Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 40
Eins og lesendum Vikunnar mun vera ljóst, var greinarkorn okkar um undratöfluna PX 13 í síðasta tölublaði aðeins spaugi- legt aprílgabb, eins og uppspunnin nöfn fræðimanna og stofn- ana sýndu glögglega, ef ekki annað, en ekki flugufótur fyrir því, að kraftaverkaáhrif þessarar litlu rafhlöðu sé fyrir hendi. PX 13 er þó hin ágætasta rafhlaða, en eins og aðrar rafhlöður hefur hún bæði plús og mínus skaut, annars væri lítið í hana varið. Við sögðum, að PX 13 hefði reynzt heyrnardaufum prýðileg hjálp, þetta er rétt, vegna þess hve rafhlaðan er smá en geymir þó mikla orku, er hún notuð sem aflgjafi í heyrnar- tæki. Sömuleiðis eru þessar rafhlöður notaðar í sjálfvirkar ljósmyndavélar, í ljósmæla og víðar, þar sem nauðsynlegt er að nota litlar en þolnar rafhlöður. En okkur er ánægja að því að tilkynna, um leið og við lýís- um framanskráðu aprílgabbi á hendur okkur, að á næstunni hefjum við birtingu blaðaútdráttar úr bókinni „Living With the Pill“, með einkarétti á íslandi. Þessi bók var fyrst birt í greinaformi í Sunday Times Magazine en síðan gefin út sem bók, og hefur þegar selzt í gífurlegu upplagi. Bók þessi fjallar um allar þær tegundir getnaðarvarna, sem í verulegri notkun eru nú til dags, og er sett þannig fram, að allir geta lesið hana sér til skilnings. Þar er að finna svör við öllu því, sem leik- menn þurfa að vita og fýsir að vita um þessi mál. Að sjálf- sögðu skipar Pillan öndvegi í bók þessari, því hún er lang- vinsælasta getnaðarvörnin nú til dags og mjög örugg. Þó hefur hún sína ókosti, sem öllum er nauðsyn að vita um, og er einnig greint frá þeim í bókinni. Skýringarmyndir fylgia textanum., en hann skrifa 8 viðurkenndir læknar en sá níundi var ritstjóra bókarinnar til ráðuneytis. Er það von okkar, að við getum með birtingu þessarar bókar lagt nokkuð af mörkum til fræðslu um kynferðismál á traustan og smekklegan hátt. 40 VIKAN 15- tbl- óttaslegin og óróleg. Ég sagði manninum mínum frá þessum skilaboðum, sem ég hafði fengið í apríl. Hann varð jafn undrandi og ég. Hvers vegna hafði ég fengið þessar upplýsingar, fyrst ég gat ekki fært mér þær í nyt og komið í veg fyrir hinn hrylli- lega atburð? Haustið 1963 hafði hinn kunni bandaríski miðill, Jeanne Dixon, fengið boð að handan þess efnis, að aðvara John F. Kennedy um að fara ekki til Dallas. Hún gerði það, en því var ekki sinnt. Ef ég vildi nú hugsa málið rök- rétt og skynsamlega — hver mundi þá taka mark á aðvörun frá húsmóður í Uppsala? Atti ég að skrifa svohljóðandi bréf: „Kæri Robert Kennedy! Þér megið ekki fara til Los Angeles. Þér verðið myrtur þar. Það stendur í einhverju sambandi við lsrael?“ Það er kunnara en frá þurfi að segja, að leiðandi stjórnmála- menn í Bandaríkjunum fá dag- lega þúsundir bréfa frá alls kon- ar fólki, sem varar þá við að fara hingað eða þangað og ráðleggur þeim að gera ekki þetta eða hitt. Ef þeir ættu að taka tillit til alls þessa, yrðu þeir að sitja heima hjá sér á hverjum einasta degi. Auk þess hafði ég verið áminnt um að halda þessu leyndu. Ég gat ekkert gert. Síðan rann upp hinn örlagaríki dagur, þegar fregnin um morðið á Robert Kennedy barst út um allan heim. Ég varð skelfingu lostin, þegar ég hafði hlustað á frásögn af atburðinum í útvarpi. Ég rankaði ekki við mér, fyrr en síminn hringdi. Það var frú G. Hún hafði ekki sjálf hlustað á útvarpið, en sonur hennar, sem hafði verið trúað fyrir leyndar- málinu, kom heim frá skrifstofu sinni strax og hann heyrði frétt- ina. — Það hefur gerzt, hrópaði hann. — Pabbi hefur sótt Robert Kennedy. Hann var skotinn í Los Angeles, alveg eins og Astrid Gilmark sagði.... ☆ Framhald af bls. 11 . með björninn. En svo mikið var víst að kunnáttumenn höfðu slegið því föstu að mannvirkin á Condaford voru upphaflega frá 12. öld, að minnsta kosti sum þeirra. Húsum hafði auðvitað verið breytt meira eða minna. Sir Conway, eldri bróðir biskupsins, sem var látinn fyrir löngu, hafði verið aðlaður árið 1901, fyrir störf sín í utanríkisþjónustu. Hann var langdvölum erlendis og í hans tíð komst eignin í mikla niðurníðslu. Hann lézt árið 1904 og þá komst eignin í hendur hins núverandi Sir Conway, sem líka var mikið erlendis að hernaðar- störfum, þar sem hann var hershöfðingi. Hann hafði því lítið tæki- færi til að vera heima fyrr en eftir heimsstyrjöldina. Þegar hann fór að búa heima að staðaldri fann hann hve sterkum höndum hann var bundinn þessum stað, þar sem forfeður hans höfðu búið síðan á dögum krossferðanna. Hann gerði því allt sem í hans valdi stóð til að bæta og fegra, bæði inni og úti, en hann var eiginlega of fátækur til að búa þar. Jörðin gaf ekki mikið af sér, en eftirlaun hans og nokkrar tekjur konu hans, gerðu hershöfðingjanum kleift að halda tvo hjálparmenn, og lifa rólegu lífi við ýtrustu sparsemi. Konan hans (fædd Elisabeth Frensham) var ein af þeim ensku konum, sem ekki sýnist mikil fyrir mann að sjá, en standa fullkomlega fyrir sínu. Hún var hóglát, mild í fasi og sívinnandi. Maðurinn hennar og börn- in þrjú báru takmarkalaust traust til hennar. Þau voru öll miklu fjörlegri, litríkari persónuleikar. Hún hafði ekki farið með bónda sínum til Porthminster og beið nú komu hans. Hún var nýbúin að taka sírshlífarnar af húsgögnun- um og var nú að aðgæta hvort þær myndu endast líka næsta sumar, þegar skozkur terrier, sem kallaður var Scaramouch, kom æðandi inn og rétt á eftir honum Elisabeth, eldri dóttir hennar, sem kölluð var Dinny. Dinny var grönn og nokkuð há, hár hennar kastaníu- brúnt, nefið alls ekki fullkomið að lögun, munnurinn fíngerður, eins og á Botticellimálverki, augun fagurblá og breitt bil á milli þeirra. Öll var stúlkan eins og fíngert blóm á háum stilk, sem auð- veldlega gæti brotnað, en sem alltaf héldi reisninni og brotnaði alls ekki. Svipurinn allur ber það með sér að Dinny sæi kímnihliðina á flestum málum. Sir Lawrence sagði að Dinny væri eins og upp- sprettulind, sem ekki gæti framleitt vatn nema að freyða um leið. Hún var nú tuttugu og fjögurra ára. — Mamma, þurfum við að bera sorgarbúning vegna Cuffs frænda? — Ég held ekki, Dinny; að minnsta kosti ekki að öllu leyti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.