Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 48
STUNDUM GETUR VERIÐ GOTT AÐ BREYTA ÍRSKUR FISKRÉTTUR 3 sneiðar beikon, brytjað 3 sneiðar af lauk 1 Vz pund ýsu- eða þorskflök 3 miðlungsstórar gulrœtur, sneiddar smátt 1 pund kartöflur, brytjaðar fremur smátt 4 tesk salt Yz tesk pipar (eða nokkur heil piparkorn eftir smekk) Vatn, tómatlögur eða heilir tómatar, þegar þeir fást. Beikon brasað í potti og látið brúnast örlítið. Tekið upp úr og geymt á pappír. Laukurinn lát- inn í pottinn og mallaður vel meyr. Fiskurinn skorinn í frem- ur litla bita, látinn í pottinn ásamt gulrótum, kartöflum og kryddi. Vatni hellt yfir svo fljóti yfir fiskinn, lok látið á pottinn og látið krauma við fremur væg- an hita í 15—20 mín. Tómatlegi bætt í eftir smekk, sömuleiðis salti, ef með þarf. Beikoninu stráð yfir og rétturinn borinn fram í pottinum. Með þessu má hafa hrökkbrauð eða seytt rúg- brauð. FISKUR í OFNI 1 kg fiskflök (nægir handa 6). Fiskurinn skorinn í hæfileg stykki, eða lítil flök höfð heil. Stykkjunum skal nú dýfa í salt- aða mjólkurblöndu (2 tesk salt í V4 bolla mjólk), síðan velt upp úr brauðmylsnu (raspi) eða fín- muldu corn flakes. Þessa mylsnu má bragðbæta með dálitlum rifnum osti, sem á mjög vel við steiktan fisk. Fiskinum raðað í eldfast mót, saladolíu eða dálitlu bræddu smjörlíki hellt hér og hvar yfir fiskinn, bakað í vel heitum ofni 15-—20 mín. Þá á fiskurinn að vera orðinn fallega brúnn. FISKUR í PÖNNU 1 Yz pund fiskflök 2 tsk salt 1 matsk smjör eða smjörlíki 1 brytjaður laukur, meðalstór V\ bolli vatn Vz tsk sítrónusafi. Notið stóra pönnu með loki. Feitin brædd á pönnunni og laukurinn látinn í, Fiskbitunum raðað ofaná, salti stráð yfir. Um leið og sýður er pönnunni lokað vel. Látið sjóða við fremur góð- an hita í 5—10 mín. Þessari grunnaðferð má svo breyta, hvað bragð snertir t.d. með þvi að sjóða tómata með fiskinum þegar þeir fást, blanda 2—4 matsk. af sveppasúpudufti út í soðið og láta það smákrauma í svolitla stund, áður en fiskur- inn er borinn fram. Einnig má krydda með örlitlu hvítlauks- dufti, papriku eða Worchesters- hiresósu fyrir þá, sem það vilja. Til þess að flýta fyrir fisk- suðunni og einnig til þess að minna vatn þurfi til þess að sjóða í, er gott að hafa stykki af vax- eða smjörpappír lagt yfir pönn- una, undir lokið, síðan er gert gat á miðju pappírsins svo guf- an komist út, síðan er pönnunni lokað á venjulegan hátt. FISKUR MEÐ KARRY 30 gr. smjör eða smjörlíki 1 meðalstór laukur, sneiddur 1 lítið epli, sneitt 4 tesk. karryduft 2 bollar fisksoð eða vatn Salt eftir smekk 1 Vz pund fiskflök, skorin í stykki 1 tesk. sítrónusafi. Feitin brædd í potti, laukur og eplasneiðar látnar malla í, unz þær eru meyrar, ekki brúnaðar. Karryduftið látið útí, látið krauma aðeins með, þá er fisk- stykkjunum raðað í, saltað og vökvanum hellt yfir, soðið undir loki við fremur vægan hita í 5—10 mín. Borið fram með soðn- um hrísgrjónum. BAKAÐUR FISKHLEIFUR 2 pund ýsa 2 bollar mjúk brauðmylsna 2 bollar mjólk 2 matsk. rifinn laukur 3 þeyttar eggjarauður 2 tesk. salt V\ tesk. pipar Vz tesk. selerisalt (má sleppa) 3 þeyttar eggjáhvítur Fiskurinn grófhakkaður eða skafinn, öllu blandað saman nema eggjahvítunum, hrært að- eins saman. Þá er þeyttum eggja- hvitunum blandað varlega sam- an við. Bakað í eldföstu móti, sem látið er standa í vatni í ofn- skúffunni. Bökunartími ca. 1 klst. við meðalhita. FISKRÉTTUR MEÐ OSTI 500 gr. fiskflök salt, pipar og paprika 40 gr. smjör eða smjörlíki Vz dl.vatn 100 gr. feitur ostur 2 matsk. franskbrauðsmylsna (eða rasp) Eldfast fat smurt vel. Fiskflökin skorin í hæfilega bita, lögð í fat- ið og kryddinu stráð yfir. Smjör- líkisbitunum stráð yfir og vatni hellt yfir. Lok látið yfir eða ál- pappír lagður þétt yfir, soðið ca. 10 mín. í ofni. Þá er fiskurinn þakinn með ostsneiðum, mylsn- unni stráð yfir, látið í ofninn aftur unz osturinn er bráðinn og aðeins gulbrúnn. Borðað strax með kartöflum og einhverskonar hrásalati, ef til er. FISKUR í HÁTÍÐABÚNINGI 1 kg þétt ýsuflök eða þunnar sneiðar af heilagfiski salt 3 dl vatn og safi af hálfri sítrónu 100 gr rœkjur 50 gr. sveppir. GRATINSÓSA: 4 matsk. smjör eða smjörlíki 3Vz matsk. hveiti 4 dl. síað fisksoð 2 dl mjólk eða rjómi salt og pipar eftir smekk 1—2 eggjarauður Fiskurinn hreinsaður, núinn með salti og skorinn í hæfilega bita. Þeim raðað í smurt eldfast mót og vatn og sítrónublöndunni hellt yfir. Fatinu lokað með loki eða álpappír, soðið í 250° heitum ofni í ca. 30 mín. Smjör og hveiti bakað upp í sósuna, þynnt út með fisksoði og mjólk (rjóma). Sósan látin smá- sjóða í 5 mín. Tekin af eldavél- inni og eggjarauðunum hrært saman við, þá rækjum og smjör- steiktum sveppum. Saltað og 48 VTKAN 15- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.