Vikan


Vikan - 10.04.1969, Qupperneq 7

Vikan - 10.04.1969, Qupperneq 7
Pétur Ottesen var raunar kjörinn þingmaður Borgfirð- inga eins og ávallt síðan 1910, en hilið með honum og Bene- dikt reyndist aðeins 73 at- kvæði, og varð Benedikt Gröndal landskjörinn. Hafði garpurinn á Ytra-Hólmi aldr- ei hallazt svo í viðureign fyrri á glímupalli stjórnmálanna, og duldist víst engum, að senn drægi til kynslóðaskipta uin áhrif og völd í Borgar- firði. Alþingiskosningarnar sum- arið 1959 urðu Benedikt Gröndal mótdrægar eins og fleiri Alþýðuf 1 okksmön n um. Ilann varð að láta sér nægja 434 atkvæði og mun hafa þótt súrt í broti. Eigi að sið- ur hreppti hann fyrirhafnar- lítið efsta sæti á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Vest- urlandskjördæmi um haust- ið, en mátti vera við öllu bú- inn, þar eð Alþýðuflokkurinn fékk aðeins 700 atkvæði á þeim slóðum um sumarið, og það hrökk skammt til kosn- ingar. Lagði Benedikt hart að sér í haustkosningunum ásamt Pétri Péturssyni, er skipaði annað sæti framboðs- listans og átti drjúgt fylgi vestur á Snæfellsnesi. Þeim félögum vegnaði líka prýði- lega í bardaganum. Alþýðu- flokkurinn fékk 920 atkvæði í kjördæminu, og' Benedikt Gröndal varð fimmti þing- maður Vestlendinga. Urðu úrslitin mjög á sömu lund 1963 og 1967. Þó stafar Al- þýðuflokknum nokkur hætta af því, ef Jónas Árnason held- ur áfram að reynast eins fisk- inn og síðast á atkvæðaveið- unum, en Framsóknarflokk- urinn getur varla búizt við, að Daníel Ágústínusson felli Benedikt eftir þrjár bvltur. Benedikt Gröndal er ekki ritfærari en gengur og gerist um vel menntaðan og áhuga- saman blaðamann, en hann nýtur sín miklu betur í ræðu- stóli. Hann er dável máli far- inn og kemur ágætlega fvrir, stillir orðum sínum í hóf en er þó þungur á bárunni, und- irbýr málflutning sinn sam- vizkusamlega hverju sinni, kann góð skil á staðreyndum og dregur af þeim ályktanir við hæfi. Bezt lætur honum raunar að koma fram í út- varpi og sjónvarpi, en hann er og svo duglegur funda- maður, að keppinautarnir í LUPUS HELDUR ÁFRAM AÐ SKRIFA PALLADÖMA SÍNA OG TEKUR ALÞINGIS- MENNINA FYRIR HVERN A FÆTUR ÖÐRUM. - ÞETTA ER FIMMTI ÞÁTTURINN. SÁ FYRSTI FJALLAÐI UM FORSETA SAMEINAÐS ÞINGS, BIRGI FINNSSON. EN SÍÐAN KOMA ÞINGMENN í RÉTTRI STAFRÖFS- RÖÐ. ANNAR ÞÁTTURINN FJALLAÐI UM AUÐ! AUÐUNS, EINU KONUNA SEM SITUR Á ÞINGI, SÁ ÞRIÐJI UM ÁGÚST ÞOR- VALDSSON OG SÁ FJÖRÐI UM ÁSGEIR BJARNASON. - LÚPUS VARÐ FRÆG- UR FYRIR PALLADÖMA SÍNA, SEM BIRTUST í SUÐURLANDI OG SÍÐ- AN í SÉRSTAKRI BÖK FYRIR ALLMÖRGUM ÁRUM. ÞESSIR NYJU PALLADÖMAR HANS MUNU EKKI ÞYKJA SÍÐRI Vesturla n dsk j örd æm i st anda í skugga lians í kappræðum. Benedikt leggur mikla rækt við þingstörfin og gengst upp við þá tilhugsun að verða kannski landsfaðir áður en langt um líður. Mun hann álitlegasta ráðherraefni 41- þýðuflókksins, þegar Emil Jónsson dregur sig i lilé, en hitt er vafasamt, að hann verði utanríkisráðherra að sinni eins og hugur hans stefnir til. Hins vegar getur Benedikt veitt einhverju öðru ráðuneyti forstöðu á borð við hvern annan eins og mannval er á Álþingi Islendinga. Virð- ist ástæða að ætla, að hann komi mjög til greina sem menntamálaráðherra, ef Gylfi Þ. Gíslason kýs að verða eftir- maður Emils í utanríkisráðu- neytinu. Mvndu þau verka- skipti sennilega farsæl þeim báðuin og Alþýðuflokknum. Benedikt Gröndal er í eðli sínu einfari og á því ekki hægt með að ávinna sér í fljótu liragði yiersónulegar vinsæld- ir nema nánustu kunningja og samherja. Hins vegar vinn- ur hann á við kynningu, enda hefur sú orðið raunin í Vest- urlandskjördæmi. Hann er feiminn og sérlundaður, en mannglöggur, tillitssamur og greiðvikinn og harla laginn að reka erindi annarra. Sumum finnast skoðanir hans í lands- málum daufar af því að hann temur sér ekki eins einbeittar og harðskeyttar kenningar og fullhugarnir ástunduðu í gamla daga. Samt fer því fjarri, að Benedikt sé veifi- skati. Hann er hugkvæmari en flestir þingmcnn Alþýðu- flokksins og ýtinn að koma tillögum sínum og hugðar- efnum á framfæri. Benedikt Gröndal unir því gjarnan, að flokkur hans sé í stjórnar- aðstöðu, enda vill hann verða ráðherra. en er þó svo næmur á pólitísk veðrabrigði, að honum gæli blöskrað and- varalaust sinnuleysi og heimskulegar s j álf sbl ekking- ar svefnugra valdsherra, sem verða þó að leita eftir umboði vakandi fólks til að halda sæt- um sínum á alþingi og í stjórnarráðinu. Hins vegar hefur Benedikt naumast for- ustu um að rísa gegn væru- kærri en nautnasjúkri borg- arastétt, sem auðsýnir hon- um nærgætna kurteisi, því að Framhald á bls. 44. 15. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.