Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 46
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR GSENStóVKS 22-24 »31)280-3 262 Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 71/2x15, 11x11 og 15x15 em. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar - DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. 46 VIKAN l5- tbl- kostnaðarsöm reynsla, að uppgötva að lífið er framar öðru snara á leið hinnar mannlegu leitar að hamingju og ekki er fátítt að falla i þá gildru. Djúpt í hugarfylgsnum sínum átti hún enn óhægt með að gleyma því er Joffrey de Peyrac vanmat óvin sinn, þótt það væri aðeins einu sinni eða fyrirgefa honum það. Auðvitað var sá óvinur sá hljóðiátasti, fágaðasti og valdamesti, sem hugsazt gat og um leið sá sem fljótastur var til: Konungur Frakklands Lúðvik Deodatus XIV. Það var einnig rétt að Joffrey de Peyrae greifi hafði virt að vettugi þau viðvörunarteikn, sem honum hefðu átt að nægja til að flýta þeg- ar í stað, hann hafði látið þau sem vind um eyrun þjóta, til þess að njóta enn einnar nætur með henni, eiginkonu sinni, Angelique. Og Lúðvík XIV. lét höggið ríða eins og elding og líf þeirra beggja voru lögð í rúst. En þennan dag kom það fyrir að benni fannst hún engu geta treyst nema sínum eigin þrótti og hve oft, þvi miður, hafði hún komizt að því hve þeim þrótti var ábótavant. Þegar eitthvað andstætt gerðist átti hún auðveldara með að sjá hættuna, heldur en hvaða þátt tilviljun eða leikni, kynnu að geta átt þátt í að ýta henni til hliðar. Hún vantreysti heppninni meðan Joffrey de Peyrac leit á björtu hliðarnar og hélt þvi staðfast fram að ævinlega væri til leið, jafn- vel út úr verstu kringumstæðum. Þessi eiginleiki hans vakti með henni öfund, jafnvel afbrýðisemi. E'n hann var alltaf rólegur. Þó fauk i hann í annað sinn á einum og sama deginum, þegar hún loksins náði tali af honum einslega og sagði honum að Móhauka- höfðinginn Outakke væri enn lifandi, að hún hefði bjargað honum og hjúkrað honum og að hann væri í þeirra höndum og ætti allt sitt undir þeim. Því færi fjarri að hann hefði getað komið til bræðra sinna og hvatt þá til hefnda. — I-Iversvegna sagðirðu mér ekki fyrr frá þessu? þrumaði hann, og keyrði hnefann í borðið. — Þetta þykja mér mikii tíðindi! Þau kunna að hafa mikil áhrif á fyrirætlanir mínar! Það styrkir aðstöðu mína og gerir næstum fullvísl að mér muni heppnast. — Hvaða áætianir hefurðu i huga? - Það er mitt mál. - Ætlarðu að verja varðstöðina? Verðum við að berjast? — Já .....Kannske. Ef við ekki verðum annars úrkosta. Við erum vel vopnaðir og við gætum sigrað. En við stráfelldum þennan her- flokk væri það endirinn á fyrirætlunum okkar á efri svæðum Kenne- bec. Fyrr eða síðar neyddumst við til að hörfa, því Irokarnir myndu aldrei sjá okkur í friði. Kg ætla heldur að reyna aðra leið. — Hvaða leið? — Ég get ekki sagt, frá því ennþá. — Auðvitað er ég of heimsk til að skilja! hrópaði Angelique. — Þú virðist gleyma því að ég hef einnig stjórnað mönnum í stríði! En þú ætlar að senda mig aftur til pottanna og pannanna. Þú segir mér aldrei neitt og Það læt ég ekki viðgangast. — Og hvað um þig! hrópaði Peyrac. — Ertu svo örlát á skýringar þínar, varðandi gerðir þínar og hugsanir? Hefurðu nokkru sinni sagt mér hvað það var, hverskonar heimskupör þú framdir til að ná taki á Outakke, þarna um daginn og koma með hann, hinn hræðilega óvin hvítu mannanna, eins og í 1aumi? Finnst þér ekkert óvenjulegt við það? Finnst þér í raun og veru að það þarfnist engrar skýringa? Þú kemur, þú ferð, þú hættir iífi þínu eins og þér þóknast. Þú gerir stórkostlega, brjálaða hluti! Og .heldurðu það ,það komi mér ekki við, eiginmanni þínum? Svo í dag, bjargarðu lífi Irokans, en þegir yfir því svo klu-kkustundum skiptir eins og ég væri óviðmælanlegur, ókunn- ugur maður. Og þarna um kvöldið, þegar þessir Frakkar ætluðu að gleypa þig með augunum og hvernig þú vafðir þeim um litlafingur þér, heldurðu að ég hafi notið þess? Heldurðu að það sé auðvelt að eiga þig fyrir konu? Þau glórðu reiðilega hvort á annað, stóðu augliti til auglits og störðu. Svo allt í einu slaknaði á andlitsvöðvunum og þau fóru bæði að hlægja. — Ó, ástin min, sagði Peyrac og dró hana að sér. — Elskan min, fyrirgefðu forganginn í mér. Ég ann -þér of mikið, þar stendur hnif- urinn í kúnni. Ég er hræddur um að glata þér og að einhver van- hugsunin ríði þér að fullu. Þú verður að viðurkenna, að ef Þér finnst ég lítið fyrir að skýra hugsanir mínar og gerðir, gefurðu sér sann- arlega ekki eftir í því. En með hverjum deginum sem líður verður mér stöðugt ljósara hve dýrmæt þú ert mér. Tökum morguninn í morg- un, til dæmis. Ég hefði kafnað af reiði hefðir ,þú ekki verið þarna við hlið mér. Ég sá i augum þínum að þér leið nákvæmlega eins og mér. Ég er ekki frá Því að þú hafir gefið mér innblástur. Við erum mjög náin, elskan mín, miklu nánari en við vitum. Og ég held við séum mjög lík. öll réttindi áskilin, Oyera Mundi, París. — Framh. í næsta blaði. hann. Þekkja hann eins vel og hún þekkti Stephan. Eða ennþá betur. Miklu betur. Ég ætla aldrei að sjá Júrgen framar, hugsaði hún. Á morgun ætla ég að verða skynsöm aftur. Hún þurrkaði með leynd tár úr augum sínum. Þegar hann beygði sig allt í einu niður að henni og dökk augu hans voru svo nálægt henni, opnuðust varir hennar. Og henni fannst hún finna þús- undir kossa og vera hamingju- söm Við hverja snertingu hans Farmhald af bls. 29 Það hafði hún þó viljað fyrir tveim tímum. Og núna hefði hún leyft honum að kyssa sig úti á dansgólfi. Leyft honum? Hún hefði óskað þess að hann gerði það. Nei, hrópaði hún í huganum. Þetta er allt saman ímyndun, galdrar. Til þess að elska karl- mann verður maður að þekkja

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.