Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 50
Framhald af bls. 47. UAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakeríi, þ.e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30° 2. Viðkvæmur þvottur 40° 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90° 5. Suðuþvottur 100° 6. Heitþvottur 60° 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° 8. Heitþvottur 90° 9. Litaður hör 60° 10. Stífþvottur 40° 11. Bleiuþvottur 100° 12. Gerviefnaþvottur 40° Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. HIAB H ÖBmil IBHS Hftfl? ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa beim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Kristbjörn Bjarnason, Efstasundi 15, Reykjavík. Vinninganna má vitja I skrifstofu Vikunnar. Nafn Helmllj Örkin er á bls. jakkaermi hans, höfðú verið ástæðan fyrir uppnámi hennar. Þrátt fyrir það voru aðstæð- ur hans á engan hátt öfunas- verðar. Það varð honum ljóst, þegar maður í náttfötum opnaði glugga í húsi þar hjá og hróp- aði: — Halló, þurfið þér á sjúkra- bíl að halda . . eða á ég að gera lögreglunni aðvart? Það vantaði nú bara. Þar sem hann hafði ekki virt aðalbraut- arrétt, orsakað árekstur og hafði töluvert áfengismagn í blóðinu. Það þurfti lítið hugmyndaflug til þess að gera sér ljóst, hvað þá gat hent hann. Fyrst mundi það kosta hann ökuskírteinið. Síðan yrði skrif- að í skýrslu að hann hefði verið á ferð um fjögur að morgni, ásamt Janine-Marie Laurent nokkurri, og þar sem þetta var ekki hans eigin bíll, þá mundi Gaby auðvitað, þar sem hún var eigandi bílsins, strax fá vitn- eskju um þetta allt. — Ekki nauðsynlegt, hrópaði Júrgen þess vegna á móti. — Þetta verður allt í lagi hjá okk- ur. Aðeins smádæld. En svo einfalt var það nú ekki. Þrátt fyrir að þetta væri svona snemma morguns voru nokkrir vegfarendur, sem numu staðar. Og þar að auki var mað- urinn, sem hafði setið við stýri hins bílsins. — Nei, herra minn, sagði hann og tók í frakkakraga hans. — Þér lofið mér bláma himinsins og síðan kveðjið þér. Svo vitlaus er ég nú ekki, að það gangi. Frekar skal lögreglan fá að skrifa allt niður hjá sér. Til allrar hamingju hafði hann ekki talað mjög hátt. Og Júrgen fann brennivínsþef af honum. Þess vegna sagði hann í trúnaðarróm: — Hlustið nú á, við höfum báðir drukkið. Við munum því báðir missa ökuskírteinið. Ég tek á mig alla sök og bætur, hvers vegna ættum við því að koma hvor öðrum í vandræði? — Nú, jæja, lagði maðurinn til málanna eftir nokkra um- hugsun, — ef þér skrifið undir bótabréf fyrir mig, og konan yðar setur nafn sitt einnig undir, þá mín vegna.... — Ég er ekki konan hans, sagði Janine. — Þér verðið að skrifa undir þrátt fyrir það. — Já, auðvitað. Ég er ekki konan hans. Júrgen varð hugsað til þessarar setning- ar, þegar þeir ýttu bílunum frá hvorum öðrum út á vegarbrún- ina. Það var varla hægt að trúa því, hve vel hann slapp frá þessu. Smábíll hins var miklu verr farinn en sportbíll Gabyar. Mað- urinn gæti hafa drepizt eða slasazt hættulega. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 15- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.