Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 43
r ‘----------------\ SKODA 1060 MB ‘69 NYJUNGAR Á ‘69 ÁRGERÐ SKODA 1000 MB. • Breyttir skrautlistar • Stækkuð aíturrúða • Hækkað farþegarými. Eftirtaldar geröir SKÓDA 1000 MB verð'a íáanlegar 1969: • Skoda 1000 MB Tourist verð kr. 209.700. • Skoda 1000 MB Standard verð kr. 222.500. • Skoda 1000 MB DeLujce verð kr. 234.300. Ennfremur munum við bióða hinar eftirsóttu og vinsælu stationbifreiðar: • Skoda Octavia Combi verð kr. 229.300. • Skoda 1202 verð kr. 239.700.— Fyrsta sending væntanleg um miðjan aprílmánuð. Pantið tímanlega. KJARAKAUP Getum boðið fjórar bifreiðar af gerðinni Skoda 1000 MB Standard ‘68 fyrir aðeins kr. 208.000. Öll verð eru uppgefin án TECTYL-ryðvarnar og öryggisóla. — HAGSÝNIR AKA SKODA Tékkneska bifreiSaumboðið á fslandi hf. Vonarstræti 12, sími 19345. Y____________________________________________________________________________________J óhöpp geta komið fyrir hvar sem er, líka í Englandi. Þú verður að viðurkenna, kæri majór, að ráðuneytin okkar eru virk í starfi, að sjálfsögðu geta hlutirnir tekið sinn tíma. En árangur kemur ævinlega. — Ævinlega, sagði Townsend majór ákveðið. — Kvörnin malar hægt, lítið eitt hægt stundum, en gríðarlega öruggt. Góð kvörn, og án hennar — og okkar .... Brown majór sótti wiskí og sóda og gaf fyrirskipun um að loka skrifstofunum það sem eftir var dagsins. — Mér sýnist samt sem áður, sagði Brown majór, að þú sért eitthvað hnugginn í dag. Er eitt- hvað að? — Nei, saði Townsendd majór, mig grunar bara að konan mín muni koma frá Englandi innan skamms. Hún skrifaði fyrir nokkru að henni virtist vera kominn tími til þess að heim- sækja mig. Þú veizt, að hún þjáist í þessum geysilega hita, og svo er hún ákaflega hrædd við mýs, hún fjasaði óaflátlega um músapest síðast þegar hún var hérna fyrir þremur árum. Mýsnar í húsinu mínu hafa aukið kyn sitt alveg gífurlega upp á síðkastið, en það snertir ekki mínar taugar. En ég veit hún mun alveg sleppa sér. — Skál, gamli vinur, sagði Brown majór, þessi músagildra verður ekki lengi að afgreiða músahópinn. — Þær eru orðnar mörg hundruð núna, sagði Townsend majór, — skál og þakka þér fyrir hjálpina. Hvað skulda ég mikið? — Sex pens, svaraði Brown majór, ráðuneytin okkar senda ekki háa deikninga. — o — Klukkan hálf sex var Town- send majór kominn heim til sín. Daisy lagði á borð, sveif fram og aftur mili eldhúss og borð- stofu, þroskaðri en fyrir tveim- ur árum, falleg og i gulhvítum silkikjól. Majórin gekk fram í eldhús, skar ostbita og kom músagildr- unni fyrir undir eldavélinni en rak þá augun i stóran, sívalan blikkdunk, sem var þar. Hann heyrði tíst niðri í honum. — Hvað í ósköpunum er þetta, Daisy? hrópaði majórinn. — Gilbert frændi minn, sem á heima niðri í þorpinu, býr til músagildrur, sagði Daisy. — Bg keypti eina af honum — þær eru alveg ágætar. Mér fannst í raun og veru orðið of mikið af músum hérna. í dag er hún sjálf- sagt búin að veiða hundrað. Þær ganga upp þennan litla stiga, gegnum gatið, og boms, þaer detta niður í vatnið. — Burt með þetta drasl strax! hrópaði majórinn — hér er al- mennileg, ensk músagildra, ann- að vil ég ekki hafa í mínu húsi. — Já, já, sagði Daisy, ég held það séu ekki svo margar mýs eftir á veggnum. Hún tók stóru músagildruna og lét hana inn í skáp, klappaði majórnum á kinnina og kleip hann laust í nefið. — Svona, svona, sagði majór- inn blíðlega. —o—• Sólin gekk fljótlega til viðar, stjörnurnar byrjuðu að lýsa yf- ir hafið frá dökkum himninum. — Hér er dásamlegt, sagði majórinn. Daisy hallaði sér upp að öxl hans og sagði lágt: — Ég held þrátt fyrir allt, að frú Townsend komi ekki. — Hún skrifaði mér stutt bréf og spurði mig, hvort það væri mikið af músum hérna, sagði Daisy. —■ Hún treysti ekki alveg á það, sem þú skrifaðir, og þegar þú sagðir henni, að þú biðir eftir góðri, enskri músagildru, varð hún tortryggin, hélt að þú værir að reyna að róa hana. Ertu búinn að svara henni? spurði majórinn. — Ég skrifaði henni nokkrar línur um, að það væru e'nhver ósköp af músum hérna og að ég lifði í stöðugum ótta við músa- pest, sagði Daisy. Ég get nú skrifað ensku —• ég er búin að vera þrjú ár í góðum skóla. — Þá kemur hún varla fyrst um sinn, sagði majórinn. — Henni líður líka vel á gamla Englandi, og í sannleika sagt er henni meinilla við að dvelja hér. Daisy settist í fang hans og strauk honum um vangann. Þá small gildran frammi í eld- húsinu, og músin gaf frá sér stutt „pipp“. — Þetta er nú músagildra í lagi, sagði majórinn hreykinn. Þeir kunna að búa þær til á Englandi. — Veslings litla, fallega mús- in, sagði Daisy og kyssti majór- inn á munninn. — o — Næsta dag lauk majórinn við að skrifa síðasta kapítulann og sendi bókina í hraðpósti til Sam- einuðu þjóðanna í New York. Það var sagt, að Hammar- skjöld hefði fölnað, þegar hann leit augum þetta feiknamikla handrit. Hann las hið tiltölulega stutta fylgibréf, rétti frú Stone- mann einkaritara það og sagði þurrlega: Látið allt draslið fara venjulega leið (þ.e.a.s. undir miðstöðvarketilinn í húsi Sam- einuðu þjóðanna), en viðurkenn- ið móttöku þess með vingjarnleg- um línum. Englendingarnir — þeir geta gert mikið veður út af smámunum — en þeir eru nú ekki einir um það 15. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.