Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 41
— Á að grafa hann sér? — Ég býst við að hann verði heldur settur í dómkirkjuna, en faðir þinn veit það. — Viltu te, elskan? Scaramouch, burt með þig, þú færð ekki þetta brauð. — Dinny, ég hef svo miklar áhyggjur af Hubert. — Það hef ég líka; Hubert er eins og skuggi af sjálfum sér. Hann hefði ekki átt að fara í þennan andstyggilegá leiðangur. Það er ábyggilega erfitt að umgangast Ameríkumenn, og Hubert hefur allt- af gagnrýnt þá. ’Ég held líka að hermenn og óbreyttir borgarar skilji ekki vel hvorir aðra. — Hvers vegna, Dinny? — Ja, — hermenn vilja alltaf hafa hreinar línur, þeir þekkja í sundur Guð og Mammon. Hefurðu ekki tekið eftir því? Lady Cherrell brosti, hún skildi ekki hvað hún átti við. — Hvar er Hubert? Faðir ykkar hlýtur að koma bráðlega. — Hann fór út með Don. Hann var mjög áhyggjufullur. Ég vildi óska að hann yrði mjög ástfanginn, það er það eina sem getur bjarg- að honum. Ég ætla að tína fersk blóm í vasana. Þegar Dinny kom út í septembersólskinið, fann hún hve sterkum böndum hún var bundin þessum stað. Hún var ekki mikið fyrir að láta í ljós tilfinningar sínar, og það var tvennt sem hún hafði helzt ekki orð á, — ást hennar á Condaford og bróðurnum Hubert. Hún hafði ofurást á staðnum og óskaði þess heitt að eini bróðir hennar hefði líka þessar tilfinningar. Hún var fædd þarna, meðan bæði jörðin og húsin voru í mestu niðurníðslu, og hún hafði fylgzt með lagfæringunum; en Hubert hafði lengstum verið fjarverandi, og fyr- ir honum virtist Condaford vera aðeins staður til dvalar og hvíldar, þegar hann átti frí frá störfum. En Dinny vissi ekki hug hans, en gvo mikið vissi hún, að ef Cherrellfjölskyldan neyddist til að yfirgefa Condaford, þá hefði hún ekki fótfestu framar. Clare systir hennar kaus örugglega einhvern skemmtilegri stað til langdvalar. Þegar hún kom aftur inn i stofuna, stóð móðir hennar ennþá við teborðið. — Lestin er seint á ferð, sagði hún, — og ég vildi óska að Clare æki ekki alltaf svo hratt. — Ég sé nú ekkert samband þar á milli, sagði Dinny, en hún sá það samt. Móðir hennar varð alltaf eirðarlaus þegar faðir hennar tafðist. — Mamma, ég vil endilega fá Hubert til að senda sína hlið sög- unnar til blaðanna. — Við sjáum nú til. Faðir þinn hefur líklega talað um þetta við Lionel frænda þixm. — Nú heyri ég í bílnum, sagði Dinny. Hershöfðinginn kom inn í fylgd með Clare, yngri dóttur sinni. Clare var lang fjörlegust af fjölskyldunni. Hún skipti vel litum, dökkhærð, fölleit, augun brún og áköf. Hún var tvítug, en leit út fyrir að vera eldri. Hún var ljómandi vel vaxin og bar sig með reisn. — Mamma, pabbi minn blessaður hefur ekki fengið hádegisverð, sagði hún. — Ég skal búa til eggjahræru, sagði Dinny og flýtti sér út. Clare fylgdi eftir. Hershöfðinginn kyssti konu sína. — Sá gamli var mjög virðulegur í dauðanum. Við sáum hann reyndar ekki fyrr en hann var skilinn við, nema Adrian, sem hann vildi tala einslega við. Ég verð að vera viðstaddur greftrunina. Ég talaði um Hubert við Lioneþ en hann getur ekki séð nokkra leið út úr þessum leiðindum. En ég hef verið að hugsa á leiðinni. — Já, Con? — Aðalmálið er, hvort það opinbera skiptir sér af þessum klögu- málum, sem voru lögð fram í þinginu. Það getur komið til þess að óskað verði eftir að hann segi af sér. Það yrði hræðilegt. Þá er betra að hann leggi sjálfur inn lausnarbeiðni. Hann á að taka við hjúkr- unarsveit fyrsta október. Getum við gert eitthvað í málinu, án þess að hann viti? — drengurinn er stoltur. Ég gæti reynt að tala við Topsham og þú gætir talað við Follanby, geturðu það ekki? Lady Cherrell hrukkaði ennið. — Ég veit, sagði hershöfðinginn. — Þetta er andstyggilegt. Lík- lega er eina ráðið að tala við Saxenden, bara að ég vissi hvernig ég á að komast í færi við hann. — Kannski Dinny hafi dottið eitthvað í hug. — Dinny? Ja, ég býst við að Dinny sé skörpust af okkur, nema þú, elskan. — Ég, sagði Lady Cherrell, — ég hef ekkert hugmyndaflug. — Segðu þetta ekki, elskan mín. Þarna kemur Dinny. Dinny kom inn, með eggjahræru í stóru glasi. — Dinny, ég var að tala um það við móður þína hvort ekki væri hægt að tala við Lord Saxenden um mál bróður þíns. Getur þú látið þér detta í hug hvernig hægt er að komast í færi við hann? — En að reyna nágranna hans í sveitinni. Þekkirðu nokkra þeirra? — Næsti nágranni hans er Wilfred Bentworth. — Þar höfum við það. Þá getum við fengið Hilary eða Lawrence til að tala við hann. — Já, Wilfred Bentworth er stjórnarmeðlimur við fátækrahjálp- ina í söfnuði Hilarys frænda. — Já, og Hilary og Lawrence voru báðir með honum í Ponth- minster. En að mér skildi ekki detta það í hug. — Á ég að tala við þá fyrir þig, pabbi? — Geturðu það, Dinny. Ég á dálítið bágt með að skara eld að minni köku. — Já, pabbi, þetta er líka upplagt kvenmannsverk, er það ekki? Hershöfðinginn horfði efablandinn á dóttur sína. Hann vissi aldr- ei hvort hún talaði í gamni eða alvöru. — Þarna kemur Hubert, sagði Dinny snöggt. Framhald í næsta blaði. næsta. Þriðja daginn sagði skrif- stofustjórinn: Ég hef andstyggð á að gefast upp, herrar mínir, finnið þið framleiðandann. Að svo mæltu fór hann til hádegis- verðar. Næstu daga vann starfsfólkið við að blaða í verzlunarhandbók- um og öðrum slíkum bókmennt- um, eftir þriggja vikna leit hrópaði einn starfsmaðurinn: „Quick Death“ er framleidd í Birmingham. Sem sé, músagildran var ásamt löngu, hátíðlegu skjali send til framleiðandans í Birmingham (frainleiðslumagn: fimmtíu þús- und músagildrur á viku, markað- ur: öll veröldin). Framkvæmdastjórinn tók mál- ið í eigin hendur og kvaddi til fulltrúa sinn. Fulltrúinn tók gildruna í aðra hönd og herti á lítilli ró með hinni, lét músa- gildruna á borðið og potaði laust í hana með mjóum vír- spotta. — Klapp, sagði hún. Forstjórinn tók um hjartað og hrópaði: Úff, Úff — Það er líf í henni, sagði fulltrúinn. Hún lætur blóðið spýtast. Forstjórinn, sem hafði áhuga á fágætum munum, gekk frá músagildrunni í glerkrukku á skrifborðinu og gaf skipun um að afgreiða aðra nýja til verzl- unarráðuneytisins í London. Verzlunarráðuneytið afgreiddi pakkann um hæl til verzlunar- 'sendiráðsins í Trinidad, og eft- ir móttöku hans hringdi Brown majór sigrihrósandi til Town- send majórs, sem þreifa hita- Músagildran beltishattinn sinn og skundaði —------------------------------ af stað. Þetta var mjög heitur Framhald af bls. 15 dagur, jafnvel miðað við Trini- Þetta var ekki laust við að dad. og klukkan var ellefu fyrir vera spennandi. Skrifstofustjór- hádegi. inn — fyrrverandi efnilegur í verzlunarsendiráðinu sat krikketleikari, áður en hann Brown majór með spánýja músa- slasaðist á hendi — lét gildruna gúdru fyrir framan sig, dingl- á borðið og hóf tilraunir. Starfs- öðrum fætinum og potaði mennirnir söfnuðust utan um Btið eitt í gildruna með blýanti. hann og veðmál upphófust. Sum- Klapp, sagði hún, og boginn skall ir reyndu með blýöntum, aðrir a blýantinum, svo að flýsarnar með pennasköftum og pappírs- úr honum dreifðust um borðið, hnífum, einn gerði tilraun með áSur en majórinn gat kippt hon- feiknastórum pappírsskærum. um til baka. Músagildran var spennt og úr — Þetta kalla ég nú músa- því ástandi fór hún ekki. Það gildru, sagði Brown majór. var ekki unnið á skrifstofunni Framleiðendur okkar búa ein- þann daginn, ekki heldur þann göngu til fyrsta flokks vöru, en 15. tbi. viican 4]

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.