Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 22
MOTAÐ OG MALAÐ FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS í anddyri skólans er höggmynd af Lúðvig Guðmyndssyni, stofnanda Handíðaskólans og skólastjóra hans í rúma tvo áratugi. Myndin er gerð af Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara. LJÓSMYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÖLINN VERÐUR ÞRÍ- TUGUR í HAUST. AÐSÖKN AÐ SKÖLANUM HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRI EN NÚ, ENDA FER ÁHUGI Á MYNDLIST STÖÐUGT VAXANDI. - Á ÞESSUM OPN- UM ER BRUGÐIÐ UPP NOKKRUM SVIPMYNDUM AF HINU FJÖLBREYTTA STARFI SKÖLANS, ÞAR SEM NEMENDUR MÖTA OG MÁLA FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS. T\/n yndlistaráhugi er nú meiri hér M á landi en nokkru sinni fyrr. Opnun nýrra málverkasýninga má heita daglegur viðburður, þótt ekki séu menn sammála um list- rænt gildi þeirra allra. Þessi mynd- I istará hugi kemur meðal annars fram í stöðugt vaxandi aðsókn að Myndlista- og handíðaskóla Islands. Skólinn verður þrjátíu ára í haust. Lúðvíg Guðmundsson var stofnandi hans og skólastjóri í rúma tvo ára- tugi. Brautryðjendastarf hans hefur orðið myndlist í landinu til mikils ávinnings og mun seint ofmetið. Kurt Zier gerðist snemma starfsmað- ur við skólann og segja mál, að hann hafi byggt kennsluna upp. Hann kenndi um árabil, en hvarf síðan aftur til Þýzkalands. 1961 fluttist hann aftur hingað til lands og varð skólastjóri. Hann gegndi því embætti þar til í fyrra, er hann lét af störfum samkvæmt eigin ósk. Tók Hörður Ágústsson, listmálari, þá við stjórn skólans. Vikan heimsótti Myndlista- og handíðaskólann fyrir nokkru og tók svipmyndir af því lifandi og fjöl- breytta starfi, sem þar fer fram. Hörður Ágústsson leiddi okkur úr einni stofunni í aðra og sýndi okk- ur, hvað væri að gerast. Það var unnið af kappi á öllum hæðum við ólíklegustu verkefni, bæði hagnýt og listræn. Nemendur skólans eru nú alls um 400 hundruð. Þeir eru á öllum aidri, en mest ber þó á ungu fólki. Námið skiptist í tvo hluta, for- 22 VIKAN 15- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.