Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 14
Músin var grandalaus en svöng. Henni kom ekki til hugar, að hún væri í músagildru og betri mat en þennan ost hafSi hún aldrei bragðaS. Majór- inn hafði keypt gildr- una um morguninn og egnt hana að ráði Daisy. SMÁSAGA EFTIR ARTHUR OMRE Seinni hluta dags sat Town- send majór við að skrifa loka- kafla bókarinnar „Skipulags- skrá fyrir allar þjóðir“. Þessi bók var háfleyg eins og allar slíkar. Það les þær enginn. Efni hennar, sem máli skiptir, má koma fyrir í einni eða tveimur línum: Enginn hefur leyfi til þess að inna af höndum herþjónustu eða fara í stríð fyrr en hann (hún) hefur náð sex- tíu ára aldri“. Góð hugmynd, sem Townsend majór hafði raunar fengið ókeypis frá mér. Hversvegna ekki að láta öld- ungana berjast í stað þess að þeir séu að þrasa endalaust í veizlum í Genf, London og París, til þess svo að senda æskuna í stríð og eyðileggingu? Æskan er ánægð með, að þeir gömlu hverfi af sjónarsviðinu, skrifaði ég, og friður helzt án mikils kostnaðar. Townsend majór skrifaði mér strax, að hann skyldi greiða fyr- ir þessu. Hann á nefnilega ríkan frænda í Kent, sem virðist aldrei ætla að deyja. Ég lagði til, að hann sendi uppástunguna til Sameinuðu þjóðanna í stuttu bréfi, en auð- vitað varð majórinn að teygja úr þessu í 500 blaðsíðna bók. Ég fékk handritið sent í hraðpósti eftir hendinni. Hugsa sér allan þann þvæting, sem skrifaður er í heiminum........ Sem sé, majórinn var að skrifa síðasta kapítulann og það var mjög heitt. Port of Spain í Trinidad er sem kunnugt er óþægilega nærri miðjarðarlínu eða tíu gráðum fyrir norðan hana. í dag er svalara í H-ades, sagði hann við múlattastúlkuna Daisy, — ég er mjög ánægður yfir, að elsku konan mín er í Englandi, og ég vona, að hún verði þar lengi. Síðast skrifaði hún, að sig langaði ekki til þess að verða steikt fyrst um sinn. Þar að auki er hún dauðhrædd við mýs og fjasar um músapest. Daisy sagðist hafa lesið bréf- ið og vera fjarska glöð yfir að frú Towsend dveldi á Englandi. Svo spretti hún fingrum og dans- aði fram í eldhús til þess að búa til ávaxtasalat. Majórinn hafði lag á að koma sér fyrir. Þau bjuggu tvö ein í einbýlishúsinu, hin snotra Daisy og hann. Á skrifborðinu og í loftinu snerust vifturnar hljóð- laust og öruggt. Stóru viskí- glasi og sóda var komið fyrir snóturlega í litlum kælikassa rétt við höndina. Vindillinn mildur og ilmandi. Hann sat þarna í hvítum stutt- buxum og silkiskyrtu, kapítul- anum að verða lokið, og hann horfði út yfir hafið og lét sig dreyma, tók smávegis út fyrir- fram af frægðinni. Bókin myndi án efa vekja feikna athygli í heiminum. Friðarverðlaun Nobels? Hann brosti og strauk gráýrótta bartana. Ekki útilok- að, alls ekki útilokað .... Allt í einu stirðnaði blóðið í æðum majórsins. Skerandi ang- istaróp barst frá eldhúsinu. Hann þreif pappírshnífinn og hljóp fram í eldhús til þess nauð- ugur viljugur að. leggja lífið í sölurnar fyrir Daisy. Liðsfor- ingi á ekki annars úrkosta. Daisy stóð uppi á eldhúsborð- inu, þrýsti hnjánum saman og æpti svo að hljóðhimnur majórs- ins skulfu og starði niður á gólfið. Majórinn varp öndinni léttar, strauk sér um hjartastað og sagði gremjulega: — Hvað er þetta, Daisy, þetta er bara lítil mús! — Hættu þessum látum, sagði hann ákveðinn. Daisy sífraði, að hún væri í „bikinibuxum“, og upp á hverju gat mús ekki tekið? En hún varð strax rólegri, hringaði sig niður á borðið, mjúk eins og köttur og hallaði sér að öxl majórsins. Þau horfðu bæði af áhuga á litlu, fallegu músina, sem gæddi sér í óða önn á ostinum í músa- gildrunni. Osturinn var gulur, feitur og bragðsterkur enskur ostur, Cheddarostur. Músagildr- an var spáný, úrvals ensk fram- leiðsla, að sjálfsögðu. Majórinn keypti undantekningarlaust ensltar vörur, væri þess nokkur kostur — sagði sig sjálft. Hon- um gramdist mjög, að smjörið, flesksíðurnar og eggin var merkt dönskum stimpli, sardínurnar norskum og eldspýturnar sænsk- um. Músin var grandalaus en svöng, datt ekki í hug, að hún væri í músagildru og betri mat en þennan ost hafði hún aldrei bragðað. Majórinn hafði keypt gildruna um morguninn og egnt hana að ráði Daisy. Músin var iðin við ostinn, leit upp á Daisy og majórinn, hélt svo áfram að naga. — Veslingurinn, er hún ekki indœl, sagði Daisy og smeygði handleggnum aftur fyrir hnakka majórsins. — Eftir andartak verður hún orðin að klessu, sagði majórinn stuttaralega. Músin settist á afturfæturna, gaut skínandi perluaugum á þau og nagaði lítið eitt meira af ost- inum en ekki með sama ákafa og áður. — Nú er hún södd, sagði Daisy, stykkið var of stórt. Músin byrjaði að hala í ost- stykkið með tönnum og fram- fótum. — Nú fær hún banahöggið, sagði majórinn. Hrollur fór um Daisy og hún þrýsti sér að majórnum. Mús- in gerði átak, og sjáum til, sigri hrósandi sat hún með ostbitann milli framlappanna, hjó nag- f tönnunum í hann, leið hljóðlaust meðfram eldhúsbekknum, undir ofninn og inn í litla holu í veggnum. — Léleg gildra, sagði Daisy. — Ails ekki, sagði majórinn. Daisy tók gildruna og lét hana með varkárni á borðið. Majórinn greip hníf og potaði í verkið. — Ný og dálítið stirð, en nú skaltu fá að sjá, sagði hann. Ekkert skeði. Boginn var spenntur og hélt áfram að vera það. Majórinn potaði fastar með hnífnum, en nei ... — Léleg gildra, sagði Daisy. 14 VTKAN 15- m-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.