
ég gekk út á hlaðið sló mig einhver niður og ég er aðeins núna fyrst að
ranka við mér.
— Hver sló þig?
— Ég veit það ekki. En ég þori að veðja að það var Piksarett, ásamt
Patsíkett striðsmönnum sínum.
— Og Maudreuil! Ég sá hann rétt í þessu niðri við hliðið.
Perrot leit á írokana og sagði drungalega:
— Það vantar einn þeirra.
Hann taldi hina dauðu. — Það vantar einn þeirra. — Outakke. Ilann
hlýtur að hafa sloppið.
—- E'n 'hvernig gátu þeir komizt inn að ykkur óvörum?
— Einhver opnaði hliðin að innanverðu. Varðmennirnir liéldu að
Frakkar væru komnir aftur.
Og Joffrey, hvar getur hann verið? — Ég ætla að fara og segja
drengjunum minum frá þessu.
Angelique gekk yfir hlaðið einu sinni enn; drungaleg, grá þokan
hafði enn einu sinni breytt því í eyðimörk, þar sem hún gat átt von á að
rekast iá óvin við hvert fótmál.
Hún rakst á birgðaskemmuna og þekkti sig þá. Hún nam staðar,
hallaði sér upp að veggnum með byssuna tilbúna, því að henni fannst
hún hafa heyrt eitthvað.
Hún heyrði þetta hljóð aftur og eitthvað þungt rann i snjóskriðu
ofan eftir þakinu.
Líkami féll þunglega við fætur hennar. Outakke lá þarna hreyfingar-
iaus i hvítum snjónum, hörund hans var vaxfölt.
Andartak leið og þegar hún sá að hann hreyfði sig ekki laut hún yfir
hann. Hún gat varla greint andardráttinn. Hann hafði nú misst takið
á þakinu, en þar hlaut hann að hafa ihangið særður í margar, langar
klukkustundir.
Irokinn opnaði snöggt augun og leit á .hana. Varir hans bærðust og
hún skynjaði frekar en heyrði orðin sem hann hafði þegar sagt við
hana einu sinni uppi við lækinn og síðan endurtekið i draumi hennar
■—Kona, veittu mér líf.
Hún tók undir hendur hans og dró hann með sér. Hann var þungur
og hún átti erfitt með að ná taki á hálu ihörundi hans.
Hún leitaði í flýti í kjólvösum sínum eftir lyklinum að birgðaskemm-
unni, opnaði dyrnar og ýtti hurðinni frá stöfum með olnboganum. Síðan
dró hún særða manninn innfyrir og gekk tfrá honum úti í horni, með
því að breiða yfir hann gamla, tóma poka, til að fela hann.
Svo tfór hún út og læsti dyrunum. Fyrir atftan hana hafði einhver
komið út úr þokunni og virti hana nú fyrir sér.
Þegar hún sneri sér við brá henni ákaflega. Það stóð Indíáni frammi
fyrir henni og hún þekkti hávaxna Indíánahöfðingjann með bjarnar-
skinnin, sem hún hafði séð fyrir einum eða tveimur morgnum, með
gyllta ferðaaltarið. Hann var hrikalega hávaxinn, en mjög grannur. I
fitusmurðan hártoppinn var fléttað langt talnaband og sitt hvorum meg-