Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 29
— Já, Krassmann, rakið vinstri helming höfuðsins. — Já, herra læknir. Síðan leið tæpur hálftími. Karsch fékk snjóhvítan vefjar- hött og mátti standa á fætur. Hann fékk brátt sinn fyrra litar- hátt aftur. — Má ég fara heim? — Já. En þér megið ekki aka sjálfir. Og haldið kyrru fyrir næstu daga. Get ég fengið að hringja til konu minnar, herra læknir? — Komið þér með mér inn í herbergi mitt. Síminn stóð á skrifborði Hall- ers. Það tók Karsch nokkurn tíma að útskýra fyrir konu sinni að hann væri í fyrsta lagi á skurðstofu, í öðru lagi þyrfti hún engar áhyggjur að hafa og í þriðja lagi þyrfti hún að klæða sig og sækja hann. Eftir að Karsch hafði lagt tólið á, beygði hann sig lítið eitt áfram og virti undarlega lengi fyrir sér litla ljósmynd, sem lá á skrifborðinu meðal röntgen- mynda og sjúkraskýrslna. — Falleg stúlka, sagði hann hugsandi. — Þekkið þér hana? spurði Haller í flýti. Leynilögreglumaðurinn þagði. Haller sótti tvö koníaksglös og flösku úr skáp sínum. — Stúlk- an hefur hlotið slæm örlög, herra Karsch. Þér skuluð einn- ig vita, að ég yrði yður mjög þakklátur, ef þér segðuð mér ... — Ef hún heitir ekki Janine Marie Laurent og býr á Hótel Sanshsouci, þá skjátlast mér. — Yður skjátlast ekki, svaraði Haller. — Þekkið þér Janine? Karsch hristi höfuðið. — Nei, ég hef ekki sagt eitt orð við hana . — En? — Við erum bundnir þag- mælskuheiti, herra læknir. Hjá okkur er einnig eitthvað í lík- ingu við læknisfræðilega þagn- arskyldu. Haller átti bágt með að vera rólegur. Hann fann að hann var nálægt spori, sem lá að lífi Jan- ine. — Ég geri nú tilkall til þagmælsku yðar, herra Karsch. Ég ætla að segja yður frá ör- lögum þessarar stúlku, e.t.v. fá- ist þér þá til þess að hjálpa mér. Þegar Haller hafði lokið sögu sinni kingdi Karsch leynilög- reglumaður fyrst koníaki sínu. — Og áhugi yðar er vegna lækn- isfræðinnar, er það? — Nákvæmar sagt, við elsk- um hvort annað. Það sem aðskil- ur okkur er fortíðin. Símhringing stöðvaði samtal- ið. — Frú Karsch er kominn, tilkynnti næturvörðurinn. — Hún er að sækja mann sinn. — Hann kemur undir eins, svaraði dr. Haller. Paul Karsch stóð upp, greip varlega um hvítan vefjarhött sinn. — Ég þakka yður kærlega fyrir, herra læknir, hvað Janine viðvíkur, þá mun ég gefa yður ábendingu, nafn manns, sem þekkir hana .... Haller horfði spenntur á hann. . . það sem þér síðan gerið, er yðar mál. Þér megið á eng- an máta fara einfaldlega til hans og ávarpa hann, því þá veit hann undir eins að ég hef gefið yður upplýsingar. Mín vegna getið þér látizt hitta hann af tilvilj- un eða eitthvað því líkt .... — Þér getið treyst því, herra Karsch. Leynilögreglumaðurinn brosti. — Maðurinn heitir Júrgen Sie- bert. Hann býr í Berlín, Atlas- stræti 16. Viljið þér skrifa það niður? — Nei, ég man það. Janine horfði þögul á vatnið fyrir neðan sig. Niður fljótsins hljómandi fyrir eyrum hennar. Tré rann framhjá, kaldar grein- ar og þykkar rætur sköguðu út í loftið. Myndirnar breyttu fljótt um svip. Stundum runnu aðeins skuggar framhjá, vofulegir, óþekkjanlegir hlutir, bráð nátt- úru, sem losnað hefur úr læð- ingi. Janine varð furðu lostin á sjálfri sér. Hún vissi naumast nafn mannsins, sem lagt hafði handlegginn um hana eins og ekkert væri sjálfsagðara. Vissu- lega hefði hún átt að fara beint upp á herbergi sitt í stað þess að stíga upp í bíl hans um miðja nótt. En skynsemin virtist hafa fallið fyrir borð hjá henni. Eitt- hvað, sem hún skildi ekki sjálf, dró hana að þessum manni. — Á ég að segja yður, hvað þér eruð að hugsa um? spurði Janine. — Já, gerið það. — Þér eruð að hugsa um ævin- týri. Smástúlka, sem sat alein inni á bar og leyfði yður að masa við sig. Hvað getur orðið úr því? Dansa dálítið, drekka, kyssast og síðan Jurgen þagði. Henni virtist, sem hann fjarlægðist hana. Undarleg spenna hvíldi yfir and- liti hans. Hún gat séð hvernig hálsvöðvar hans hreyfðust. Og þrátt fyrir myrkrið fannst henni hún sjá svitaperlur á enni hans. Hvernig hann horfði allt í einu á hana — þetta virtist ekki vera sami maður og hafði setið við lilið hennar í nokkra tíma við barborðið. — Ég verð að valda yður von- brigðum, sagði Janine, — ég er ekki þannig, það var skyssa mín, að hugsa um þægilegt kvöld. Hundur tók að gelta. Slrax á eftir heyrðist karmaður skamm- ast. — Þér gizkuðuð ekki rétt, Janine, svaraði Júrgen Siebert eftir stutta þögn. Og hlæjandi bætti hann við: — Ég ætti eig- inlega að vera móðgaður. — Eruð þér það? — Nei. Komið þér, svo þér getið aftur öðlazt trúna á indælt kvöld. Janine veittist það ekki erfitt. Hið rökkvaða ljós þessa bars kom henni ekki illa, ekki held- ur tötraleg húsgagnaáklæðin, samanbland gestanna, né hinar fjölmörgu örvandi stúlkur. Hún gleymdi að líta á klukkuna, tími og umhverfi skiptu hana engu máli. Var þetta í raun og veru að- eins indælt kvöld? Hún gerði engin reiknings- skil á því. Henni fannst hún vera laus við öll vandamál, leyst frá aðstæðum sinum. Stundum fannst henni hana aðeins vera að dreyma. Að hún segði Júrgen við hann og hann Janine. Að hún teldi freknurnar á nefi hans og hann kyssti fing- urbrodda hennar. Að þau sætu móti hvort öðru í litlu horni, lyftu glösum sínum, horfðust um leið í augu, stundum hratt og flóttalega, stundum lengur en leyfilegt var. Aðeins þegar hún dansaði við hann, vissi hún að það var eng- inn draumur, heldur raunveru- leiki. Þessi Júrgen Siebert var til, stór, grannvaxinn, með dökk augu. Og hann hélt þétt utan um hana, af og til snertust and- lit þeirra, en annars gerðist ekk- ert. Aðe ns hendur hennar voru heitar. og hjarta hennar sló hraðar, og hún hefði viljað dansa til eilífðar. — Þér hafið ekki sagt mér neitt um sjálfa yður, sagði hann allt í einu eftir einn slíkan dans. Þótt undarlegt væri, fann Janine ekki hina minnstu löng- un til þess að segja honum hin raunverulegu örlög sín. Hún laug ekki í fyrsta skipti, en hún laug í fyrsta skipti með hrifningu. Eins og hún væri allt í einu ánægð með að hafa búið um sig í líkama Janine-Marie Laurent. — Hvað þá? spurði Júrgen og hristi höfuðið, — þér eruð ljós- hærð, bláeygð og komið frá Afríku? — Faðir minn var franskur, móðir mín þýzk, skrökvaði hún áfram. — Við áttum kaffiekru á Fílabeinsströndinni, þar ólst ég upp Janine hélt áfram. Henni fannst gaman að sjá undrunina úr augum hans. í fyrsta skipti lék hún sér að falskri fortíð sinni. — Og þér? spurði hún að lok- um, — þér eruð giftur, eigið börn og eruð nú í verzlunarferð. Júrgen starði á hana. — Ekki segja ósatt, bað hún, — það væri ljótt vegna þessa indæla kvölds okkar. — Ég var giftur, svaraði Júr- gen með óþekkjanlegri röddu, — konan mín er dáin. Allt, sem þér hafið gizkað rétt á er verzlun- arferðin, Janine. — Fyrirgefið þér. Hún lagði hönd sína á hönd hans. — Ég talaði eins og bjáni. Get ég gert það gott aftur? — Þér getið gert margt gott aftur, Janine. Hún horfði niður fyrir sig. Svo hann sæi ekki viðkvæmnina fyr- ir honum í augum hennar. En þessi tilfinning var vöknuð, með sama krafti og fljótið gat rifið tréð í straumiðu sína. Þegar henni varð hugsað til Stephan Haller, hefði hún getað farið að gráta. Góði guð, bað hún, ég get gert allt annað á hluta hans nema þetta. Hvað er orðið af samvizku minni, af þeirri vissu að ég er gift kona, hvað er orðið af ákvörðun minni, um að ég megi ekki verða ást- fangin, hvorki af einum né öðr- um? Hvað er orðið af öllum áformum mínum? Þessi hræðilega barhljómsveit hóf nú aftur leik sinn. Danspör stóðu upp frá borðum sinum og stigu út á dansgólfið. Flest döns- uðu þétt upp að hvort öðru, kysstust, gleymdu umheiminum. Þau tvö voru undantekning. Raunver ulega ? Sá hún ekki andlit sitt í stóra veggspeglinum? Glansinn í aug- um sínum, þennan ljóma? Hafði hún verið svona í gær, í fyrra- dag, nokkurn tíma síðan hún mundi eftir sér? Indælt kvöld. Ekkert annað. Framhald á bls. 46 HANN ÞURFTI EKKI AÐ ÖTTAST VITNI. ÉG GÆTI KYSST ÞIG OG UM LEIÐ ÞRYST ÞÉR ÚT FYRIR, HUGSAÐI HANN. OG ÖLL MÍN VANDRÆÐI VÆRU LEYST. 15 tbl VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.