Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 39
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Ka££i! Ny tegund Q« er /wð ánægja ab geta sífellt aukib fjölbreytni kaffitegunda á markabinum. Nú bjóbum verybur nýja tegund er nefnist Santos blanda PPIÍ Santos blandan er afbragbskaffi, framleitt úr úrvalsbaunum frá Santos í Brazilíu og Kolumbíu. Santos kaffiblandan er ódýr úrvalsvara. 0. JOHNSON & KAABER HE 0 0 0 0 0 0 0 0 ©0 ? ' á) lo ^ 0 § 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 ná sambandi við hann. En það hefur aldrei gerzt, að hann hafi birzt mér við slík tækifæri. En oft hefur hann komið til mín', þegar við frú G. höfum setið og spjallað saman um allt aðra hluti og ekki verið að hugsa um hann. í fyrrasumar, þegar ég dvald- is á sveitasetrinu okkar, hringdi frú G. til dæmis til mín. Við töl- uðum um alla heima og geima og minntumst m.a. á, að sonur henn- ar væri í skemmtiferðalagi um Miðj arðarhafslöndin. Allt í einu sá ég Alex fyrir mér. Hann var kátur og glaður og sagði mér, að hann væri með syni sínum í umræddu ferðalagi. Ennfremur sagði hann: „Úrinu hans hefur verið stolið og auk þess kemur hann heim miklu fyrr en ráðgert var.“ Það er engan veginn merkilegt, að úri sé stolið af ferðamanni. Og heldur telst varla til tíðinda, þótt maður komi fyrr heim úr ferðalagi en hann ætlaði. En hvort tveggja gerðist! Sonurinn sendi vini sínum kort og sagði honum, að úrinu hefði verið stolið. Frú G. hafði spurnir af þessu nokkrum dögum seinna. Og um það bil viku síðar stóð sonurinn allt í einu í dyrunum heima hjá sér — mánuði fyrr en búizt var við honum. Ég skildi ekki, hvers vegna Al- ex hafði sagt mér þetta. Hvorugt þessara atvika virtist hafa neina þýðingu. En ári síðar fékk ég skýringuna: Alex vildi kenna mér að treysta forspám hans fullkomlega. f apríl 1968 var mér boðið heim til frú G. Fleiri gestir voru hjá henni, en 7. apríl fóru þeir allir heim nema ég. Ég var beðin um að dveljast viku til viðbótar. Oftar en einu sinni hafði ég fundið, að Alex væri nálægur á heimili sínu. Stundum birtist hann mér svo greinilega, að við gátum rætt saman óhindruð. Kvöld nokkurt kveiktum við á kertaljósi við mynd af hontim, sem alltaf stóð á borði í stofunni. Við gerðum þetta á hverju kvöldi. En þetta kvöld var andrúmsloftið í stofunni mjög óvenjulegt. Jafn- vel frú G., sem er gjörsneidd öll- um dulrænum hæfileikum, fann þetta. Ég sá marga af nánustu ættingjum frú G., sem éru löngu dánir, og fluttu henni kveðjur. En greinilegast birtist mér mað- ur hennar, Alex. Fyrir milli- göngu mína ræddust hjónin við góða stund. Frú G. vildi fá að vita, hvort hann fylgdist daglega með henni og börnunum, en síð- an spurði hún: — Hvernig er að vera dáinn? Svarið kom um hæl: Það er að vera frjáls. Þessi tilvera er svo fullkomlega ólík jarðlífinu, að ekkert er til á jörð- inni, sem hægt er að nota til sam- anburðar. Þess vegna er afar erf- itt að lýsa þessu, þannig að það skiljist. Ég get fylgt hverju fót- máli þínu og barna okkar. En ég er einnig starfsmaður í hópi, sem hefur það verkefni með höndum að taka á móti fólki, sem yfirgef- ur jarðlífið. Hann sagði, að við mættiun ekki vera órólegar og alls ekki hræða annað fólk, en hann ætlaði í fullum trúnaði að fá okkur í hendur sönnun fyrir hluta af „starfi“ hans. Hann sagðist öðru hverju geta séð fyrir, það sem gerast mundi í framtíðinni, en benti á, að stundum höguðu at- vikin því svo, að spáin reyndist ekki með öllu rétt. VISSI AÐ ROBERT KENNEDY YRÐI MYRTUR Síðan bað hann okkur kyrfi- lega að halda eftirfarandi leyndu: — Ég er í hópi, sem fylgir Ro- bert Kennedy, öldungadeildar- þingmanni. Ég er alltaf í návist hans. í San Francisco munum við koma í veg fyrir, að á hann verði ráðizt. f Los Angeles fáum við hins vegar liðsstyrk og förum niður og sækjum hann og flytj- um hann yfir í okkar heim. Við lyftum honum yfir í heim ljóss- ins. Hann verður myrtur. Þessi skilaboð komu yfir okk- ur eins og reiðarslag. — Þetta má ekki gerast, sögð- um við báðar. — Hvers vegna reynið þið ekki að koma í veg fyrir það, fyrst þið vitið um það? Okkur fannst það hróplegt ranglæti að annar Kennedy- bróðirinn skyldi biða svo dapur- leg endalok og spurðum, hvers þeir ættu að gjalda og hver væri meiningin með þessu? — Þetta gerist, af því að hjá því verður ekki komizt, var okk- ur sagt. Við létum okkur ekki nægja svo ófullkomið svar og reyndum allt sem við gátum til að fá nánari skilgreiningu. Loks sagði Alex: — Þetta stendur í einhverju sambandi við ísrael. Meira get ég ekki sagt. Það var enn erfiðara að skilja þessa siðustu athugasemd með hliðsjón af því, að Alex hafði verið Gyðingur hér á jörðinni. Ef til vill var líklegt, að hópur- inn, sem Alex tilheyrði vildi Ro- bert Kennedy vel. En fsrael — hvernig gat það blandazt inn í þetta mál? Robert Kennedy hafði jú alltaf stutt málstað þeirrar þjóðar. Nú er öllum kunn skýringin á þessu. Ungur ofstækismaður sem bar hatur í brjósti til hinnar ungu ísraelþjóðar, varð valdur að þessum atburði, sem virðist hafa verið óumflýjanlegur. Allt hið góða og jákvæða, sem við höfðum orðið vitni að þetta kvöld bliknaði í ljósi þessa vá- lega spádóms. Ég vildi ekki með nokkru móti trúa, að hann mundi rætast. Ég sagði við frú G., að ég hlyti að vera eitthvað illa upp- lögð í kvöld, svo að miðilshæfi- leikar mínir fengju ekki notið sín. Þetta hlyti að vera allt sam- an á misskilningi byggt. Tíminn leið. Við fylgdunlst með kosningabaráttu Roberts Kennedy í blöðum og sjónvarpi. Þegar forkosningarnar stóðu fyr- ir dyrum í Kaliforníu og hann fór til San Francisco, tók ég að ókyrrast. En ekkert gerðist sem betur fer. Þegar mér barst sú frétt að hann ætlaði í heimsókn til Los Angeles, varð ég aftur 15. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.