Vikan


Vikan - 10.04.1969, Qupperneq 15

Vikan - 10.04.1969, Qupperneq 15
— Kemur ekki til mála, sagði majórinn, hún er ensk. Það var ábyrgðarmiði í öskjunni, sæktu hann, Daisy. — Ég brenndi bæði öskjunni og miðanum, maður heldur ekki upp á þess háttar. Ný músagildra kostar tvo shillinga. — Þetta er atriði um reglu, sagði majórinn. Músafjölskyldan var í sjöunda himni hélt veizlu inni í veggn- um. Daisy brosti og horfði dádýrs- augum sínum á majórinn, lagði hendurnar um háls honum, kyssti hann beint á munninn, þrýsti sér að honum og hvíslaði: — Henry, þær eiga sjálfsagt mörg lítil og sæt börn . . En majórinn var ekki í skapi til ástaratlota á þessari stundu. Hann vafði pappír utan um gildruna, þreif hitabeltishattinn sinn frammi í forstofunni og var þotinn af stað niður í bæinn. Verzlunin, sem seldi músa- gildrur, hafði látið þá síðustu. — Því miður, sagði eigandinn. Hann hafði keypt smásendingu af um- ferðarsala,- sem flæktist hingað, selt hinar í skip og majórnum þessa einu. Þær voru áreiðan- lega enskar með vörumerkinu „Quick Death“, en án nafns og heimilisfangs framleiðanda. — Við verðum að reyna að koma þessari í lag, sagði kaup- maðurinn — ég held það hljóti að vera auðgert. — Gerið svo vel að reyna, sagði majórinn. \ Kaupmaðurinn kastaði skrúfu á agnbrettið, þyngri skrúfu og loks ennþá þyngri skrúfu. Músa- gildran hreyfðist ekki. Afgreiðslumaður kom til skjal- anna, klappaði létt á hana með litlum hamri, síðan fastar. En — nei .... Annar búðarmaður kom á vettvang. Þeir reyndu við hana í eina klukkustund. Viðskipta- vinir komu, biðu og fóru svo aftur. Majórinn tók gildruna og þaut út, niður götuna og inn í verzl- unarsendiráðið. Silkiskyrtan límdist við líkama hans og svitadroparnir þrengdu sér út á rauðleitu andlitinu. Hitamælir- inn sýndi háa gráðutölu í skugg- anum. Majórinn hafði vald á skapi sínu, að sjálfsögðu, skákaði músagildrunni á skrifborðið og lagði málið fyrir yfirmanninn, sem líka var majór — majór Brown. Brown majór virti músagildr- una fyrir sér af áhuga og ýtti með blýanti á agnbrettið. En nei Þá greip hann gildr- una í hönd sér og studdi þétt- ingsfast á agnbrettið með vísi- fingri hinnar handar. Kjarkmað- ur, Brown majór. En boginn haggaðist ekki. Einn af skrifstofumönnunum kom til skjalanna, síðan annar. Brown majór veðjaði viskí- flösku. Músagildran skyldi kom- ast í lag. Majórinn og starfs- fólkið í verzlunarsendiráðinu sátu umhverfis borðið fram eftir degi. En músagildran lét ekki haggast. Brown majór sótti viðskipta- skrá, en enginn gat fundið músa- gildruframleiðandann. Það var óhemja af músagildruframleið- endum í Englandi, en enginn af þeim gaf upp vörumerkið „Quick Death“. Klukkan þrjú sótti Brown majór viskíflöskuna og sagði: — Gerið svo vel, herrar mínir. Brown majór lofaði að koma málinu í höfn svo fljótt sem auðið væri, og Townsend majór sagðist bera fullt traust til hans. En þegar yngsti skrifstofumað- urinn upplýsti, að „þeldökkur herramaður" niðri í bæ fram- leiddi fyrirtaks góðar músagildr- ur, litu viðstaddir skilningslaust á hann og enginn svaraði. Majórinn fór heim í einbýlis- húsið sitt, og Daisy beið hans með ágætan miðdegisverð klukkan sex. Majórinn fullviss- aði hana um, að nú væri „málið“ komið í réttar hendur, dálítinn tíma myndi það taka, að sjálf- sögðu. Annars fannst honum hann ekki vera í skapi til þess að ljúka kapítulanum, svo að hann gekk frá hinu þykka hand- riti. Þegar hann læsti skúffunni og sagðist ekki ætla að skrifa fyrst um sinn, fleygði Daisy sér um hálsinn á honum og kyssti hann lengi. Vifturnar unnu hljóðlaust, drykkjarföngin í kælinum voru ágæt. Daisy sat í kjöltu hans, gulbrún með ferskjulitar kinn- ar, ung, mjúk eins og köttur með skínandi augu, sæt, fjarska- lega sæt, og frú Townsend heima á kalda Englandi. Sólin gekk snemma til viðar og stjörnurnar tindruðu yfir hafinu, majórinn stundi af vellíðan. Mýsnar skvöldruðu og tistu í veggnum. — Þær eru svo sætar, ég ætla að skera svolítið oststykki handa þeim, áður en við förum að leggja okkur, sagði Daisy. ' — Gerðu það, sagði majórinn. Daisy hljóp fram í eldhús, kveikti ljós, skar oststykki og lét það hjá holunni undir elda- vélinni. En majórinn varð að fara og slökkva ljósið, áður en hann gekk til svefns. Mýs voru mýs, sagði Daisy. Þegar hingað er komið í þess- ari alvarlegu frásögn, er ef til vill ekki úr vegi að vitna í þrjár frægar ljóðlínur eftir J. P. Jacobsen (nei, hann er ekki norskur, hann fæddist hvorki í Bergen né Vestby, heldur í Danmörku): Glödene nat! Viljer er Voks i din blöde Haand, og Troskab Siv kun for din Aandes Pust-------- Það komu aðrir dagar og aðr- ar nætur. Brown majór, sem var maður einmana, eyddi kvöldun- um og hluta af nóttunum við að reyna að uppgötva leyndardóm músagildrunnar, en------— Brown majór skildi ekki mik- ið í tækni. Aftur á móti var hann snillingur í að skrifa lang- ar og greinargóðar skýrslur. Eftir að hafa ástundað til- raunir við músagildruna í þrjá mánuði (hann viðurkenndi það síðar) skrifaði hann langa skýrslu og sendi hana ásamt gildrunni til verzlunarráðuneyt- isins í London. Skýrslan komst fljótlega á leiðarenda. En vegna ýmis kon- ar vandkvæða í sambandi við tollstjórnina, sem áleit sig eiga rétt á sex pensum í toll, en verzlunarráðuneytið vildi ekki borga, tók afgreiðslan á músa- gildrunni sinn tíma. Bréfum rigndi fram og aftur milli ráðu- neytanna og af einhverri ástæðu blandaðist flotamálastjórnin í málið og siðan lögreglan. Scotland Yard uppgötvaði, að eitthvað dularfullt væri á seyði, og það kynni að vera möguleiki á, að pakkinn innihéldi rúss- neska vítisvél. Maður, sem átti að hengja, fékk það hlutverk að opna pakkann úti á víðavangi, gegn loforði um fulla náðun, ef hann þá springi ekki í loft upp. Maðurinn batt hníf við langa stöng, skar traust böndin utan af pakkanum, pappír, öskju og aftur pappír. Og þarna lá músa- gildran í grasinu og var greini- lega aðeins lítil músagildra, og maðurinn slapp við gálgann og varð frjáls. Tollstjórinn sendi reikning til verzlunarsendiráðsins í Trinidad upp á sex pens og afgreiddi músagildruna til verzlunarráðu- neytisins í London, eftir níu mán- aða umstang. Allt svo nákvæm- lega einu ári eftir að Townsend majór afhenti Brown majór hana í Trinidad. En þar með var ,,málið“ ekki komið í höfn. Skrifstofustjórinn í ákveðinni deild í verzlunarráðuneytinu var nýkominn í starfið. Hann skildi ekki neitt í neinu, vísaði síðustu skýrslu frá tollstjórninni til skjalasafnsins og stakk músa- gildrunni ofan í skúffu. Það var ekki fyrr en tíu mánuðum seinna, þegar honum barst langt bréf frá Brown majór í Trini- dad — kurteis og sanngjörn áminning um að flýta málinu — að hann sneri sér til undirmanns síns, og sá hinn sami dró þegar í stað fram í dagsljósið þykka möppu úr skjalasafninu. Framhald á bls. 41. 15. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.